Eitraði fyrir kærastanum þegar hann erfði milljónir Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2023 11:36 Konan er sögð hafa staðið í þeirri trú að hún ætti rétt á helmingi arfs kærasta síns og varð reið þegar henni var bent á að svo var ekki. Getty Kona hefur verið ákærð í Norður-Dakóta ríki í Bandaríkjunum fyrir að myrða kærasta sinn með eitri. Sá hafði erft þrjátíu milljónir dala og ætlaði að segja henni upp. Ina Thea Kenoyer er sökuð um hafa banað Steven Edward Riley Jr., kærasta til tíu ára vegna þess að hún stóð í þeirri trú að hún myndi fá hluta peninganna. Starfsfólk í félagsþjónustu var kallað heimili þeirra þann 4. september og fann hinn 51 árs gamla Riley meðvitundarlausan. Hann lést á sjúkrahúsi degi síðar. Kenoyer, sem er 47 ára, sagði hann hafa fengið hitaslag. Krufning leiddi í ljóst að hann hafði innbyrt frostlög. Vinir Riley og ættingjar telja, samkvæmt frétt New York Times, að Kenoyer hafi eitrað fyrir honum. Á hún að hafa hótað því áður en hann dó. Rannsakendur segja parið hafa deilt vegna nýlegs arfs Rileys, eða um þrjátíu milljónir dala, eða rúma fjóra milljarða króna, og ætlaði hann hætta með Kenoyer. Vinur Kenoyer sagði lögregluþjónum að hann hefði séð hana kasta eigum Riley, daginn sem hann varð lasinn. Hún hafi sagt að Riley ætlaði að yfirgefa sig eftir að hann fengi arfinn. Saksóknarar segja að Riley hafi orðið lasinn 3. september, eftir að hann hafði hitt lögmann og tryggt sér áðurnefndan arð, og vinir hans hafi viljað að hann leitaði til læknis. Kenoyer er sögð hafa komið í veg fyrir það og staðhæft að hann hefði fengið hitaslag. Vinur Riley ætlaði svo að heimsækja hann síðar þann dag en Kenoyer á að hafa sagt honum að Riley væri hjá lækni í bænum Minot. Vinurinn kannaði það, fann Riley hvergi og fékk þau svör að hann hefði aldrei verið þar. Lögreglan segir Kenoyer hafa verið eina með Riley í minnst tólf tíma áður en hann leitaði sér læknisaðstoðar þann 4. september. Segist saklaus Héraðsmiðillinn KFYRTV segir að Kenoyer hafi komið fyrir dómara í gær. Hún hafi verið úrskurðuð í gæsluvarðhald en að hún geti gengið laus fram að réttarhöldum gegn milljón dala í tryggingu. Kenoyer sagðist saklaus. Hún sagði lögregluþjónum við yfirheyrslu að hún ætti rétt á arfinum, því þau Riley væru búin að vera lengi saman, og hún ætlaði að deila arfinum með syni Riley. Sum ríki Bandaríkjanna eru með lög um að langvarandi sambönd geta talist hjónabönd fyrir lögum. Norður-Dakóta er ekki eitt þeirra ríkja. Þegar lögregluþjónar útskýrðu það fyrir Kenoyer er hún sögð hafa orðið bálreið. Þegar lögreglan leitaði á heimili þeirra fannst flaska af hreinsiefni sem talin er hafa innihaldið frostlög, tóma bjórflösku og glas, sem einnig er talið hafa innihaldið frostlög. Aðspurð af lögregluþjónum um hvers vegna frostlögur fannst í Riley, sagði Kenoyer að hann hefði mögulega reykt sígarettu sem hefði fallið í frostlög í bílskúr þeirra. Bandaríkin Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Starfsfólk í félagsþjónustu var kallað heimili þeirra þann 4. september og fann hinn 51 árs gamla Riley meðvitundarlausan. Hann lést á sjúkrahúsi degi síðar. Kenoyer, sem er 47 ára, sagði hann hafa fengið hitaslag. Krufning leiddi í ljóst að hann hafði innbyrt frostlög. Vinir Riley og ættingjar telja, samkvæmt frétt New York Times, að Kenoyer hafi eitrað fyrir honum. Á hún að hafa hótað því áður en hann dó. Rannsakendur segja parið hafa deilt vegna nýlegs arfs Rileys, eða um þrjátíu milljónir dala, eða rúma fjóra milljarða króna, og ætlaði hann hætta með Kenoyer. Vinur Kenoyer sagði lögregluþjónum að hann hefði séð hana kasta eigum Riley, daginn sem hann varð lasinn. Hún hafi sagt að Riley ætlaði að yfirgefa sig eftir að hann fengi arfinn. Saksóknarar segja að Riley hafi orðið lasinn 3. september, eftir að hann hafði hitt lögmann og tryggt sér áðurnefndan arð, og vinir hans hafi viljað að hann leitaði til læknis. Kenoyer er sögð hafa komið í veg fyrir það og staðhæft að hann hefði fengið hitaslag. Vinur Riley ætlaði svo að heimsækja hann síðar þann dag en Kenoyer á að hafa sagt honum að Riley væri hjá lækni í bænum Minot. Vinurinn kannaði það, fann Riley hvergi og fékk þau svör að hann hefði aldrei verið þar. Lögreglan segir Kenoyer hafa verið eina með Riley í minnst tólf tíma áður en hann leitaði sér læknisaðstoðar þann 4. september. Segist saklaus Héraðsmiðillinn KFYRTV segir að Kenoyer hafi komið fyrir dómara í gær. Hún hafi verið úrskurðuð í gæsluvarðhald en að hún geti gengið laus fram að réttarhöldum gegn milljón dala í tryggingu. Kenoyer sagðist saklaus. Hún sagði lögregluþjónum við yfirheyrslu að hún ætti rétt á arfinum, því þau Riley væru búin að vera lengi saman, og hún ætlaði að deila arfinum með syni Riley. Sum ríki Bandaríkjanna eru með lög um að langvarandi sambönd geta talist hjónabönd fyrir lögum. Norður-Dakóta er ekki eitt þeirra ríkja. Þegar lögregluþjónar útskýrðu það fyrir Kenoyer er hún sögð hafa orðið bálreið. Þegar lögreglan leitaði á heimili þeirra fannst flaska af hreinsiefni sem talin er hafa innihaldið frostlög, tóma bjórflösku og glas, sem einnig er talið hafa innihaldið frostlög. Aðspurð af lögregluþjónum um hvers vegna frostlögur fannst í Riley, sagði Kenoyer að hann hefði mögulega reykt sígarettu sem hefði fallið í frostlög í bílskúr þeirra.
Bandaríkin Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira