Alvarlegri og þyngri vinnumansalsmál en áður Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. október 2023 13:00 Saga Kjartansdóttir verkefnastjóri vinnustaðaeftirlits hjá ASÍ segir sífellt alvarlegri mál koma upp hér á landi þar sem grunur sé um vinnumansal. Vísir/Vilhelm Alvarlegri vinnumansalsmál eru að koma upp nú en áður hjá aðildarfélögum ASÍ. Verkefnastjóri segir þrjú fyrirtæki hafa verið tilkynnt til lögreglu á síðasta ári þar sem grunur sé um vinnumansal, það stefni í að málin verði mun fleiri í ár. Lögreglan hefur lagt fram kæru í nokkrum málum á þessu ári. Saga Kjartansdóttir verkefnisstjóri vinnustaðaeftirlits hjá ASÍ segir sífellt alvarlegri mál koma upp hér á landi þar sem grunur sé um vinnumansal. Það er í samræmi við niðurstöðu nýrrar evrópskrar úttektar þar sem íslensk stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir lélegan árangur í mansalsmálum. Þá kom fram í fréttum í gær að lögreglan og Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, finna fyrir mikilli fjölgun slíkra mála. „Öll stéttarfélögin finna fyrir því að alvarlegum hagnýtingarmálum er að fjölga. Birtingarmyndin er sjaldnast þannig að fólk tilkynni sjálft um vinnumansal heldur hefur samband út af einhverju öðru og svo kemur í ljós þegar nánar er skoðað að þetta er meira en venjulegt kjaramál,“ segir Saga. Hún segir að ASÍ hafi tilkynnt nokkur fyrirtæki til lögreglu á síðasta ári. „Við sendum tilkynningar um þrjú fyrirtæki á síðasta ári sem vörðuðu marga einstaklinga. Þá voru þau í veitingaþjónustu og hótelrekstri og við höfum líka séð mál í byggingariðnaði. Það má búast við að tilkynningarnar verði enn fleiri í ár því málunum fjölgar jafnt og þétt,“ segir Saga. Nokkur fyrirtæki hafa verið kærð Hún segir að nokkur mál hafi leitt til kæru. „Ég veit til þess að lögreglan er að rannsaka nokkur mál er varða vinnumansal og nokkur þeirra hafa leitt til kæru,“ segir Saga. Grunur geti vaknað ef myndavélar fylgist með störfum fólks Hún segir ekki nóg að horfa á launaseðilinn til að koma auga á vinnumansal. „ Vísbendingar um að mansal sé í gangi geta verið margvíslegar. Við horfum til ýmissa þátta eins og þegar yfirmenn standa yfir starfsfólki við eftirlit á vinnustað, ef það eru margar myndavélar sem fylgjast með störfum fólks, ef fólk sefur á vinnustaðnum og vinnutíminn er óeðlilega langur,“ segir Saga. Teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð hvatti til vitundarvakningu í málaflokknum í fréttum okkar í gær. Saga er á sama máli. Við hvetjum almenning til að vera með augun opin fyrir þessum vanda. Það er hægt að senda okkur ábendingu á vefsíðuna okkar sem heitir Labour.is,“ segir Saga að lokum. Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Stéttarfélög Kjaramál Lögreglan Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira
Saga Kjartansdóttir verkefnisstjóri vinnustaðaeftirlits hjá ASÍ segir sífellt alvarlegri mál koma upp hér á landi þar sem grunur sé um vinnumansal. Það er í samræmi við niðurstöðu nýrrar evrópskrar úttektar þar sem íslensk stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir lélegan árangur í mansalsmálum. Þá kom fram í fréttum í gær að lögreglan og Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, finna fyrir mikilli fjölgun slíkra mála. „Öll stéttarfélögin finna fyrir því að alvarlegum hagnýtingarmálum er að fjölga. Birtingarmyndin er sjaldnast þannig að fólk tilkynni sjálft um vinnumansal heldur hefur samband út af einhverju öðru og svo kemur í ljós þegar nánar er skoðað að þetta er meira en venjulegt kjaramál,“ segir Saga. Hún segir að ASÍ hafi tilkynnt nokkur fyrirtæki til lögreglu á síðasta ári. „Við sendum tilkynningar um þrjú fyrirtæki á síðasta ári sem vörðuðu marga einstaklinga. Þá voru þau í veitingaþjónustu og hótelrekstri og við höfum líka séð mál í byggingariðnaði. Það má búast við að tilkynningarnar verði enn fleiri í ár því málunum fjölgar jafnt og þétt,“ segir Saga. Nokkur fyrirtæki hafa verið kærð Hún segir að nokkur mál hafi leitt til kæru. „Ég veit til þess að lögreglan er að rannsaka nokkur mál er varða vinnumansal og nokkur þeirra hafa leitt til kæru,“ segir Saga. Grunur geti vaknað ef myndavélar fylgist með störfum fólks Hún segir ekki nóg að horfa á launaseðilinn til að koma auga á vinnumansal. „ Vísbendingar um að mansal sé í gangi geta verið margvíslegar. Við horfum til ýmissa þátta eins og þegar yfirmenn standa yfir starfsfólki við eftirlit á vinnustað, ef það eru margar myndavélar sem fylgjast með störfum fólks, ef fólk sefur á vinnustaðnum og vinnutíminn er óeðlilega langur,“ segir Saga. Teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð hvatti til vitundarvakningu í málaflokknum í fréttum okkar í gær. Saga er á sama máli. Við hvetjum almenning til að vera með augun opin fyrir þessum vanda. Það er hægt að senda okkur ábendingu á vefsíðuna okkar sem heitir Labour.is,“ segir Saga að lokum.
Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Stéttarfélög Kjaramál Lögreglan Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira