Leit stendur enn yfir að byssumanninum í Maine Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. október 2023 08:29 Lögregla leitaði Card í alla nótt. AP Photo/Steven Senne Mannsins, sem skaut átján til bana og særði þrettán í Lewiston á miðvikudagskvöld, er enn leitað. Lögregla leitaði hús úr húsi í heimabæ mannsins í gærkvöldi. Maðurinn sem grunaður er um skotárásina heitir Robert Card, er fertugur og sagður eiga við geðrænan vanda að stríða. Lögregla segir Card hafa lagst inn á geðdeild í tvær vikur í sumar. Hann starfar sem liðþjálfi í varaliðabúðum bandaríska hersins í Maine. Í gærkvöldi sat lögregla um hús fjölskyldu Cards í bænum Bowdoin, sem er næsti bær við Lewiston, í meira en tvær klukkustundir. Fulltrúar Alríkislögreglunnar FBI kölluðu í gjallarhorn að Card ætti að ganga út með hendur fyrir ofan höfuð en hvorki hann né nokkur annar reyndist inni á heimilinu. Kvöldið sem hann framdi skotárásina var leið hans frá árásarstað rakin til bæjarins Lisbon, um ellefu kílómetra í suðaustur átt. Þar fann lögreglan hvítan jeppling sem Card var talinn hafa notað til að flýja. Bílnum hafði verið lagt við bryggju í ánni Androscoggin. Lögreglu grunar að Card hafi skilið jeppann eftir og siglt áfram á einum þriggja báta í hans eigu. Skotvopnalöggjöfin í Maine er lítil sem engin og talið er að um helmingur fullorðinna búi á heimilum þar sem finna má skotvopn. Fólk þarf hvorki leyfi til að kaupa né ganga með skotvopn í ríkinu. Þá gilda þar ekki svokölluð „rauðra-flagga“ lög (e. red flag laws) eins og í sumum öðrum ríkjum, sem gera lögreglu kleift að taka skotvopn af fólki tímabundið ef það er talið hættulegt sér eða samfélaginu. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Leit að byssumanni í Maine ekki enn borið árangur Lögreglan í Maine leitar enn mannsins sem skaut 18 til bana í gærkvöldi í Lewiston. Leitarsvæðið er um 1.800 ferkílómetrar. Sá grunaði er fyrrverandi hermaður og er þjálfaður í notkun skotvopna. Þingmaður hefur kallað eftir banni á sjálfvirkum vopnum eins og Card notaði í gær. 26. október 2023 23:02 Íbúum í Lewiston og nærliggjandi bæjum sagt að halda sig inni við Hundruð lögreglumanna leita nú Robert Card, 40 ára, sem er grunaður um að hafa orðið að minnsta kosti sextán að bana í tveimur skotárásum í borginni Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. 26. október 2023 12:32 Allt að 22 sagðir látnir eftir skotárás í Maine Að minnsta kosti sextán eru látnir og fleiri særðir eftir skotárásir í keilusal og bar í Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. Svo virðist sem um tvær árásir sé að ræða af höndum sama einstaklingsins. 26. október 2023 07:31 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Maðurinn sem grunaður er um skotárásina heitir Robert Card, er fertugur og sagður eiga við geðrænan vanda að stríða. Lögregla segir Card hafa lagst inn á geðdeild í tvær vikur í sumar. Hann starfar sem liðþjálfi í varaliðabúðum bandaríska hersins í Maine. Í gærkvöldi sat lögregla um hús fjölskyldu Cards í bænum Bowdoin, sem er næsti bær við Lewiston, í meira en tvær klukkustundir. Fulltrúar Alríkislögreglunnar FBI kölluðu í gjallarhorn að Card ætti að ganga út með hendur fyrir ofan höfuð en hvorki hann né nokkur annar reyndist inni á heimilinu. Kvöldið sem hann framdi skotárásina var leið hans frá árásarstað rakin til bæjarins Lisbon, um ellefu kílómetra í suðaustur átt. Þar fann lögreglan hvítan jeppling sem Card var talinn hafa notað til að flýja. Bílnum hafði verið lagt við bryggju í ánni Androscoggin. Lögreglu grunar að Card hafi skilið jeppann eftir og siglt áfram á einum þriggja báta í hans eigu. Skotvopnalöggjöfin í Maine er lítil sem engin og talið er að um helmingur fullorðinna búi á heimilum þar sem finna má skotvopn. Fólk þarf hvorki leyfi til að kaupa né ganga með skotvopn í ríkinu. Þá gilda þar ekki svokölluð „rauðra-flagga“ lög (e. red flag laws) eins og í sumum öðrum ríkjum, sem gera lögreglu kleift að taka skotvopn af fólki tímabundið ef það er talið hættulegt sér eða samfélaginu.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Leit að byssumanni í Maine ekki enn borið árangur Lögreglan í Maine leitar enn mannsins sem skaut 18 til bana í gærkvöldi í Lewiston. Leitarsvæðið er um 1.800 ferkílómetrar. Sá grunaði er fyrrverandi hermaður og er þjálfaður í notkun skotvopna. Þingmaður hefur kallað eftir banni á sjálfvirkum vopnum eins og Card notaði í gær. 26. október 2023 23:02 Íbúum í Lewiston og nærliggjandi bæjum sagt að halda sig inni við Hundruð lögreglumanna leita nú Robert Card, 40 ára, sem er grunaður um að hafa orðið að minnsta kosti sextán að bana í tveimur skotárásum í borginni Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. 26. október 2023 12:32 Allt að 22 sagðir látnir eftir skotárás í Maine Að minnsta kosti sextán eru látnir og fleiri særðir eftir skotárásir í keilusal og bar í Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. Svo virðist sem um tvær árásir sé að ræða af höndum sama einstaklingsins. 26. október 2023 07:31 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Leit að byssumanni í Maine ekki enn borið árangur Lögreglan í Maine leitar enn mannsins sem skaut 18 til bana í gærkvöldi í Lewiston. Leitarsvæðið er um 1.800 ferkílómetrar. Sá grunaði er fyrrverandi hermaður og er þjálfaður í notkun skotvopna. Þingmaður hefur kallað eftir banni á sjálfvirkum vopnum eins og Card notaði í gær. 26. október 2023 23:02
Íbúum í Lewiston og nærliggjandi bæjum sagt að halda sig inni við Hundruð lögreglumanna leita nú Robert Card, 40 ára, sem er grunaður um að hafa orðið að minnsta kosti sextán að bana í tveimur skotárásum í borginni Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. 26. október 2023 12:32
Allt að 22 sagðir látnir eftir skotárás í Maine Að minnsta kosti sextán eru látnir og fleiri særðir eftir skotárásir í keilusal og bar í Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. Svo virðist sem um tvær árásir sé að ræða af höndum sama einstaklingsins. 26. október 2023 07:31