Hjallastefnan ekki innleidd á Árbæ fyrr en næsta skólaár Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. nóvember 2023 11:59 Bóas segir foreldra ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að breytingar verði á leikskólastarfinu það sem eftir lifir vetrar. árborg/af vefsíðu hjallastefnunnar „Hjallastefnan sem hugmyndafræði verður ekki innleidd fyrr en í ágúst á næsta ári, í upphafi nýs skólaárs,“ segir Bóas Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Hjallastefnunar, um yfirtökuna á leikskólanum Árbæ á Selfossi. Eins og Vísir greindi frá í morgun hafa nokkrar umræður skapast um breytinguna, ekki síst þar sem hugmyndin um Hjallastefnuleikskóla á Selfossi var upphaflega kynnt foreldrum sem viðbót við þá sex leikskóla sem Árborg á og rekur. Foreldrar gagnrýndu skort á upplýsingagjöf og að vera settir í þá stöðu að þurfa að sætta sig við breytta stefnu á leikskólanum eða taka börnin úr umhverfinu sem þau þekkja. Bóas segir umleitanir foreldra eftir auknum fjölbreytileika í leikskólamálum í Árborg ná aftur til 2007 en það hafi ekki verið fyrr en miklu seinna sem Árborg óskaði eftir samtali við Hjallastefnuna um aðkomu hennar að málum. Umræður um yfirtöku Árbæjar hafi hafist fyrr á þessu ári. Foreldrum var tilkynnt með tölvupósti í síðustu viku að Hjallastefnan tæki við rekstri leikskólans frá og með mánaðamótum en hafa ekki fengið upplýsingar um það hvort breytingin myndi strax hafa áhrif á leikskólastarfið. Bóas segir ekki svo vera; kynjaskiptingin og skólabúningarnir sem Hjallastefnan sé þekkt fyrir séu ekki á dagskrá núna. „Við erum ekki að fara þangað,“ segir Bóas. „Það verður ekki fyrr en á nýju skólaári.“ Það sem liggi fyrir sé að kynna Hjallastefnuna vel fyrir öllum sem að málinu koma. Þá sé fyrirsjáanlegt að einhverjir muni vilja færa börnin sín á leikskólann næsta haust og aðrir eftir vill að leita annað. „Nú er bara nýr leikskólastjóri að fara að kynnast hópnum og það verður enginn grundvallarbreyting á skólastarfinu, heldur kemur sú skólastýra sem kemur til með að fara fyrir innleiðingaferlinu og ætlar að kynna Hjallastefnuna fyrir starfsfólkinu og foreldrunum hægt og rólega og svara spurningum. En aðalleg bara að kynnast hópnum; starfshópnum, foreldrahópnum og börnunum auðvitað. Það verður engin stefnubreyting; Hjallastefnan sem hugmyndafræði verður ekki innleidd fyrr en í ágúst á næsta ári, í upphafi nýs skólaárs,“ segir Bóas. Breytingarnar voru kynntar starfsfólki í vikunni og segir Bóas að engar athugasemdir hafi borist. Hann segist vonast til þess að sem flestir vilji starfa áfram á leikskólanum. Fulltrúar Hjallastefnunar verða til svara á fundi sem boðað hefur verið til með foreldrum í kvöld. Árborg Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í morgun hafa nokkrar umræður skapast um breytinguna, ekki síst þar sem hugmyndin um Hjallastefnuleikskóla á Selfossi var upphaflega kynnt foreldrum sem viðbót við þá sex leikskóla sem Árborg á og rekur. Foreldrar gagnrýndu skort á upplýsingagjöf og að vera settir í þá stöðu að þurfa að sætta sig við breytta stefnu á leikskólanum eða taka börnin úr umhverfinu sem þau þekkja. Bóas segir umleitanir foreldra eftir auknum fjölbreytileika í leikskólamálum í Árborg ná aftur til 2007 en það hafi ekki verið fyrr en miklu seinna sem Árborg óskaði eftir samtali við Hjallastefnuna um aðkomu hennar að málum. Umræður um yfirtöku Árbæjar hafi hafist fyrr á þessu ári. Foreldrum var tilkynnt með tölvupósti í síðustu viku að Hjallastefnan tæki við rekstri leikskólans frá og með mánaðamótum en hafa ekki fengið upplýsingar um það hvort breytingin myndi strax hafa áhrif á leikskólastarfið. Bóas segir ekki svo vera; kynjaskiptingin og skólabúningarnir sem Hjallastefnan sé þekkt fyrir séu ekki á dagskrá núna. „Við erum ekki að fara þangað,“ segir Bóas. „Það verður ekki fyrr en á nýju skólaári.“ Það sem liggi fyrir sé að kynna Hjallastefnuna vel fyrir öllum sem að málinu koma. Þá sé fyrirsjáanlegt að einhverjir muni vilja færa börnin sín á leikskólann næsta haust og aðrir eftir vill að leita annað. „Nú er bara nýr leikskólastjóri að fara að kynnast hópnum og það verður enginn grundvallarbreyting á skólastarfinu, heldur kemur sú skólastýra sem kemur til með að fara fyrir innleiðingaferlinu og ætlar að kynna Hjallastefnuna fyrir starfsfólkinu og foreldrunum hægt og rólega og svara spurningum. En aðalleg bara að kynnast hópnum; starfshópnum, foreldrahópnum og börnunum auðvitað. Það verður engin stefnubreyting; Hjallastefnan sem hugmyndafræði verður ekki innleidd fyrr en í ágúst á næsta ári, í upphafi nýs skólaárs,“ segir Bóas. Breytingarnar voru kynntar starfsfólki í vikunni og segir Bóas að engar athugasemdir hafi borist. Hann segist vonast til þess að sem flestir vilji starfa áfram á leikskólanum. Fulltrúar Hjallastefnunar verða til svara á fundi sem boðað hefur verið til með foreldrum í kvöld.
Árborg Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira