Fylgjast vel með en óvíst hvort kvika færist nær yfirborðinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2023 12:28 Upptök skjálftanna stóru voru norður af Þorbirni í Grindavík. Vísir/Egill Tveir jarðskjálftar yfir þremur að stærð mældust rétt norður af Þorbirni í Grindavík í morgun. Meira en þúsund skjálftar hafa mælst við Þorbjörn og Fagradalsfjall síðan á miðnætti. Bæjarstjórinn í Grindavík segir óþægilegt að vakna aftur við þennan veruleika en íbúar séu orðnir vanir. Klukkan hálf sex í morgun mældist skjálfti 3,9 að stærð rétt norður af Þorbirni og tæpum þremur klukkustundum síðar reið skjálfti 4,5 að stærð yfir á svipuðum stað. Stóri skjálftinn fannst vel á Reykjanesi og á höfuðborgarsvæðinu og alla leið á Akranes. Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesi í alla nótt og meira en þúsund skjálftar mælst við Þorbjörn og Fagradalsfjall. Það var síðast í ágúst í fyrra sem skjálftar yfir fjórum að stærð mældust á þessum slóðum. Ríkislögreglustjóri hefur þá í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi vegna skjálftahrinunnar á Reykjanesi. Er þetta merki um að kvika sé að hreyfast þarna undir yfirborðinu? „Við erum að skoða gögn í dag og það gæti tekið smá tíma að fá rétta mynd á þetta. Við erum að fylgjast mjög vel með en ekkert hægt að segja að svo stöddu,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Enginn gosórói mælist þó á svæðinu. „Það gerðist fyrir gosið 2022 að það voru skjálftar á þessu svæði þegar það gaus síðan í Fagradalsfjalli. Það er einn valmöguleikinn en svo gæti verið að þessari hrinu ljúki á næstu dögum og ekkert verði.“ Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík segir óþægilegt að vakna við skjálfta í morgun en bæjarbúar séu öllu vanir.Vísir/Arnar Fannar Jónasson, bæjarstjórinn í Grindavík segir þetta kunnuglegt stef í bænum og margir velti nú fyrir sér hvort þetta sé undanfari eldgoss. „Fyrir okkur heimamenn hér þýðir lítið að velta sér endalaust upp úr því hvað kann að gerast. Svæðin hérna í kring um okkur eru vel vöktuð og þessir færu vísindamenn á Veðurstofunni og víðar þeir sjá um að fylgjast með því hvað er að gerast og reyna að ráða í framhaldið,“ segir Fannar. Þó að þúsund skjálftar hafi mælst finni íbúar ekki fyrir öllum. „Þessir stóru eru auðvitað það sem við finnum mest fyrir og eru óþægilegastir og þeim fylgja gjarnan minni skjálftar eins og núna, kannski á hálftíma eða klukkutíma fresti.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrinan hófst snemma í morgun og er enn í gagni. 25. október 2023 12:13 Skjálfti 4,5 að stærð við Grindavík Jarðskjálfti af stærðinni 4,5 mældist nærri Grindavík klukkan 8:18. Skjálftinn er annar sem mælist yfir þremur að stærð á Reykjanesi í morgun. Jarðskjálftinn fannst vel á Reykjanesi, á höfuðborgarsvæðinu og alla leið upp á Akranes. 25. október 2023 08:26 Jarðskjálftahrina á Reykjanesi og stór skjálfti uppá 4,9 í Bárðarbungu Mikil skjálftavirkni er á Reykjanesi. Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir þó engin merki um gosóróa en fyllsta ástæða sé að fylgjast grant með gangi mála. 25. október 2023 06:59 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Sjá meira
Klukkan hálf sex í morgun mældist skjálfti 3,9 að stærð rétt norður af Þorbirni og tæpum þremur klukkustundum síðar reið skjálfti 4,5 að stærð yfir á svipuðum stað. Stóri skjálftinn fannst vel á Reykjanesi og á höfuðborgarsvæðinu og alla leið á Akranes. Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesi í alla nótt og meira en þúsund skjálftar mælst við Þorbjörn og Fagradalsfjall. Það var síðast í ágúst í fyrra sem skjálftar yfir fjórum að stærð mældust á þessum slóðum. Ríkislögreglustjóri hefur þá í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi vegna skjálftahrinunnar á Reykjanesi. Er þetta merki um að kvika sé að hreyfast þarna undir yfirborðinu? „Við erum að skoða gögn í dag og það gæti tekið smá tíma að fá rétta mynd á þetta. Við erum að fylgjast mjög vel með en ekkert hægt að segja að svo stöddu,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Enginn gosórói mælist þó á svæðinu. „Það gerðist fyrir gosið 2022 að það voru skjálftar á þessu svæði þegar það gaus síðan í Fagradalsfjalli. Það er einn valmöguleikinn en svo gæti verið að þessari hrinu ljúki á næstu dögum og ekkert verði.“ Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík segir óþægilegt að vakna við skjálfta í morgun en bæjarbúar séu öllu vanir.Vísir/Arnar Fannar Jónasson, bæjarstjórinn í Grindavík segir þetta kunnuglegt stef í bænum og margir velti nú fyrir sér hvort þetta sé undanfari eldgoss. „Fyrir okkur heimamenn hér þýðir lítið að velta sér endalaust upp úr því hvað kann að gerast. Svæðin hérna í kring um okkur eru vel vöktuð og þessir færu vísindamenn á Veðurstofunni og víðar þeir sjá um að fylgjast með því hvað er að gerast og reyna að ráða í framhaldið,“ segir Fannar. Þó að þúsund skjálftar hafi mælst finni íbúar ekki fyrir öllum. „Þessir stóru eru auðvitað það sem við finnum mest fyrir og eru óþægilegastir og þeim fylgja gjarnan minni skjálftar eins og núna, kannski á hálftíma eða klukkutíma fresti.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrinan hófst snemma í morgun og er enn í gagni. 25. október 2023 12:13 Skjálfti 4,5 að stærð við Grindavík Jarðskjálfti af stærðinni 4,5 mældist nærri Grindavík klukkan 8:18. Skjálftinn er annar sem mælist yfir þremur að stærð á Reykjanesi í morgun. Jarðskjálftinn fannst vel á Reykjanesi, á höfuðborgarsvæðinu og alla leið upp á Akranes. 25. október 2023 08:26 Jarðskjálftahrina á Reykjanesi og stór skjálfti uppá 4,9 í Bárðarbungu Mikil skjálftavirkni er á Reykjanesi. Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir þó engin merki um gosóróa en fyllsta ástæða sé að fylgjast grant með gangi mála. 25. október 2023 06:59 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Sjá meira
Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrinan hófst snemma í morgun og er enn í gagni. 25. október 2023 12:13
Skjálfti 4,5 að stærð við Grindavík Jarðskjálfti af stærðinni 4,5 mældist nærri Grindavík klukkan 8:18. Skjálftinn er annar sem mælist yfir þremur að stærð á Reykjanesi í morgun. Jarðskjálftinn fannst vel á Reykjanesi, á höfuðborgarsvæðinu og alla leið upp á Akranes. 25. október 2023 08:26
Jarðskjálftahrina á Reykjanesi og stór skjálfti uppá 4,9 í Bárðarbungu Mikil skjálftavirkni er á Reykjanesi. Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir þó engin merki um gosóróa en fyllsta ástæða sé að fylgjast grant með gangi mála. 25. október 2023 06:59