Flóttamannastraumur vekur harðar deilur Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 29. október 2023 17:01 Hópur flóttamanna kemur á land á eyjunni Fuerteventura eftir að hafa verið bjargað úr báti á hafi úti. Að meðaltali koma 100 börn á dag til Kanaríeyja í hópi flóttamannanna. Getty Images Um 10.000 flóttamenn hafa komið til Kanaríeyja í þessum mánuði og hefur straumur þeirra sjaldan verið eins mikill. Stjórnvöld ráðgera að dreifa fólkinu um Spán við mikla andstöðu hægri flokkanna sem fyrir vikið eru sakaðir um lóðbeint kynþáttahatur. Hundruð flóttamanna koma frá Afríku til Kanaríeyja dag hvern um þessar mundir á yfirfullum skektum og gúmmíbátum svo illa búnum til siglinga að menn geta rétt gert sér í hugarlund hversu margir ná aldrei á áfangastað og hvíla nú á hafsbotni. Stjórnvöld eru örmagna Stjórnvöld á Kanaríeyjum eru nánast örmagna, segjast engan veginn ráða við vandann, enda sé vandinn ekki bara þeirra, hann sé líka vandamál spænskra stjórnvalda og í raun vandi allrar Evrópu. Kanaríeyjar séu í raun bara forstofan, þetta sé einungis fyrsti viðkomustaður þessa fólks í leit sinni að mannsæmandi lífi. Flóttamenn koma að landi á Tenerife á Kanaríeyjum.Andreas Jütte/Getty Images) Þúsundir flóttamanna fluttar upp á meginlandið Spænsk stjórnvöld gripu til þess ráðs í vikunni að flytja nokkur þúsund flóttamenn frá Kanaríeyjum upp á meginlandið; til Granada, Málaga, Madrid, Cartagena og fleiri borga. Þau ráðgera að flytja um 6.000 manns upp á meginlandið á næstu dögum. Stjórnarandstaðan hefur brugðist hart við, Isabel Ayuso, forseti Madrid og einn af leiðtogum Lýðflokksins, segir að hér sé um hreina og klára innrás að ræða, það sé verið að planta óvelkomnum kippum af fólki um allt landið. Alberto Núñez Feijóo, forseti Lýðflokksins, segir aðgerðir stjórnvalda handahófskenndar; fólkið sé sent hingað og þangað um Spán þar sem það sé nánast skilið eftir umkomulaust á strætisvagnastöðvum. Santiago Abascal, leiðtogi öfgahægriflokksins VOX hefur krafist þess að herinn verði kallaður til og sjái hreinlega til þess að þetta fólk nái aldrei landi og verði gert afturreka til Afríku. Sakar stjórnarandstöðuna um kynþáttahatur José Luis Escrivá, aðlögunar- og innflytjendaráðherra Spánar, sakar stjórnarandstöðuna um tækifærismennsku og kynþáttahatur sem ætlað sé að kynda undir hatur og óvild í garð flóttafólksins. Hann bendir á að fyrir tveimur árum hafi Spánn tekið á móti tæplega 200.000 flóttamönnum frá Úkraínu. Þeim hafi verið dreift um allan Spán, enginn hafi mótmælt þeim mikla fjölda og að það hafi gengið ljómandi vel fyrir sig. Spánn Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Hundruð flóttamanna koma frá Afríku til Kanaríeyja dag hvern um þessar mundir á yfirfullum skektum og gúmmíbátum svo illa búnum til siglinga að menn geta rétt gert sér í hugarlund hversu margir ná aldrei á áfangastað og hvíla nú á hafsbotni. Stjórnvöld eru örmagna Stjórnvöld á Kanaríeyjum eru nánast örmagna, segjast engan veginn ráða við vandann, enda sé vandinn ekki bara þeirra, hann sé líka vandamál spænskra stjórnvalda og í raun vandi allrar Evrópu. Kanaríeyjar séu í raun bara forstofan, þetta sé einungis fyrsti viðkomustaður þessa fólks í leit sinni að mannsæmandi lífi. Flóttamenn koma að landi á Tenerife á Kanaríeyjum.Andreas Jütte/Getty Images) Þúsundir flóttamanna fluttar upp á meginlandið Spænsk stjórnvöld gripu til þess ráðs í vikunni að flytja nokkur þúsund flóttamenn frá Kanaríeyjum upp á meginlandið; til Granada, Málaga, Madrid, Cartagena og fleiri borga. Þau ráðgera að flytja um 6.000 manns upp á meginlandið á næstu dögum. Stjórnarandstaðan hefur brugðist hart við, Isabel Ayuso, forseti Madrid og einn af leiðtogum Lýðflokksins, segir að hér sé um hreina og klára innrás að ræða, það sé verið að planta óvelkomnum kippum af fólki um allt landið. Alberto Núñez Feijóo, forseti Lýðflokksins, segir aðgerðir stjórnvalda handahófskenndar; fólkið sé sent hingað og þangað um Spán þar sem það sé nánast skilið eftir umkomulaust á strætisvagnastöðvum. Santiago Abascal, leiðtogi öfgahægriflokksins VOX hefur krafist þess að herinn verði kallaður til og sjái hreinlega til þess að þetta fólk nái aldrei landi og verði gert afturreka til Afríku. Sakar stjórnarandstöðuna um kynþáttahatur José Luis Escrivá, aðlögunar- og innflytjendaráðherra Spánar, sakar stjórnarandstöðuna um tækifærismennsku og kynþáttahatur sem ætlað sé að kynda undir hatur og óvild í garð flóttafólksins. Hann bendir á að fyrir tveimur árum hafi Spánn tekið á móti tæplega 200.000 flóttamönnum frá Úkraínu. Þeim hafi verið dreift um allan Spán, enginn hafi mótmælt þeim mikla fjölda og að það hafi gengið ljómandi vel fyrir sig.
Spánn Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent