Vanskil eru að aukast – en ekki mikið ennþá Leifur Grétarsson skrifar 8. nóvember 2023 10:30 Það dylst engum að nú er þrengra um í efnahagslífinu en á sama tíma í fyrra. Verðbólga hefur aukist og vextir sömuleiðis og fyrirtæki jafnt sem heimili hafa þurft að þrengja mittisólarnar. Það þýðir að forgangsröðun í útgjöldum breytist, fólk þarf að taka ákvarðanir um hvaða liðir í bókhaldinu halda sér og hvar hægt er að skera niður. Við hjá Motus höfum um nokkurra ára skeið haldið utan um upplýsingar um það sem við köllum greiðsluhraða hjá heimilum og fyrirtækjum, en með því er átt við það hve hátt hlutfall krafna eru greiddar á eindaga. Ólíkt því sem margir bjuggust við jókst greiðsluhraði umtalsvert í Covid faraldrinum og náði hæðum sem við höfðum ekki séð áður. Fólk og fyrirtæki voru með öðrum orðum að greiða fleiri kröfur á réttum tíma. Þessi aukni greiðsluhraði hefur haldist að mestu fram á þetta ár, en vísbendingar eru um að hann geti verið að gefa eftir. Greiðsluhraði hefur minnkað um 0,1% hjá heimilum og 0,2% hjá fyrirtækjum á þessu ári. Þetta er ekki mikil breyting í stóra samhenginu, en hún er markverð þegar við höfum í huga að þetta er í fyrsta sinn um stórt árabil sem greiðsluhraði minnkar. Alvarleg vanskil aukast hjá fyrirtækjum Það er einnig áhugavert að skoða tölur um alvarleg vanskil, þ.e. hlutfall krafna sem enn eru ógreiddar 45 dögum eftir eindaga. Árið 2019 fóru að meðaltali 2,5% af öllum kröfum viðskiptavina Motus í alvarleg vanskil, en hlutfallið er núna 1,4%. Á þessum tíma hefur kröfum í alvarlegum vanskilum fækkað um 47% hjá heimilum og 34% hjá fyrirtækjum. Við tókum hins vegar eftir því í vor að alvarlegum vanskilum fyrirtækja fjölgaði í fyrsta sinn frá október 2020. Þetta er ekki mikil aukning enn sem stendur, en það er mikilvægt að fylgjast með þessari þróun. Upplýsingar um greiðsluhraða og hlutfall krafna í alvarlegum vanskilum geta gefið mikilvægar upplýsingar um lausafjárstöðu íslenskra fyrirtækja og heimila og það sem meira er um vert þá verða þessar tölur nánast til í rauntíma og geta því haft ákveðið forspárgildi um framtíðina. Það er okkar von að þær geti gagnast bæði opinberum aðilum og einkageiranum í þeirra áætlanavinnu og geti jafnframt verið ákveðinn viðvörunarbjalla í samfélaginu, því ef greiðsluhraði minnkar óvænt mjög hratt, þá er það til merkis um að eitthvað sé að gerast sem bregðast þurfi við. Höfundur er forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Motus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Það dylst engum að nú er þrengra um í efnahagslífinu en á sama tíma í fyrra. Verðbólga hefur aukist og vextir sömuleiðis og fyrirtæki jafnt sem heimili hafa þurft að þrengja mittisólarnar. Það þýðir að forgangsröðun í útgjöldum breytist, fólk þarf að taka ákvarðanir um hvaða liðir í bókhaldinu halda sér og hvar hægt er að skera niður. Við hjá Motus höfum um nokkurra ára skeið haldið utan um upplýsingar um það sem við köllum greiðsluhraða hjá heimilum og fyrirtækjum, en með því er átt við það hve hátt hlutfall krafna eru greiddar á eindaga. Ólíkt því sem margir bjuggust við jókst greiðsluhraði umtalsvert í Covid faraldrinum og náði hæðum sem við höfðum ekki séð áður. Fólk og fyrirtæki voru með öðrum orðum að greiða fleiri kröfur á réttum tíma. Þessi aukni greiðsluhraði hefur haldist að mestu fram á þetta ár, en vísbendingar eru um að hann geti verið að gefa eftir. Greiðsluhraði hefur minnkað um 0,1% hjá heimilum og 0,2% hjá fyrirtækjum á þessu ári. Þetta er ekki mikil breyting í stóra samhenginu, en hún er markverð þegar við höfum í huga að þetta er í fyrsta sinn um stórt árabil sem greiðsluhraði minnkar. Alvarleg vanskil aukast hjá fyrirtækjum Það er einnig áhugavert að skoða tölur um alvarleg vanskil, þ.e. hlutfall krafna sem enn eru ógreiddar 45 dögum eftir eindaga. Árið 2019 fóru að meðaltali 2,5% af öllum kröfum viðskiptavina Motus í alvarleg vanskil, en hlutfallið er núna 1,4%. Á þessum tíma hefur kröfum í alvarlegum vanskilum fækkað um 47% hjá heimilum og 34% hjá fyrirtækjum. Við tókum hins vegar eftir því í vor að alvarlegum vanskilum fyrirtækja fjölgaði í fyrsta sinn frá október 2020. Þetta er ekki mikil aukning enn sem stendur, en það er mikilvægt að fylgjast með þessari þróun. Upplýsingar um greiðsluhraða og hlutfall krafna í alvarlegum vanskilum geta gefið mikilvægar upplýsingar um lausafjárstöðu íslenskra fyrirtækja og heimila og það sem meira er um vert þá verða þessar tölur nánast til í rauntíma og geta því haft ákveðið forspárgildi um framtíðina. Það er okkar von að þær geti gagnast bæði opinberum aðilum og einkageiranum í þeirra áætlanavinnu og geti jafnframt verið ákveðinn viðvörunarbjalla í samfélaginu, því ef greiðsluhraði minnkar óvænt mjög hratt, þá er það til merkis um að eitthvað sé að gerast sem bregðast þurfi við. Höfundur er forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Motus.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun