Sadio Mané kaupir fótboltafélag og borgarstjórinn er sáttur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2023 13:32 Sadio Mane þarf að gera mikið fyrir nýja félagið sitt ef að það ætlar að komast upp úr frönsku D-deildinni. EPA-EFE/ANNA SZILAGYI Senegalski landsliðsframherjinn Sadio Mané gerir meira en um að dreyma um það að eignast fótboltafélag því hann er að láta drauminn rætast meðan hann er enn að spila. Hinn 31 árs gamli Mané spilar nú með Al Nassr í Sádí Arabíu en lék áður með Bayern München og Liverpool. Franskir fjölmiðlar segja frá því að Mané sé að ganga frá kaupum á franska fjórðu deildarfélaginu Bourges Foot 18. Cheikh Sylla : « On vise la Ligue 2 pour 2030 »Le président du Bourges Foot 18, dont Sadio Mané va prendre les commandes, se félicite du « changement de dimension » de son club https://t.co/evjRMxQQUS pic.twitter.com/LZTwDwk9wK— L'ÉQUIPE (@lequipe) October 25, 2023 Mané hafði hjálpað félaginu síðasta sumar og látið það fá pening til að geta fengið til sín leikmenn en nú er hann samkvæmt þessum upplýsingum að verða formlegur og staðfestur eigandi í félaginu. Borgarstjórinn Yann Galut hefur lýst yfir ánægju sinni með fréttirnar. Bourges er 64 þúsund manna borg en stolt borgarinnar hingað til hefur verið kvennakörfuboltaliðið CJM Bourges Basket sem er margfaldur franskur meistari og hefur unnið Euroleague þrisvar sinnum. Cheikh Sylla, forseti Bourges Foot 18, spilaði stórt hlutverk í því að fá Mané inn og hann mun halda sæti sínu sem forseti félagsins. Bourges Foot 18 er staðsett 250 kílómetra suður af París eða í miðju landinu. Félagið hefur aldrei komist ofar en í frönsku b-deildina. Liðið situr eins og er næst neðst í B-riðli Championnat National deildarinnar sem D-deildin í Frakklandi. Mané fór til Arabíu eftir vonbrigðartímabil hjá Bayern en hann átti mögnuð ár hjá Liverpool þar sem hann vann meðal annars sex titla þar á meðal Meistaradeildina 2019 og ensku úrvalsdeildina 2020. OFFICIEL : Sadio Mané est devenu le propriétaire de Bourges Foot 18, un club de National 2 ! L'annonce officielle a été faite lors d'une conférence de presse ce matin. pic.twitter.com/qn5aR9Jcen— (@JoueursSN) October 25, 2023 Franski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Hinn 31 árs gamli Mané spilar nú með Al Nassr í Sádí Arabíu en lék áður með Bayern München og Liverpool. Franskir fjölmiðlar segja frá því að Mané sé að ganga frá kaupum á franska fjórðu deildarfélaginu Bourges Foot 18. Cheikh Sylla : « On vise la Ligue 2 pour 2030 »Le président du Bourges Foot 18, dont Sadio Mané va prendre les commandes, se félicite du « changement de dimension » de son club https://t.co/evjRMxQQUS pic.twitter.com/LZTwDwk9wK— L'ÉQUIPE (@lequipe) October 25, 2023 Mané hafði hjálpað félaginu síðasta sumar og látið það fá pening til að geta fengið til sín leikmenn en nú er hann samkvæmt þessum upplýsingum að verða formlegur og staðfestur eigandi í félaginu. Borgarstjórinn Yann Galut hefur lýst yfir ánægju sinni með fréttirnar. Bourges er 64 þúsund manna borg en stolt borgarinnar hingað til hefur verið kvennakörfuboltaliðið CJM Bourges Basket sem er margfaldur franskur meistari og hefur unnið Euroleague þrisvar sinnum. Cheikh Sylla, forseti Bourges Foot 18, spilaði stórt hlutverk í því að fá Mané inn og hann mun halda sæti sínu sem forseti félagsins. Bourges Foot 18 er staðsett 250 kílómetra suður af París eða í miðju landinu. Félagið hefur aldrei komist ofar en í frönsku b-deildina. Liðið situr eins og er næst neðst í B-riðli Championnat National deildarinnar sem D-deildin í Frakklandi. Mané fór til Arabíu eftir vonbrigðartímabil hjá Bayern en hann átti mögnuð ár hjá Liverpool þar sem hann vann meðal annars sex titla þar á meðal Meistaradeildina 2019 og ensku úrvalsdeildina 2020. OFFICIEL : Sadio Mané est devenu le propriétaire de Bourges Foot 18, un club de National 2 ! L'annonce officielle a été faite lors d'une conférence de presse ce matin. pic.twitter.com/qn5aR9Jcen— (@JoueursSN) October 25, 2023
Franski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira