Líttu þér nær Drífa Snædal Páll Steingrímsson skrifar 1. nóvember 2023 12:00 Það var eiginlega furðulegt að lesa grein þína Drífa undir fyrirsögninni „Hagur brotaþola ekki á blaði“ hér á Vísi en þar þykist þú vera orðin einhver sérstakur talsmaður brotaþola. Ber nú nýrra við, þú sem af öllum lagðir blessun þína yfir þau vinnubrögð blaðamanna sem nú hafa stöðu sakbornings þegar þú tókst heldur betur upp hanskann fyrir þann hóp á sínum tíma. Þá voru brotaþolar sannarlega ekki þér efst í huga, þar talaðir þú um að beita valdi og múlbinda, sem eru nákvæmlega vinnubrögð sakborninga og ofbeldismanna, þú sem sagt lagðir blessun þína yfir slík vinnubrögð og núna mætir þú og þykist vera einhver talsmaður brotaþola. Börnin mín hafa þurft að þola mikið áreiti og meðal annars áreitti einn starfsmaður sakborningsins Þórðar Snæs dóttur mína á skemmtistað ítrekað og er hún þó á engan hátt aðili að málinu. Ég hefði sætt mig við að tapa málinu frekar en að blanda börnunum mínum inn í þetta viðbjóðslega mál eins og starfsmaður Þórðar Snæs reyndi að gera, manns sem þú af öllum hefur tekið upp hanskann fyrir og varið sakborninginn Þórð Snæ og sakborningana með skrifum þínum. Í þeim pistli þínum tókst þú upp hugarfóstur blaðamanna um einhverja „skæruliðadeild“ sem er ekkert annað en hrein og beinn skáldskapur rétt eins og fjarvistarsönnun ofbeldismanna er oft á tíðum, en auðvitað étur þú upp svona þvælu því hún hentar þinni heimsmynd og að þú sért í þeirri stöðu sem þú ert í dag er til háborinnar skammar að mínu viti. En eitthvað þurfti þessi hópur blaðamanna að gera til að ná vopnum þegar ítrekað er bent á hversu léleg vinnubrögð þeirra voru. Við bendum á verk ofbeldismanna en þú ræðst að lögreglunni og réttarkerfinu með dylgjum. Þín samtök eiga að vera skjöldur allra brotaþola en hvernig á fólk að treysta þeim þegar ráðamenn eins og þú Drífa, mætið fram á ritvöllinn með dylgjur og rógburð um vinnubrögð þeirra sem rannsaka málin? Og það vegna þess að sumir geta víst ekki verið sakborningar. Muntu sjá í gegnum fingur þér í framtíðinni ef ofbeldismaður flaggar því að hafa blaðamannaskírteini? Öllu er hér snúið á hvolf. Þeir blaðamenn sem eiga hlut að máli og þú tókst upp hanskan fyrir þoldu ekki þegar flett var ofan af óvönduðum vinnubrögðum þeirra rétt eins og ofbeldismaðurinn þrætir fyrir sín verk. Þess vegna beita þeir öllum tiltækum ráðum til þess að þagga niður í þeim sem benda á að keisarinn er nakinn og þá er gott að eiga aðila eins og þig að, aðila sem er tilbúinn til að taka þátt í að beita ofbeldi til að þagga niður í einstaklingum sem þora að fara gegn þessari mafíu. Það er nefnilega líka réttur almennings að tjá sig, ekki einungis blaðamanna og að halda það að innan þeirrar stéttar séu allir heilagir er hrein og bein heimska eða mikil meðvirkni hjá þeim sem slíkt halda. Því þarna er um er að ræða aðför að fólki fyrir að leyfa sér að nýta stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsi sitt. Vegna þess varð fólk skotspónn ofsókna hóps af fjölmiðlum og fótgönguliða þess, hóps blaðamanna sem að uppistöðu virðist vera fólk með afar lágan siðferðisþröskuld, enga virðingu fyrir samfélagssáttmálanum og litla mannlega reisn. Hika ekki við að misnota andlega veikan einstakling eða aðra þá sem standa höllum fæti, málstað sínum til framdráttar. Ljúga, fara fram með dylgjur og önnur ósannindi og bera því við að þeir séu verðlaunablaðamenn og séu þar með skör hærra en aðrir þegar kemur að siðferði. Og við skulum hafa það í huga Drífa Snædal að þar sem siðferðisþröskuldur sakborningsins Þórðar Snæs og félaga er, þar er hola og þeir muna ekki hvenær þeir ljúga eða segja satt. Þú varst eins og viljalaust verkfæri í höndunum á þessum hóp. Málið er að þú ert nefnilega partur af vandamálinu, ekki lausninni Drífa Snædal. Höfundur er skipstjóri hjá Samherja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Steingrímsson Samherjaskjölin Fjölmiðlar Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Það var eiginlega furðulegt að lesa grein þína Drífa undir fyrirsögninni „Hagur brotaþola ekki á blaði“ hér á Vísi en þar þykist þú vera orðin einhver sérstakur talsmaður brotaþola. Ber nú nýrra við, þú sem af öllum lagðir blessun þína yfir þau vinnubrögð blaðamanna sem nú hafa stöðu sakbornings þegar þú tókst heldur betur upp hanskann fyrir þann hóp á sínum tíma. Þá voru brotaþolar sannarlega ekki þér efst í huga, þar talaðir þú um að beita valdi og múlbinda, sem eru nákvæmlega vinnubrögð sakborninga og ofbeldismanna, þú sem sagt lagðir blessun þína yfir slík vinnubrögð og núna mætir þú og þykist vera einhver talsmaður brotaþola. Börnin mín hafa þurft að þola mikið áreiti og meðal annars áreitti einn starfsmaður sakborningsins Þórðar Snæs dóttur mína á skemmtistað ítrekað og er hún þó á engan hátt aðili að málinu. Ég hefði sætt mig við að tapa málinu frekar en að blanda börnunum mínum inn í þetta viðbjóðslega mál eins og starfsmaður Þórðar Snæs reyndi að gera, manns sem þú af öllum hefur tekið upp hanskann fyrir og varið sakborninginn Þórð Snæ og sakborningana með skrifum þínum. Í þeim pistli þínum tókst þú upp hugarfóstur blaðamanna um einhverja „skæruliðadeild“ sem er ekkert annað en hrein og beinn skáldskapur rétt eins og fjarvistarsönnun ofbeldismanna er oft á tíðum, en auðvitað étur þú upp svona þvælu því hún hentar þinni heimsmynd og að þú sért í þeirri stöðu sem þú ert í dag er til háborinnar skammar að mínu viti. En eitthvað þurfti þessi hópur blaðamanna að gera til að ná vopnum þegar ítrekað er bent á hversu léleg vinnubrögð þeirra voru. Við bendum á verk ofbeldismanna en þú ræðst að lögreglunni og réttarkerfinu með dylgjum. Þín samtök eiga að vera skjöldur allra brotaþola en hvernig á fólk að treysta þeim þegar ráðamenn eins og þú Drífa, mætið fram á ritvöllinn með dylgjur og rógburð um vinnubrögð þeirra sem rannsaka málin? Og það vegna þess að sumir geta víst ekki verið sakborningar. Muntu sjá í gegnum fingur þér í framtíðinni ef ofbeldismaður flaggar því að hafa blaðamannaskírteini? Öllu er hér snúið á hvolf. Þeir blaðamenn sem eiga hlut að máli og þú tókst upp hanskan fyrir þoldu ekki þegar flett var ofan af óvönduðum vinnubrögðum þeirra rétt eins og ofbeldismaðurinn þrætir fyrir sín verk. Þess vegna beita þeir öllum tiltækum ráðum til þess að þagga niður í þeim sem benda á að keisarinn er nakinn og þá er gott að eiga aðila eins og þig að, aðila sem er tilbúinn til að taka þátt í að beita ofbeldi til að þagga niður í einstaklingum sem þora að fara gegn þessari mafíu. Það er nefnilega líka réttur almennings að tjá sig, ekki einungis blaðamanna og að halda það að innan þeirrar stéttar séu allir heilagir er hrein og bein heimska eða mikil meðvirkni hjá þeim sem slíkt halda. Því þarna er um er að ræða aðför að fólki fyrir að leyfa sér að nýta stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsi sitt. Vegna þess varð fólk skotspónn ofsókna hóps af fjölmiðlum og fótgönguliða þess, hóps blaðamanna sem að uppistöðu virðist vera fólk með afar lágan siðferðisþröskuld, enga virðingu fyrir samfélagssáttmálanum og litla mannlega reisn. Hika ekki við að misnota andlega veikan einstakling eða aðra þá sem standa höllum fæti, málstað sínum til framdráttar. Ljúga, fara fram með dylgjur og önnur ósannindi og bera því við að þeir séu verðlaunablaðamenn og séu þar með skör hærra en aðrir þegar kemur að siðferði. Og við skulum hafa það í huga Drífa Snædal að þar sem siðferðisþröskuldur sakborningsins Þórðar Snæs og félaga er, þar er hola og þeir muna ekki hvenær þeir ljúga eða segja satt. Þú varst eins og viljalaust verkfæri í höndunum á þessum hóp. Málið er að þú ert nefnilega partur af vandamálinu, ekki lausninni Drífa Snædal. Höfundur er skipstjóri hjá Samherja.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar