„Auðvitað er pressa, eftirvænting og spenna yfir því hver tekur við þessu starfi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2023 07:00 Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR. Stöð 2 Gregg Ryder var í fyrradag ráðinn þjálfari karlaliðs KR í knattspyrnu. Hann skrifaði undir þriggja ára samning og er Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar, ánægður með þá lendingu sem málið fékk. Hann segir KR aldrei hafa verið undir pressu að ráða inn nýjan þjálfara eftir að ákveðið var að framlengja ekki við Rúnar Kristnsson. „Fyrst og fremst léttir að því sé lokið. Búið að vera langt og strangt ferli. Þó ekkert lengra en við lögðum upp með í upphafi í ljósi hvaða mánuður er og á hvaða tímabili, það er langt í fyrsta leik þannig við tókum þá ákvörðun að gefa okkur tíma. Ræða við nokkra aðila, gefa mönnum færi á að kynna sína hugsjón og hvernig ætti að koma KR í fremstu röð, í sjálfum sér gáfum við okkur allan þann tíma sem við þurftum,“ sagði Páll í viðtali við Vísi og Stöð 2. „Auðvitað er pressa, eftirvænting og spenna yfir því hver tekur við þessu starfi. Þannig á það að vera en við vorum ekki undir pressu. Að KR hafi verið í umræðunni kemur svo sem ekki á óvart en við gáfum okkur bara þann tíma sem til þurfti og erum sátt með þá endingu sem málið fékk.“ Klippa: Páll Kristjánsson: Auðvitað er pressa, eftirvænting og spenna yfir því hver tekur við þessu starfi Af hverju Gregg Ryder? „Hann rataði snemma á listann hjá okkur ásamt nokkrum aðilum sem við funduðum með. Hann er ungur að árum en þó með gríðarlega reynslu sem þjálfari. Þjálfað á Íslandi í einhver tíu ár og svo hefur hann verið í flottu starfi í Danmörku. Hann var alltaf á radarnum hjá okkur.“ „Geri mér grein fyrir að hann var ekki mikið í umræðunni hér á landi. Prófíllinn sem hann hefur, hans sýn, metnaður og þekking á leiknum - fyrir öll þau meðmæli sem hann fékk þá fannst okkur Gregg kjörinn kostur í þetta starf.“ „Hann er metnaðarfullur, vel menntaður þjálfari, hefur gefið af sér gott orð að vinna með ungum leikmönnum, hann spilar jákvæðan fótbolta – skemmtilegan fótbolta. Þeir sem hafa starfað með honum í gegnum tíðina, hér á landi eða erlendis, báru honum góða sögu. Við ræddum við hann, lögðum fyrir hann ákveðnar spurningar, hvar hann sæi KR fyrir sér eftir eitt, tvö og þrjú ár. Hvaða leiðir hann hygðist fara og það hljómaði vel, vorum samstíga hvað varðar sýn á leikinn. Okkur fannst hann smellpassa sem þjálfari meistaraflokks karla.“ Viðtalið við Pál má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Þar fer Páll yfir hvað hann vill sjá gerast, stöðuna á Ole Martin Nesselquist – aðstoðarþjálfara og umræðuna í kringum þjálfaraleit KR. Besta deild karla KR Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
„Fyrst og fremst léttir að því sé lokið. Búið að vera langt og strangt ferli. Þó ekkert lengra en við lögðum upp með í upphafi í ljósi hvaða mánuður er og á hvaða tímabili, það er langt í fyrsta leik þannig við tókum þá ákvörðun að gefa okkur tíma. Ræða við nokkra aðila, gefa mönnum færi á að kynna sína hugsjón og hvernig ætti að koma KR í fremstu röð, í sjálfum sér gáfum við okkur allan þann tíma sem við þurftum,“ sagði Páll í viðtali við Vísi og Stöð 2. „Auðvitað er pressa, eftirvænting og spenna yfir því hver tekur við þessu starfi. Þannig á það að vera en við vorum ekki undir pressu. Að KR hafi verið í umræðunni kemur svo sem ekki á óvart en við gáfum okkur bara þann tíma sem til þurfti og erum sátt með þá endingu sem málið fékk.“ Klippa: Páll Kristjánsson: Auðvitað er pressa, eftirvænting og spenna yfir því hver tekur við þessu starfi Af hverju Gregg Ryder? „Hann rataði snemma á listann hjá okkur ásamt nokkrum aðilum sem við funduðum með. Hann er ungur að árum en þó með gríðarlega reynslu sem þjálfari. Þjálfað á Íslandi í einhver tíu ár og svo hefur hann verið í flottu starfi í Danmörku. Hann var alltaf á radarnum hjá okkur.“ „Geri mér grein fyrir að hann var ekki mikið í umræðunni hér á landi. Prófíllinn sem hann hefur, hans sýn, metnaður og þekking á leiknum - fyrir öll þau meðmæli sem hann fékk þá fannst okkur Gregg kjörinn kostur í þetta starf.“ „Hann er metnaðarfullur, vel menntaður þjálfari, hefur gefið af sér gott orð að vinna með ungum leikmönnum, hann spilar jákvæðan fótbolta – skemmtilegan fótbolta. Þeir sem hafa starfað með honum í gegnum tíðina, hér á landi eða erlendis, báru honum góða sögu. Við ræddum við hann, lögðum fyrir hann ákveðnar spurningar, hvar hann sæi KR fyrir sér eftir eitt, tvö og þrjú ár. Hvaða leiðir hann hygðist fara og það hljómaði vel, vorum samstíga hvað varðar sýn á leikinn. Okkur fannst hann smellpassa sem þjálfari meistaraflokks karla.“ Viðtalið við Pál má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Þar fer Páll yfir hvað hann vill sjá gerast, stöðuna á Ole Martin Nesselquist – aðstoðarþjálfara og umræðuna í kringum þjálfaraleit KR.
Besta deild karla KR Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira