Bjarni segir ráðuneyti Katrínar hafa átt að vita allt um málið Jakob Bjarnar skrifar 30. október 2023 12:44 Bjarni segir að forstætisráðuneytið hafi haft allar þær upplýsingar um afstöðu Íslands áður en til atkvæðagreiðslunnar kom. vísir/vilhelm Mikill urgur er vegna þess hvernig atkvæði Íslands á vettvangi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna á föstudaginn var ráðstafað. Þar kaus Ísland að sitja hjá eins og lýð má ljóst vera. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra tala sitt á hvað um samráð. Reiði hefur gosið upp og snýr hún ekki síst að stöðu Vinstri grænna og samstarfsins í ríkisstjórninni. Þingflokkur Vinstri grænna hefur mótmælt því hvernig atkvæðinu var ráðstafað og hefur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagt að hún hafi ekki verið höfð með í ráðum. Katrín segir ekkert samráð hafa verið haft við sig „Nei, það var nú ekkert samráð haft við mig. En hins vegar lá fyrir að afstaða Íslands var alveg skýr fyrir atkvæðagreiðsluna. Hún var sú að við styðjum vopnahlé af mannúðarástæðum, við teljum mjög brýnt að átökin verði stöðvuð, að það skapist líka færi til að koma hjálpargögnum og neyðarbirgðum inn á svæðið,“ sagði Katrín meðal annars. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur aðra sögu að segja. Hann var í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar nú rétt í þessu: Hvers vegna var ekki haft samráð við forsætisráðherra áður en þessi ákvörðun var tekin? „Forsætisráðuneytið hafði allar upplýsingar um það hvernig til stóð að greiða atkvæði og með hvaða áherslum við myndum greiða atkvæði hjá allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Og það var áður en atkvæðagreiðslan fór fram, áður en ræðan var flutt og það var allt í mjög hefðbundu ferli. Þar sem samráðið fer fram í gegnum alþjóða fulltrúann. Það var ekki sérstök þörf á viðbótar samráði því ég tel að við höfum einfaldlega verið að framfylgja þeirri stefnu sem við höfðum komið okkur saman um.“ Breytingartillaga Kanada setti strik í reikninginn Bjarni sagði að nauðsynlegt hafi verið að samþykkt á breytingartillögu Kanada hefði verið til staðar svo samþykkja mætti tillöguna. Kröfu um að öllum gíslum yrði sleppt lausum og það var aðalástæðan fyrir því að ekki var hægt að greiða atkvæði með tillögunni. Bjarni svaraði spuringu um ósamkomulag innan ríkisstjórnarinnar, hvort þetta gæti talist enn eitt sprekið á þann eld, með annarri spurningu: „Í hverju liggur ágreiningurinn í raun og veru?“ Bjarni sagði að sendinefndin hefði tekið undir og kallað eftir mannúðarhléi en taldi mikilvægt að áðurnefndu ákvæði, tillögu Kanada, yrði haldið til haga. Því sat Ísland hjá. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Gríðarleg reiði í garð Katrínar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á í vök að verjast eftir atkvæðagreiðslu á vettvangi Allherjarþings Sameinuðu þjóðanna á föstudaginn. 30. október 2023 10:46 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Sjá meira
Reiði hefur gosið upp og snýr hún ekki síst að stöðu Vinstri grænna og samstarfsins í ríkisstjórninni. Þingflokkur Vinstri grænna hefur mótmælt því hvernig atkvæðinu var ráðstafað og hefur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagt að hún hafi ekki verið höfð með í ráðum. Katrín segir ekkert samráð hafa verið haft við sig „Nei, það var nú ekkert samráð haft við mig. En hins vegar lá fyrir að afstaða Íslands var alveg skýr fyrir atkvæðagreiðsluna. Hún var sú að við styðjum vopnahlé af mannúðarástæðum, við teljum mjög brýnt að átökin verði stöðvuð, að það skapist líka færi til að koma hjálpargögnum og neyðarbirgðum inn á svæðið,“ sagði Katrín meðal annars. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur aðra sögu að segja. Hann var í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar nú rétt í þessu: Hvers vegna var ekki haft samráð við forsætisráðherra áður en þessi ákvörðun var tekin? „Forsætisráðuneytið hafði allar upplýsingar um það hvernig til stóð að greiða atkvæði og með hvaða áherslum við myndum greiða atkvæði hjá allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Og það var áður en atkvæðagreiðslan fór fram, áður en ræðan var flutt og það var allt í mjög hefðbundu ferli. Þar sem samráðið fer fram í gegnum alþjóða fulltrúann. Það var ekki sérstök þörf á viðbótar samráði því ég tel að við höfum einfaldlega verið að framfylgja þeirri stefnu sem við höfðum komið okkur saman um.“ Breytingartillaga Kanada setti strik í reikninginn Bjarni sagði að nauðsynlegt hafi verið að samþykkt á breytingartillögu Kanada hefði verið til staðar svo samþykkja mætti tillöguna. Kröfu um að öllum gíslum yrði sleppt lausum og það var aðalástæðan fyrir því að ekki var hægt að greiða atkvæði með tillögunni. Bjarni svaraði spuringu um ósamkomulag innan ríkisstjórnarinnar, hvort þetta gæti talist enn eitt sprekið á þann eld, með annarri spurningu: „Í hverju liggur ágreiningurinn í raun og veru?“ Bjarni sagði að sendinefndin hefði tekið undir og kallað eftir mannúðarhléi en taldi mikilvægt að áðurnefndu ákvæði, tillögu Kanada, yrði haldið til haga. Því sat Ísland hjá.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Gríðarleg reiði í garð Katrínar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á í vök að verjast eftir atkvæðagreiðslu á vettvangi Allherjarþings Sameinuðu þjóðanna á föstudaginn. 30. október 2023 10:46 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Sjá meira
Gríðarleg reiði í garð Katrínar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á í vök að verjast eftir atkvæðagreiðslu á vettvangi Allherjarþings Sameinuðu þjóðanna á föstudaginn. 30. október 2023 10:46