Stjóri PSV straujaði Arnar á æfingu eftir að hafa boðið honum í mat daginn áður Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. október 2023 14:31 Peter Bosz (fimmti frá vinstri í annarri röð) lék með Arnari og Bjarka Gunnlaugssyni hjá Feyenoord. getty/VI Images Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, sagði skemmtilega sögu af knattspyrnustjóra PSV Eindhoven í Meistaradeildarmörkunum. PSV gerði 1-1 jafntefli við Lens á útivelli í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í gær. Johan Bakayoko kom hollensku bikarmeisturunum yfir á 54. mínútu en Elye Wahi jafnaði fyrir Frakkana tólf mínútum síðar og þar við sat. Knattspyrnustjóri PSV er Peter Bosz sem Arnar þekkir frá því þeir léku saman með Feyenoord. Arnar rifjaði upp eftirminnileg samskipti sín við Bosz frá því fyrir þrjátíu árum í Meistaradeildarmörkunum. „Hann var eldri leikmaður hjá Feyenoord þegar við Bjarki komum þangað. Hann var einn af þeim fáu sem gaf sig á tal við yngri leikmenn og bauð okkur heim til sín einu sinni og gaf okkur að borða. Hann hringdi líka í Adidas umboðið og við fengum samning hjá Adidas. Alveg geggjað og við bestu vinir Peters Bosz,“ sagði Arnar. „Svo var æfing daginn eftir. Við heilsuðumst og svo byrjaði æfingin, ungir gegn gömlum. Hann straujaði mig í fyrstu tæklingu. Lærdómurinn af þessari sögu er að alvara og gaman og hann greindi þar á milli. Við héldum að hann væri besti vinur okkar en hann var bara að kenna okkur lexíu. Geggjaður náungi.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Peter Bosz Bosz, sem var öflugur miðjumaður á sínum tíma, lék með Feyenoord á árunum 1991-96 og varð hollenskur meistari með liðinu 1993 og bikarmeistari 1992, 1994 og 1995. Hinn 59 ára Bosz tók við PSV í sumar. Liðið hefur unnið þrettán af sautján leikjum undir hans stjórn, gert þrjú jafntefli og aðeins tapað einum leik, gegn Arsenal í Meistaradeildinni. Innslagið úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Hollenski boltinn Tengdar fréttir Arnar Gunnlaugs: Blekking að halda allt sé í himnalagi hjá Man. United Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslandsmeistara Víkings, er líka harður stuðningsmaður Manchester United og hann hefur áhyggjur af sínu liði eftir byrjunina á tímabilinu. 25. október 2023 13:31 Aðstoðarlandsliðsþjálfarinn hefði viljað sjá Orra taka vítið Orri Steinn Óskarsson er að fá stærra og stærra hlutverk hjá FCK en Jóhannes Karl Guðjónsson vill sjá hann fá meiri spilatíma því að hann sé í raun eina alvöru nía liðsins sem er ekki alltaf meidd. 25. október 2023 09:01 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Sjá meira
PSV gerði 1-1 jafntefli við Lens á útivelli í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í gær. Johan Bakayoko kom hollensku bikarmeisturunum yfir á 54. mínútu en Elye Wahi jafnaði fyrir Frakkana tólf mínútum síðar og þar við sat. Knattspyrnustjóri PSV er Peter Bosz sem Arnar þekkir frá því þeir léku saman með Feyenoord. Arnar rifjaði upp eftirminnileg samskipti sín við Bosz frá því fyrir þrjátíu árum í Meistaradeildarmörkunum. „Hann var eldri leikmaður hjá Feyenoord þegar við Bjarki komum þangað. Hann var einn af þeim fáu sem gaf sig á tal við yngri leikmenn og bauð okkur heim til sín einu sinni og gaf okkur að borða. Hann hringdi líka í Adidas umboðið og við fengum samning hjá Adidas. Alveg geggjað og við bestu vinir Peters Bosz,“ sagði Arnar. „Svo var æfing daginn eftir. Við heilsuðumst og svo byrjaði æfingin, ungir gegn gömlum. Hann straujaði mig í fyrstu tæklingu. Lærdómurinn af þessari sögu er að alvara og gaman og hann greindi þar á milli. Við héldum að hann væri besti vinur okkar en hann var bara að kenna okkur lexíu. Geggjaður náungi.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Peter Bosz Bosz, sem var öflugur miðjumaður á sínum tíma, lék með Feyenoord á árunum 1991-96 og varð hollenskur meistari með liðinu 1993 og bikarmeistari 1992, 1994 og 1995. Hinn 59 ára Bosz tók við PSV í sumar. Liðið hefur unnið þrettán af sautján leikjum undir hans stjórn, gert þrjú jafntefli og aðeins tapað einum leik, gegn Arsenal í Meistaradeildinni. Innslagið úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Hollenski boltinn Tengdar fréttir Arnar Gunnlaugs: Blekking að halda allt sé í himnalagi hjá Man. United Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslandsmeistara Víkings, er líka harður stuðningsmaður Manchester United og hann hefur áhyggjur af sínu liði eftir byrjunina á tímabilinu. 25. október 2023 13:31 Aðstoðarlandsliðsþjálfarinn hefði viljað sjá Orra taka vítið Orri Steinn Óskarsson er að fá stærra og stærra hlutverk hjá FCK en Jóhannes Karl Guðjónsson vill sjá hann fá meiri spilatíma því að hann sé í raun eina alvöru nía liðsins sem er ekki alltaf meidd. 25. október 2023 09:01 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Sjá meira
Arnar Gunnlaugs: Blekking að halda allt sé í himnalagi hjá Man. United Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslandsmeistara Víkings, er líka harður stuðningsmaður Manchester United og hann hefur áhyggjur af sínu liði eftir byrjunina á tímabilinu. 25. október 2023 13:31
Aðstoðarlandsliðsþjálfarinn hefði viljað sjá Orra taka vítið Orri Steinn Óskarsson er að fá stærra og stærra hlutverk hjá FCK en Jóhannes Karl Guðjónsson vill sjá hann fá meiri spilatíma því að hann sé í raun eina alvöru nía liðsins sem er ekki alltaf meidd. 25. október 2023 09:01