Okkar tilvistarlegi heimavöllur Erna Mist skrifar 31. október 2023 11:31 Síminn er ekki lengur valkvæður fylgihlutur. Hann er orðinn fimmti útlimurinn; heili númer tvö staðsettur utan líkamans. Auk þess að vera okkar helsta samskiptatól er hann nauðsynlegur lykill að samfélaginu; tæki sem við notum til að rata, borga, fylgjast með þjóðfélagsumræðunni, aflæsa bílum og auðkenna okkur. Án hans er maður félagslega fatlaður, vitneskjulega takmarkaður, úr samhengi við samfélagið og menningarlega jaðarsettur. Okkar tilvistarlegi heimavöllur liggur nú á mörkum hins stafræna og veraldlega. En þó vitund okkar hafi vélvæðst að verulegu leyti hafa skjárinn og glugginn ekki runnið saman í eitt; munurinn á því að eiga sér félagslíf og vera á samfélagsmiðlum er sambærilegur muninum á því að njóta ásta og horfa á klám; munurinn á netspjalli og samræðum í hinum þrívíða heimi er sambærilegur muninum á því að spila tölvuleik og fara út á lífið. Milli sýndarveruleikans og veruleikans er ekki stigsmunur, heldur eðlismunur - svo hvað þýðir það þegar skjátíminn eykst jafnt og þétt á kostnað tímans sem við verjum í raunheimum? Í athyglishagkerfinu sem grundvallar samtímann hefur athyglin okkar að mestu leiti verið framseld til erlendra stórfyrirtækja, og vegna þess að stjórnvöld víðast hvar í heiminum óttast afleiðingar þess að ógna tæknirisunum er ekkert regluverk til staðar sem heldur þeim frá því að arðræna okkur því dýrmætasta sem við eigum. Óbeislaðir algóritmar herja á okkur úr öllum áttum og þynna okkur út í óvirka áhorfendur. Við eyðum tímanum í að skrolla okkur ofan í hyldýpi algóritmans, og í stað þess að tengjast fólkinu í kringum okkur eyðum við athyglinni í svarthvíta málefnaágreininga sem eru ekki málefnalegir ágreiningar heldur hreinræktaður smellibeitubisness. Þegar kemur að gervigreindinni erum við svo upptekin af því hvernig tölvur séu að verða meira eins og við að við gleymum að taka með í reikninginn hinn helminginn af jöfnunni - að við séum að verða meira eins og tölvur. Gervigreindin er gagnkvæmur samruni manns og tölvu, en við erum svo upptekin af sjálfvirknivæðingu atvinnugreina að við gleymum að spyrja hve stór hluti mannsheilans sé nú þegar orðinn að fyrirsjáanlegri vél. Manstu hvað þú vissir áður en leitarvélarnar tóku innsæi þitt úr sambandi? Manstu hvernig þér leið áður en þú gúglaðir það? Manstu hvað skipti þig máli áður en fyrirsagnirnar sögðu þér það? Því um leið og maður hættir að geta svarað þessum spurningum er tölvan farin að svara fyrir mann. Höfundur er listmálari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Mist Gervigreind Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Síminn er ekki lengur valkvæður fylgihlutur. Hann er orðinn fimmti útlimurinn; heili númer tvö staðsettur utan líkamans. Auk þess að vera okkar helsta samskiptatól er hann nauðsynlegur lykill að samfélaginu; tæki sem við notum til að rata, borga, fylgjast með þjóðfélagsumræðunni, aflæsa bílum og auðkenna okkur. Án hans er maður félagslega fatlaður, vitneskjulega takmarkaður, úr samhengi við samfélagið og menningarlega jaðarsettur. Okkar tilvistarlegi heimavöllur liggur nú á mörkum hins stafræna og veraldlega. En þó vitund okkar hafi vélvæðst að verulegu leyti hafa skjárinn og glugginn ekki runnið saman í eitt; munurinn á því að eiga sér félagslíf og vera á samfélagsmiðlum er sambærilegur muninum á því að njóta ásta og horfa á klám; munurinn á netspjalli og samræðum í hinum þrívíða heimi er sambærilegur muninum á því að spila tölvuleik og fara út á lífið. Milli sýndarveruleikans og veruleikans er ekki stigsmunur, heldur eðlismunur - svo hvað þýðir það þegar skjátíminn eykst jafnt og þétt á kostnað tímans sem við verjum í raunheimum? Í athyglishagkerfinu sem grundvallar samtímann hefur athyglin okkar að mestu leiti verið framseld til erlendra stórfyrirtækja, og vegna þess að stjórnvöld víðast hvar í heiminum óttast afleiðingar þess að ógna tæknirisunum er ekkert regluverk til staðar sem heldur þeim frá því að arðræna okkur því dýrmætasta sem við eigum. Óbeislaðir algóritmar herja á okkur úr öllum áttum og þynna okkur út í óvirka áhorfendur. Við eyðum tímanum í að skrolla okkur ofan í hyldýpi algóritmans, og í stað þess að tengjast fólkinu í kringum okkur eyðum við athyglinni í svarthvíta málefnaágreininga sem eru ekki málefnalegir ágreiningar heldur hreinræktaður smellibeitubisness. Þegar kemur að gervigreindinni erum við svo upptekin af því hvernig tölvur séu að verða meira eins og við að við gleymum að taka með í reikninginn hinn helminginn af jöfnunni - að við séum að verða meira eins og tölvur. Gervigreindin er gagnkvæmur samruni manns og tölvu, en við erum svo upptekin af sjálfvirknivæðingu atvinnugreina að við gleymum að spyrja hve stór hluti mannsheilans sé nú þegar orðinn að fyrirsjáanlegri vél. Manstu hvað þú vissir áður en leitarvélarnar tóku innsæi þitt úr sambandi? Manstu hvernig þér leið áður en þú gúglaðir það? Manstu hvað skipti þig máli áður en fyrirsagnirnar sögðu þér það? Því um leið og maður hættir að geta svarað þessum spurningum er tölvan farin að svara fyrir mann. Höfundur er listmálari.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun