„Skammast mín ekki fyrir það að vera öðruvísi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2023 14:00 Caster Semenya var ríkjandi Ólympíu- og heimsmeistarari þegar nýjar reglur voru setta henni til höfuðs. Getty/Michael Dodge Caster Semenya hefur unnið tvö Ólympíugull á ferlinum en stærsta keppnin hennar hefur þó verið baráttan fyrir því að fá hreinlega að keppa. Alþjóða frjálsíþróttasambandið hefur reynt flest til að koma í veg fyrir að Semenya geti keppt í kvennaflokki í sínum bestu greinum á alþjóðlegum frjálsíþróttamótum. Hin 32 ára gamla Semenya fæddist með mun hærra magn af testósterón hormóninu en þekkt er hjá konum sem gerir henni auðveldara með að auka vöðvamassa og styrk. Suður-afríska hlaupakonan má í dag ekki taka þátt í kvennakeppnum nema að taka lyf sem minnka magn testósteróns hjá henni. Það vill hún ekki gera og segir það hreinlega hættulegt heilsu sinni. Vann gull á ÓL 2012 og ÓL 2016 Áður hafði hún verið yfirburðarkona í 800 metra hlaupi þar sem hún vann gullverðlaun á bæði Ólympíuleikunum í London 2012 sem og á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hún varð einnig þrisvar sinnum heimsmeistari í 800 metra hlaupi á árunum 2009 til 2017. Semenya talaði um það nýverið að hún ætlaði að einbeita sér meira að baráttunni gegn yfirvöldum frekar en að vinna til verðlauna. Hún hefur ekki lengur það markmið að keppa á Ólympíuleikunum 2024. Samkvæmt reglu sem var sett árið 2018 þá mega íþróttakonur eins og Semenya ekki ekki keppa í kvennaflokki í greinum frá 400 metra hlaupi upp í míluhlaup nema að þær minnki testósterón magn sitt með lyfjagjöf. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) „Í mínum huga þá ertu kona ef þú ert kona. Það á ekki að skipta máli hvernig þú ert. Ég hef áttað mig á því að ég vil lifa mínu lífi og berjast fyrir því sem ég tel að sé rétt,“ sagði Caster Semenya í viðtali við breska ríkisútvarpið. Veit að hún er kona „Ég veit að ég er kona og sætti mig við allt sem því fylgir,“ sagði Semenya. Hún reyndi að hlaupa 5000 metra hlaup á HM í Oregon á síðasta ári en komst ekki í úrslit. „Ég geri mér grein fyrir því að ég er öðruvísi. Mér er sama um læknisfræðileg hugtök eða hvað þau kalla mig. Að fæðast án legs eða með innvortis eistu. Það gerir mig ekki að minni konu,“ sagði Semenya. „Svona fæddist ég og ég mun fagna því. Ég skammast mín ekki fyrir það að vera öðruvísi. Ég er öðruvísi og sérstök og mér líður mjög vel með það,“ sagði Semenya. Frjálsar íþróttir Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Fótbolti Fleiri fréttir Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Í beinni: Arsenal - Monaco | Lið á sömu slóðum Í beinni: Juventus - Man. City | Tvö lið í tæpri stöðu Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Sonja skaraði fram úr: „Mestu máli skiptir að hafa trú á sjálfum sér“ „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Snæfríður sló nokkurra klukkutíma gamalt Íslandsmet sitt Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Drungilas í eins leiks bann Eygló fjórða á HM Sonja og Róbert íþróttafólk fatlaðra 2024 HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Oftar leitað að Littler en Karli Bretakonungi og Starmer á Google Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Sjá meira
Alþjóða frjálsíþróttasambandið hefur reynt flest til að koma í veg fyrir að Semenya geti keppt í kvennaflokki í sínum bestu greinum á alþjóðlegum frjálsíþróttamótum. Hin 32 ára gamla Semenya fæddist með mun hærra magn af testósterón hormóninu en þekkt er hjá konum sem gerir henni auðveldara með að auka vöðvamassa og styrk. Suður-afríska hlaupakonan má í dag ekki taka þátt í kvennakeppnum nema að taka lyf sem minnka magn testósteróns hjá henni. Það vill hún ekki gera og segir það hreinlega hættulegt heilsu sinni. Vann gull á ÓL 2012 og ÓL 2016 Áður hafði hún verið yfirburðarkona í 800 metra hlaupi þar sem hún vann gullverðlaun á bæði Ólympíuleikunum í London 2012 sem og á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hún varð einnig þrisvar sinnum heimsmeistari í 800 metra hlaupi á árunum 2009 til 2017. Semenya talaði um það nýverið að hún ætlaði að einbeita sér meira að baráttunni gegn yfirvöldum frekar en að vinna til verðlauna. Hún hefur ekki lengur það markmið að keppa á Ólympíuleikunum 2024. Samkvæmt reglu sem var sett árið 2018 þá mega íþróttakonur eins og Semenya ekki ekki keppa í kvennaflokki í greinum frá 400 metra hlaupi upp í míluhlaup nema að þær minnki testósterón magn sitt með lyfjagjöf. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) „Í mínum huga þá ertu kona ef þú ert kona. Það á ekki að skipta máli hvernig þú ert. Ég hef áttað mig á því að ég vil lifa mínu lífi og berjast fyrir því sem ég tel að sé rétt,“ sagði Caster Semenya í viðtali við breska ríkisútvarpið. Veit að hún er kona „Ég veit að ég er kona og sætti mig við allt sem því fylgir,“ sagði Semenya. Hún reyndi að hlaupa 5000 metra hlaup á HM í Oregon á síðasta ári en komst ekki í úrslit. „Ég geri mér grein fyrir því að ég er öðruvísi. Mér er sama um læknisfræðileg hugtök eða hvað þau kalla mig. Að fæðast án legs eða með innvortis eistu. Það gerir mig ekki að minni konu,“ sagði Semenya. „Svona fæddist ég og ég mun fagna því. Ég skammast mín ekki fyrir það að vera öðruvísi. Ég er öðruvísi og sérstök og mér líður mjög vel með það,“ sagði Semenya.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Fótbolti Fleiri fréttir Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Í beinni: Arsenal - Monaco | Lið á sömu slóðum Í beinni: Juventus - Man. City | Tvö lið í tæpri stöðu Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Sonja skaraði fram úr: „Mestu máli skiptir að hafa trú á sjálfum sér“ „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Snæfríður sló nokkurra klukkutíma gamalt Íslandsmet sitt Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Drungilas í eins leiks bann Eygló fjórða á HM Sonja og Róbert íþróttafólk fatlaðra 2024 HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Oftar leitað að Littler en Karli Bretakonungi og Starmer á Google Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Sjá meira