Þórdís Kolbrún þarf að útskýra laun 200 forstöðumanna ríkisins Jakob Bjarnar skrifar 2. nóvember 2023 12:03 Elfa Ýr, forstöðumaður Fjölmiðlanefndar, hafði sigur í héraðsdómi. Hún á rétt á rökstuðningi fyrir því hvernig kjör hennar eru ákvörðuð og skriflegum gögnum þar að lútandi. vísir/vilhelm Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar, vann mál gegn ríkinu; Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð fjármála- og efnahagsráðherra þarf að útskýra skriflega hvernig launakjör Elfu Ýrar og annarra forstöðumanna eru ákvörðuð. Björn Jóhannesson varði ríkið í málinu, Kristín Edwald flutti málið fyrir Elfu Ýr en Helgi Sigurðsson kvað upp dóminn sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann er í stuttu máli á þá leið að Elfa Ýr hafði sigur. „Ég held að ástæða sé til að óska öllum forstöðumönnum ríkisins til hamingju,“ segir Elfa Ýr í samtali við fréttastofu. Um prófmál var að ræða og fellur því málskostnaður á ríkið. Elfa Ýr gerði jafnframt kröfu um miskabætur sem nemur einni og hálfri milljón auk dráttarvaxta en þeirri kröfu var hafnað. Tæplega 200 forstöðumenn sem nú geta krafist gagna Elfa Ýr vildi að viðurkenndur yrði réttur hennar til rökstuðnings fjármála- og efnahagsráðherra fyrir ákvörðun ráðherra um starfskjör hennar sem birt voru 4. september 2019. Jafnframt krafðist hún aðgangs að skriflegum gögnum sem snúa að ákvörðuninni. Elfa Ýr er framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, sem er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem starfar samkvæmt lögum um fjölmiðla. Og sem slík annast hún eftirlit með lögum um fjölmiðla. Hún er þannig forstöðumaður í skilningi laga. Þórdís Kolbrún þarf að bretta upp ermar því um 200 forstöðumenn ríkisstofnana gætu verið á leiðinni með erindi sem snýr að fyrirspurn um hvernig kjör þeirra eru ákvörðuð.vísir/vilhelm Helgi dómari kvað upp þann úrskurð að réttur Elfu Ýrar til rökstuðnings væri gildur og jafnframt aðgangur hennar til aðgangs að skriflegum gögnum er ákvörðunina varðar. Elfa Ýr segir að þó hún hafi tekið þetta á sig þá varði þetta alla forstöðumenn ríkisins, sem eru tæplega 200 að tölu. Málið hefur verið að velkjast í kerfinu í nokkurn tíma núna eða frá 2019. Annasamir tímar fyrirsjáanlegir í fjármálaráðuneytinu Elfa Ýr segir að forstöðumenn geti ekki farið í verkfall, þeir geti ekki samið um sín laun og kjör og tekin hefur verið einhliða ákvörðun um það, í nýja kerfinu, um hver starfskjörin eru. „Forstöðumenn hafa verið að berjast fyrir því að þeir fái þá einhvers konar rökstuðning um hvernig þetta er ákvarðað. Þetta er stjórnvaldsákvörðun að ákvarða laun og að allir forstöðumenn ríkisins fái rökstuðning fyrir því á hverju launaákvörðun byggir á,“ segir Elfa Ýr. Fyrsta skrefið núna er að taka ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað, ráðuneytið hefur fjórar vikur til að ákveða það. „Síðan þurfa þeir að bretta upp ermarnar því nú eru um 200 manns sem geta krafist þess að fá upplýsingar um kjör sín og þeir hafa takmarkaðan tíma til að svara slíkum óskum, tvær vikur held ég að það sé í stjórnsýslulögunum,“ segir Elfa Ýr. Dómsmál Rekstur hins opinbera Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Björn Jóhannesson varði ríkið í málinu, Kristín Edwald flutti málið fyrir Elfu Ýr en Helgi Sigurðsson kvað upp dóminn sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann er í stuttu máli á þá leið að Elfa Ýr hafði sigur. „Ég held að ástæða sé til að óska öllum forstöðumönnum ríkisins til hamingju,“ segir Elfa Ýr í samtali við fréttastofu. Um prófmál var að ræða og fellur því málskostnaður á ríkið. Elfa Ýr gerði jafnframt kröfu um miskabætur sem nemur einni og hálfri milljón auk dráttarvaxta en þeirri kröfu var hafnað. Tæplega 200 forstöðumenn sem nú geta krafist gagna Elfa Ýr vildi að viðurkenndur yrði réttur hennar til rökstuðnings fjármála- og efnahagsráðherra fyrir ákvörðun ráðherra um starfskjör hennar sem birt voru 4. september 2019. Jafnframt krafðist hún aðgangs að skriflegum gögnum sem snúa að ákvörðuninni. Elfa Ýr er framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, sem er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem starfar samkvæmt lögum um fjölmiðla. Og sem slík annast hún eftirlit með lögum um fjölmiðla. Hún er þannig forstöðumaður í skilningi laga. Þórdís Kolbrún þarf að bretta upp ermar því um 200 forstöðumenn ríkisstofnana gætu verið á leiðinni með erindi sem snýr að fyrirspurn um hvernig kjör þeirra eru ákvörðuð.vísir/vilhelm Helgi dómari kvað upp þann úrskurð að réttur Elfu Ýrar til rökstuðnings væri gildur og jafnframt aðgangur hennar til aðgangs að skriflegum gögnum er ákvörðunina varðar. Elfa Ýr segir að þó hún hafi tekið þetta á sig þá varði þetta alla forstöðumenn ríkisins, sem eru tæplega 200 að tölu. Málið hefur verið að velkjast í kerfinu í nokkurn tíma núna eða frá 2019. Annasamir tímar fyrirsjáanlegir í fjármálaráðuneytinu Elfa Ýr segir að forstöðumenn geti ekki farið í verkfall, þeir geti ekki samið um sín laun og kjör og tekin hefur verið einhliða ákvörðun um það, í nýja kerfinu, um hver starfskjörin eru. „Forstöðumenn hafa verið að berjast fyrir því að þeir fái þá einhvers konar rökstuðning um hvernig þetta er ákvarðað. Þetta er stjórnvaldsákvörðun að ákvarða laun og að allir forstöðumenn ríkisins fái rökstuðning fyrir því á hverju launaákvörðun byggir á,“ segir Elfa Ýr. Fyrsta skrefið núna er að taka ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað, ráðuneytið hefur fjórar vikur til að ákveða það. „Síðan þurfa þeir að bretta upp ermarnar því nú eru um 200 manns sem geta krafist þess að fá upplýsingar um kjör sín og þeir hafa takmarkaðan tíma til að svara slíkum óskum, tvær vikur held ég að það sé í stjórnsýslulögunum,“ segir Elfa Ýr.
Dómsmál Rekstur hins opinbera Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent