„Svo þegar þeir fara að dæma þá koma einhverjir algjörlega út úr hött dómar“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. október 2023 13:01 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var harðorður í viðtali eftir leik liðsins gegn Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta síðastliðinn fimmtudag. Teitur Örlygsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, var sammála ummælum Viðars um dómara leiksins. „Það var þungaviktarviðtal við Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfara Hattar eftir þennan leik. Hann var ekki sáttur - bara mjög ósáttur,“ sagði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi Körfuboltakvölds, áður en viðtalið við Viðar var sýnt. Viðar var afar ósáttur við dómara leiksins og lét óánægju sína í ljós. Hann talaði meðal annars um að sami dómarinn í dómaratríóinu bæri ábyrgð á öllum vafadómum leiksins. „Í þessari deild eru þrusulið og þrusuleikir. Síðan er það sami gæinn í dómaratríóinu sem á alla vafadómana. Hann labbar að manni og hótar frekar tæknivillum en tala við menn. Ég veit alveg að ég get verið aggressífur út í dómarana og talað hátt. En ég set miklar kröfur á mig og mitt lið. Önnur lið gera það líka. Þetta verður að laga til að standardinn haldi áfram að rísa í deildinni. Þessi frammistaða var óviðunandi,“ sagði Viðar meðal annars eftir leik. Skilja pirring Viðars Þeir félagar í Körfuboltakvöldi, Stefán Árni, Teitur Örlygsson og Ómar Örn Sævarsson, ræddu um viðtalið í kjölfarið og þeir Teitur og Ómar segjast að einhverju leyti skilja pirring Viðars. „Ég veit nákvæmlega hvert hann er að fara og ég er að mörgu leyti bara mjög sammála honum,“ sagði Teitur. „Körfuboltinn er orðinn ofboðslega góður og ég ætla ekkert að segja að dómararnir séu ekki að reyna að halda í við það, mér finnst dómgæslan búin að skána. En það er samt sem áður fullt af dómurum í deildinni sem eru greinilega að æfa sig mjög mikið því það eru allir komnir með alveg hárréttar hreyfingar og standa á hárréttum stöðum og líta rosalega vel út, en svo þegar þeir fara að dæma þá grípur maður oft utan um hausinn og það koma einhverjir algjörlega út úr hött dómar,“ sagði Teitur meðal annars, en innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Viðtalið við Viðar og umræða Subway-deild karla Höttur Körfuboltakvöld Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Sjá meira
„Það var þungaviktarviðtal við Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfara Hattar eftir þennan leik. Hann var ekki sáttur - bara mjög ósáttur,“ sagði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi Körfuboltakvölds, áður en viðtalið við Viðar var sýnt. Viðar var afar ósáttur við dómara leiksins og lét óánægju sína í ljós. Hann talaði meðal annars um að sami dómarinn í dómaratríóinu bæri ábyrgð á öllum vafadómum leiksins. „Í þessari deild eru þrusulið og þrusuleikir. Síðan er það sami gæinn í dómaratríóinu sem á alla vafadómana. Hann labbar að manni og hótar frekar tæknivillum en tala við menn. Ég veit alveg að ég get verið aggressífur út í dómarana og talað hátt. En ég set miklar kröfur á mig og mitt lið. Önnur lið gera það líka. Þetta verður að laga til að standardinn haldi áfram að rísa í deildinni. Þessi frammistaða var óviðunandi,“ sagði Viðar meðal annars eftir leik. Skilja pirring Viðars Þeir félagar í Körfuboltakvöldi, Stefán Árni, Teitur Örlygsson og Ómar Örn Sævarsson, ræddu um viðtalið í kjölfarið og þeir Teitur og Ómar segjast að einhverju leyti skilja pirring Viðars. „Ég veit nákvæmlega hvert hann er að fara og ég er að mörgu leyti bara mjög sammála honum,“ sagði Teitur. „Körfuboltinn er orðinn ofboðslega góður og ég ætla ekkert að segja að dómararnir séu ekki að reyna að halda í við það, mér finnst dómgæslan búin að skána. En það er samt sem áður fullt af dómurum í deildinni sem eru greinilega að æfa sig mjög mikið því það eru allir komnir með alveg hárréttar hreyfingar og standa á hárréttum stöðum og líta rosalega vel út, en svo þegar þeir fara að dæma þá grípur maður oft utan um hausinn og það koma einhverjir algjörlega út úr hött dómar,“ sagði Teitur meðal annars, en innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Viðtalið við Viðar og umræða
Subway-deild karla Höttur Körfuboltakvöld Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti