Málaliðar Wagner færa Hezbollah loftvarnarkerfi Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2023 11:43 Vígamenn Hezbollah á æfingu í suðurhluta Líbanon í vor. Óttast er að leiðtogar samtakanna muni opna nýja víglínu á landamærum Ísrael og Líbanon, þar sem reglulega hefur komið til skammvinnra átaka síðustu vikur. AP/Hassan Ammar Málaliðhópurinn rússneski, Wagner Group, er sagður ætla að senda hryðjuverkasamtökunum Hezbollah í Líbanon rússneskt loftvarnarkerfi, með mögulegri aðstoð Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Óttast er að Hezbollah ætli að opna nýja víglínu gegn Ísrael í norðurhluta landsins. Reglulega hefur komið til átaka á landamærum Ísrael og Líbanon undanfarnar vikur en þau átök hafa ekki verið umfangsmikil. Eldflaugum hefur verið skotið úr norðri og Ísraelar hafa svarað með eigin eldflaugum, loftárásum og stórskotaliði. Samkvæmt frétt Wall Street Journal er um að ræða SA-22 loftvarnarkerfi, sem einnig er kallað Pantsir. CNN segir að talið sé að loftvarnarkerfið hafi upprunalega verið ætlað Assad en hann hafi samþykkt að málaliðar Wagner komi því í hendur vígamanna Hezbolla. Eftir að Jevgení Prígósjín, eigandi Wagner Group, dó í sumar, er varnarmálaráðuneyti Rússlands sagt hafa tekið yfir stjórn málaliðahópsins. Hættir að segja Rússum frá loftárásum Bæði málaliðar Wagner og vígamenn Hezbollah hafa starfað í Sýrlandi um árabil, þar sem þeir hafa barist með stjórnarher Sýrlands. Hezbollah nýtur stuðnings Írans, eins og Hamas-samtökin, og Ísraelar hafa gert reglulegar loftárásir á vopnasendingar Írana til Hezbollah í Sýrlandi á undanförnum árum. Í frétt Bloomberg frá því í morgun segir að þessum loftárásum hafi farið fjölgandi og að Ísraelar séu hættir að láta Rússa, sem hafa lengi verið með viðveru í Sýrlandi, vita af árásunum. Nokkur ár eru síðan Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði Benjamín Netanjahú, þáverandi og núverandi forsætisráðherra Ísrael, að Hezbollah yrði ekki leyft að ná fótfestu í suðvesturhluta Sýrlands, við landamæri Ísrael. Ísraelar hafa látið Rússa vita af loftárásum sínum í Sýrlandi en það hefur ekki verið gert undanfarnar vikur. Samband ríkjanna hefur beðið nokkra hnekki sem meðal annars má rekja til nánara sambands Rússlands og Írans, eftir innrás Rússa í Úkraínu. Rússar tóku einnig nýverið á móti sendinefnd frá Hamas-samtökunum í Moskvu. „Rússar eru í raunar að styðja óvini okkar,“ sagði Amos Yadlin, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu ísraelska hersins, við Bloomberg. Leiðtogi Hezbollah heldur ræðu Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, er sagður ætla að haldaræðu í Líbanon í dag en það verður í fyrsta sinn frá því stríðið milli Ísraela og Hamas hófst. Ræðunnar er beðið með eftirvæntingu og verður hún greind í þaula, varðandi það hvort hún innihaldi vísbendingar um ætlanir samtakanna. Hezbollah-samtökin eru talin mjög öflug og eru mjög áhrifamikil í Líbanon. Þúsundir vígamanna tilheyra samtökunum en þeir eru taldir mjög reynslumiklir af átökum í Sýrlandi og í Írak. Þá eru samtökin sögð eiga gífurlegt magn eldflauga sem þau gætu skotið að Ísrael. Rússland Líbanon Sýrland Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Blinken kominn til Tel Aviv og mun ræða við Netanyahu um hlé Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er lentur í Tel Aviv þar sem hann mun funda með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Hann er sagður munu hvetja stjórnvöld til að gera hlé á árásum sínum og sókn í Gasa. 3. nóvember 2023 07:09 Íran hótar að grípa til aðgerða Ebrahim Raisi, forseti Írans, segir Ísrael hafa farið „yfir rauðu línuna“ sem “gæti neytt alla til að grípa til aðgerða.“ Þetta segir hann í færslu sinni á samfélagsmiðlinum X, sem hét áður Twitter, snemma í morgun. 30. október 2023 08:28 „Við erum komnir að hliðum Gasa-borgar“ Ísraelskir hermenn og skriðdrekar sækja að Gasa-borg en eru sagðir hafa mætt stífri mótspyrnu Hamas-liða. Hermenn hafa nánast klofið Gasaströndina í tvennt. 2. nóvember 2023 15:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Reglulega hefur komið til átaka á landamærum Ísrael og Líbanon undanfarnar vikur en þau átök hafa ekki verið umfangsmikil. Eldflaugum hefur verið skotið úr norðri og Ísraelar hafa svarað með eigin eldflaugum, loftárásum og stórskotaliði. Samkvæmt frétt Wall Street Journal er um að ræða SA-22 loftvarnarkerfi, sem einnig er kallað Pantsir. CNN segir að talið sé að loftvarnarkerfið hafi upprunalega verið ætlað Assad en hann hafi samþykkt að málaliðar Wagner komi því í hendur vígamanna Hezbolla. Eftir að Jevgení Prígósjín, eigandi Wagner Group, dó í sumar, er varnarmálaráðuneyti Rússlands sagt hafa tekið yfir stjórn málaliðahópsins. Hættir að segja Rússum frá loftárásum Bæði málaliðar Wagner og vígamenn Hezbollah hafa starfað í Sýrlandi um árabil, þar sem þeir hafa barist með stjórnarher Sýrlands. Hezbollah nýtur stuðnings Írans, eins og Hamas-samtökin, og Ísraelar hafa gert reglulegar loftárásir á vopnasendingar Írana til Hezbollah í Sýrlandi á undanförnum árum. Í frétt Bloomberg frá því í morgun segir að þessum loftárásum hafi farið fjölgandi og að Ísraelar séu hættir að láta Rússa, sem hafa lengi verið með viðveru í Sýrlandi, vita af árásunum. Nokkur ár eru síðan Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði Benjamín Netanjahú, þáverandi og núverandi forsætisráðherra Ísrael, að Hezbollah yrði ekki leyft að ná fótfestu í suðvesturhluta Sýrlands, við landamæri Ísrael. Ísraelar hafa látið Rússa vita af loftárásum sínum í Sýrlandi en það hefur ekki verið gert undanfarnar vikur. Samband ríkjanna hefur beðið nokkra hnekki sem meðal annars má rekja til nánara sambands Rússlands og Írans, eftir innrás Rússa í Úkraínu. Rússar tóku einnig nýverið á móti sendinefnd frá Hamas-samtökunum í Moskvu. „Rússar eru í raunar að styðja óvini okkar,“ sagði Amos Yadlin, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu ísraelska hersins, við Bloomberg. Leiðtogi Hezbollah heldur ræðu Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, er sagður ætla að haldaræðu í Líbanon í dag en það verður í fyrsta sinn frá því stríðið milli Ísraela og Hamas hófst. Ræðunnar er beðið með eftirvæntingu og verður hún greind í þaula, varðandi það hvort hún innihaldi vísbendingar um ætlanir samtakanna. Hezbollah-samtökin eru talin mjög öflug og eru mjög áhrifamikil í Líbanon. Þúsundir vígamanna tilheyra samtökunum en þeir eru taldir mjög reynslumiklir af átökum í Sýrlandi og í Írak. Þá eru samtökin sögð eiga gífurlegt magn eldflauga sem þau gætu skotið að Ísrael.
Rússland Líbanon Sýrland Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Blinken kominn til Tel Aviv og mun ræða við Netanyahu um hlé Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er lentur í Tel Aviv þar sem hann mun funda með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Hann er sagður munu hvetja stjórnvöld til að gera hlé á árásum sínum og sókn í Gasa. 3. nóvember 2023 07:09 Íran hótar að grípa til aðgerða Ebrahim Raisi, forseti Írans, segir Ísrael hafa farið „yfir rauðu línuna“ sem “gæti neytt alla til að grípa til aðgerða.“ Þetta segir hann í færslu sinni á samfélagsmiðlinum X, sem hét áður Twitter, snemma í morgun. 30. október 2023 08:28 „Við erum komnir að hliðum Gasa-borgar“ Ísraelskir hermenn og skriðdrekar sækja að Gasa-borg en eru sagðir hafa mætt stífri mótspyrnu Hamas-liða. Hermenn hafa nánast klofið Gasaströndina í tvennt. 2. nóvember 2023 15:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Blinken kominn til Tel Aviv og mun ræða við Netanyahu um hlé Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er lentur í Tel Aviv þar sem hann mun funda með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Hann er sagður munu hvetja stjórnvöld til að gera hlé á árásum sínum og sókn í Gasa. 3. nóvember 2023 07:09
Íran hótar að grípa til aðgerða Ebrahim Raisi, forseti Írans, segir Ísrael hafa farið „yfir rauðu línuna“ sem “gæti neytt alla til að grípa til aðgerða.“ Þetta segir hann í færslu sinni á samfélagsmiðlinum X, sem hét áður Twitter, snemma í morgun. 30. október 2023 08:28
„Við erum komnir að hliðum Gasa-borgar“ Ísraelskir hermenn og skriðdrekar sækja að Gasa-borg en eru sagðir hafa mætt stífri mótspyrnu Hamas-liða. Hermenn hafa nánast klofið Gasaströndina í tvennt. 2. nóvember 2023 15:54