Bayern úr leik eftir tap gegn liði í þriðju deild Smári Jökull Jónsson skrifar 1. nóvember 2023 22:00 Leikmenn Saarbrucken fagna sigurmarki sínu í kvöld. Vísir/Getty Stórlið Bayern Munchen er úr leik í þýska bikarnum eftir 2-1 tap gegn þriðjudeildarliði Saarbrucken. Sigurmark heimamanna kom á sjöttu mínútu uppbótartíma. Bayern Munchen er án efa stærsta liðið í þýska boltanum og áttu flestir von á auðveldum sigri liðsins gegn Saarbrucken sem leikur í þriðju efstu deild í Þýskalandi. Bayern stillti upp sterku liði og það var hinn margreyndi landsliðsmaður Thomas Muller sem kom Bayern yfir á 16. mínútu og allt samkvæmt áætlun hjá Bæjurum. Það átti hins vegar heldur betur eftir að breytast. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks jafnaði Patrik Sontheimer metin fyrir Saarbrucken og staðan jöfn í hálfleik. BAYERN MUNICH ARE KNOCKED OUT OF THE DFB POKAL BY THIRD DIVISION SAARBRÜCKEN pic.twitter.com/a7rc2bTNfp— ESPN FC (@ESPNFC) November 1, 2023 Jamal Musiala, Serge Gnabry og Kingsley Coman komu allir inn á eftir klukkutíma leik en liði Bayern tókst þó ekki að skora. Það gerðu hins vegar heimamenn. Þegar tæpar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Marcel Gaus sigurmark Saarbrucken og tryggði liðinu ótrúlegan sigur. Allt ætlaði um koll að keyra enda liðið í 15. sæti þriðju efstu deildar í Þýskalandi. Magnað afrek. Borussia Dortmund tryggði sér sæti í næstu umferð með 1-0 sigri á Hoffenheim. Marco Reus skoraði sigurmarkið. Topplið Bayern Leverkusen fór örugglega áfram eftir 5-2 útisigur á Sandhausen. Úrslit kvöldsins í þýska bikarnum: Dortmund - Hoffenheim 1-0Freiburg - Paderborn 1-3Holstein Kiel - Magdeburg 3-3 (6-7 eftir vítakeppni)Sandhausen - Leverkusen 2-5Hertha Berlin - Mainz 3-0Saarbrucken - Bayern Munchen 2-1Viktoria Köln - Frankfurt 0-2 Þýski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Sjá meira
Bayern Munchen er án efa stærsta liðið í þýska boltanum og áttu flestir von á auðveldum sigri liðsins gegn Saarbrucken sem leikur í þriðju efstu deild í Þýskalandi. Bayern stillti upp sterku liði og það var hinn margreyndi landsliðsmaður Thomas Muller sem kom Bayern yfir á 16. mínútu og allt samkvæmt áætlun hjá Bæjurum. Það átti hins vegar heldur betur eftir að breytast. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks jafnaði Patrik Sontheimer metin fyrir Saarbrucken og staðan jöfn í hálfleik. BAYERN MUNICH ARE KNOCKED OUT OF THE DFB POKAL BY THIRD DIVISION SAARBRÜCKEN pic.twitter.com/a7rc2bTNfp— ESPN FC (@ESPNFC) November 1, 2023 Jamal Musiala, Serge Gnabry og Kingsley Coman komu allir inn á eftir klukkutíma leik en liði Bayern tókst þó ekki að skora. Það gerðu hins vegar heimamenn. Þegar tæpar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Marcel Gaus sigurmark Saarbrucken og tryggði liðinu ótrúlegan sigur. Allt ætlaði um koll að keyra enda liðið í 15. sæti þriðju efstu deildar í Þýskalandi. Magnað afrek. Borussia Dortmund tryggði sér sæti í næstu umferð með 1-0 sigri á Hoffenheim. Marco Reus skoraði sigurmarkið. Topplið Bayern Leverkusen fór örugglega áfram eftir 5-2 útisigur á Sandhausen. Úrslit kvöldsins í þýska bikarnum: Dortmund - Hoffenheim 1-0Freiburg - Paderborn 1-3Holstein Kiel - Magdeburg 3-3 (6-7 eftir vítakeppni)Sandhausen - Leverkusen 2-5Hertha Berlin - Mainz 3-0Saarbrucken - Bayern Munchen 2-1Viktoria Köln - Frankfurt 0-2
Þýski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Sjá meira