Bein útsending: Opnunarmálstofa Þjóðarspegilsins Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2023 14:31 Þátttakendur í opnunarmálstofu Þjóðarspegilsins. HÍ Þjóðtrú og lífsviðhorf Íslendinga, stjórnarskrárbreytingar, líðan, kulnun og tíðahvörf á vinnumarkaði, kynbundið ofbeldi, samfélagsmiðlar, hvalveiðar og dýrarvernd, frjósemi og vinnumarkaður og lífsstílshagfræði er meðal þess sem verður til umfjöllunar á hinni árlegu ráðstefnu Þjóðarspegilsins sem fram fer í Háskóla Íslands í dag og á morgun. Húsnæðismál verða í brennidepli á opnunarmálstofu ráðstefnunnar sem stendur milli klukkan 15 og 16:30 í dag og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi í spilaranum að neðan. Á vef Háskóla Íslands segir að Þjóðarspegillinn sé nú haldinn í 24. sinn en ráðstefnan hafi frá upphafi fóstrað fræðilega umræðu um það sem efst sé á baugi innan félagsvísinda á afar breiðum grunni. „Þátttakendur eru bæði fræðimenn og nemendur við Háskóla Íslands og aðra háskóla á Íslandi auk samstarfsaðila víða í íslensku samfélagi. Ráðstefna Þjóðarspegilsins hefst með opnunarmálstofu tengdri húsnæðismálum í Hátíðsal Aðalbyggingar fimmtudaginn 2. nóvember kl. 15 til 16.30. Hægt er að fylgjast með opnunarmálstofunni í beinu streymi að neðan. Stefán Hrafn Jónsson, forseti Félagsvísindasviðs, opnar ráðstefnuna og í kjölfarið mun Hulda Proppé, rannsóknastjóri sviðsins, halda erindi um mikilvægi ráðstefnu Þjóðarspegilsins fyrir samfélagið. Þá flytur Sigríður Benediktsdóttir, lektor við Viðskiptafræðideild HÍ og fræðimaður við hagfræðideild Yale-háskóla, erindið „Samspil fasteignalána, peningastefnu og fjármálastöðugleika“. Í framhaldinu verður boðið upp á pallborð um húsnæðismál þar sem Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, Kári Hólmar Ragnarsson, lektor við Lagadeild, og Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, taka þátt auk Sigríðar. Pallborðsumræðum stýrir Gylfi Magnússon, prófessor við Viðskiptafræðideild. Föstudaginn 3. nóvember verður svo boðið upp á um 200 erindi í rúmlega 40 opnum málstofum víða á háskólasvæðinu auk þess sem rannsóknir verða kynntar á veggspjöldum í Tröð, ganginum milli Háskólatorgs og Gimlis. Vísindi Húsnæðismál Háskólar Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Sjá meira
Húsnæðismál verða í brennidepli á opnunarmálstofu ráðstefnunnar sem stendur milli klukkan 15 og 16:30 í dag og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi í spilaranum að neðan. Á vef Háskóla Íslands segir að Þjóðarspegillinn sé nú haldinn í 24. sinn en ráðstefnan hafi frá upphafi fóstrað fræðilega umræðu um það sem efst sé á baugi innan félagsvísinda á afar breiðum grunni. „Þátttakendur eru bæði fræðimenn og nemendur við Háskóla Íslands og aðra háskóla á Íslandi auk samstarfsaðila víða í íslensku samfélagi. Ráðstefna Þjóðarspegilsins hefst með opnunarmálstofu tengdri húsnæðismálum í Hátíðsal Aðalbyggingar fimmtudaginn 2. nóvember kl. 15 til 16.30. Hægt er að fylgjast með opnunarmálstofunni í beinu streymi að neðan. Stefán Hrafn Jónsson, forseti Félagsvísindasviðs, opnar ráðstefnuna og í kjölfarið mun Hulda Proppé, rannsóknastjóri sviðsins, halda erindi um mikilvægi ráðstefnu Þjóðarspegilsins fyrir samfélagið. Þá flytur Sigríður Benediktsdóttir, lektor við Viðskiptafræðideild HÍ og fræðimaður við hagfræðideild Yale-háskóla, erindið „Samspil fasteignalána, peningastefnu og fjármálastöðugleika“. Í framhaldinu verður boðið upp á pallborð um húsnæðismál þar sem Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, Kári Hólmar Ragnarsson, lektor við Lagadeild, og Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, taka þátt auk Sigríðar. Pallborðsumræðum stýrir Gylfi Magnússon, prófessor við Viðskiptafræðideild. Föstudaginn 3. nóvember verður svo boðið upp á um 200 erindi í rúmlega 40 opnum málstofum víða á háskólasvæðinu auk þess sem rannsóknir verða kynntar á veggspjöldum í Tröð, ganginum milli Háskólatorgs og Gimlis.
Vísindi Húsnæðismál Háskólar Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Sjá meira