Aðhald til varnar sterkri stöðu Almar Guðmundsson skrifar 9. nóvember 2023 08:31 Við ætlum að halda áfram að veita toppþjónustu í Garðabæ og við höfum skýr markmið að vera besti staðurinn til að búa á, nú sem endranær. Við viljum vera samfélag sem veitir framúrskarandi þjónustu til ánægðra íbúa. Garðabær stendur vel fjárhagslega. Skuldaviðmið er lágt og vel undir opinberum viðmiðunarmörkum, en hefur hækkað samhliða vexti bæjarins undanfarin ár. Þrátt fyrir það er ljóst að langvinn óvissa í efnahagsmálum hefur haft mikil áhrif á rekstur Garðabæjar eins og annarra sveitarfélaga. Áfram toppþjónusta í Garðabæ Það er því áskorun okkar sem erum í framvarðasveit starfsfólks bæjarins að standa undir þessu þjónustuloforði. Það ætlum við að gera þrátt fyrir að síðustu ár hafi fjármögnun þessara góðu verka verið stöðugt erfiðari. Við höfum séð vexti, verðbólgu og laun hækka umtalsvert. Kröfur til bæjarins hafa aukist samfara gleðilegum og markvissum vexti bæjarins með mikilli fjölgun barnafjölskyldna í bænum. Við höfum því sett í forgrunn að vernda þjónustuna og okkar þjónustuloforð. Um leið stöndum við vörð um ábyrgan rekstur og sterka stöðu bæjarins. Við þurfum að bregðast við og leggjum áherslu á aðgerðir til að styrkja grunnrekstur bæjarins. Annars vegar með hagræðingu í rekstri og hins vegar með hærra álagningarhlutfalli útsvars. Hvað þýðir það? Jú, bæjarstjórn hefur núkynnt hagræðingaraðgerðir sem nema um 500m.kr. á ársgrundvelli eða um 2% af rekstrar útgjöldum bæjarins ásamt því að hækka útsvarshlutfall. Með þessu teljum við að við séum að skapa traustar undirstöður fyrir áframhaldandi sterkra stöðu bæjarins á öllum sviðum. Þess vegna förum við varlega af stað. Við hækkum útsvar hóflega samhliða því að við horfum á rekstur bæjarins og hagræðum. Einnig drögum við úr framkvæmdum. Íbúar í forgrunni Það gerist auðvitað ekki oft að við í Garðabæ hækkum skatta. Við metum þó stöðuna núna þannig að þetta sé nauðsynlegt skref og að þetta sé rétti tíminn. En ef skuldaviðmið er lágt og reksturinn stendur vel, hvers vegna erum við þá að grípa inn í? Jú, því við viljum búa í haginn fyrir framtíðina og standa vörð um trausta fjárhagsstöðu bæjarins. Í því samhengi vil ég árétta að enn eru stór mál óútkljáð milli ríkis og sveitarfélaga, þar með Garðabæjar, um fjármögnun mikilvægra verkefna. Þó Garðabær standi vel þá er það skylda okkar að laga reksturinn að breyttum forsendum og þeim efnahagsaðstæðum sem blasa við. Það höfum við áður gert með góðum árangri, og staðið þannig vörð um hátt þjónustustig og lífsgæði fyrir íbúa í bænum. Með þessu getum við staðið vörð um þjónustuna okkar. Við erum framúrskarandi á því sviði og ætlum að vera það áfram. Áherslan er áfram á mikilvæga innviðauppbyggingu og endurbætur á skólahúsnæði. Við vitum líka að þetta eru tímabundnar aðstæður en við þeim þarf samt að bregðast. Álögur eru enn lágar í Garðabæ, lægstar af stærstu sveitarfélögunum og þó víðar væri leitað. Með framlagðri fjárhagsáætlun erum við að sýna ábyrgð í rekstri en erum samt enn að sækja fram með grandvörum og traustum hætti. Höfundur er bæjarstjóri Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Garðabær Sveitarstjórnarmál Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Við ætlum að halda áfram að veita toppþjónustu í Garðabæ og við höfum skýr markmið að vera besti staðurinn til að búa á, nú sem endranær. Við viljum vera samfélag sem veitir framúrskarandi þjónustu til ánægðra íbúa. Garðabær stendur vel fjárhagslega. Skuldaviðmið er lágt og vel undir opinberum viðmiðunarmörkum, en hefur hækkað samhliða vexti bæjarins undanfarin ár. Þrátt fyrir það er ljóst að langvinn óvissa í efnahagsmálum hefur haft mikil áhrif á rekstur Garðabæjar eins og annarra sveitarfélaga. Áfram toppþjónusta í Garðabæ Það er því áskorun okkar sem erum í framvarðasveit starfsfólks bæjarins að standa undir þessu þjónustuloforði. Það ætlum við að gera þrátt fyrir að síðustu ár hafi fjármögnun þessara góðu verka verið stöðugt erfiðari. Við höfum séð vexti, verðbólgu og laun hækka umtalsvert. Kröfur til bæjarins hafa aukist samfara gleðilegum og markvissum vexti bæjarins með mikilli fjölgun barnafjölskyldna í bænum. Við höfum því sett í forgrunn að vernda þjónustuna og okkar þjónustuloforð. Um leið stöndum við vörð um ábyrgan rekstur og sterka stöðu bæjarins. Við þurfum að bregðast við og leggjum áherslu á aðgerðir til að styrkja grunnrekstur bæjarins. Annars vegar með hagræðingu í rekstri og hins vegar með hærra álagningarhlutfalli útsvars. Hvað þýðir það? Jú, bæjarstjórn hefur núkynnt hagræðingaraðgerðir sem nema um 500m.kr. á ársgrundvelli eða um 2% af rekstrar útgjöldum bæjarins ásamt því að hækka útsvarshlutfall. Með þessu teljum við að við séum að skapa traustar undirstöður fyrir áframhaldandi sterkra stöðu bæjarins á öllum sviðum. Þess vegna förum við varlega af stað. Við hækkum útsvar hóflega samhliða því að við horfum á rekstur bæjarins og hagræðum. Einnig drögum við úr framkvæmdum. Íbúar í forgrunni Það gerist auðvitað ekki oft að við í Garðabæ hækkum skatta. Við metum þó stöðuna núna þannig að þetta sé nauðsynlegt skref og að þetta sé rétti tíminn. En ef skuldaviðmið er lágt og reksturinn stendur vel, hvers vegna erum við þá að grípa inn í? Jú, því við viljum búa í haginn fyrir framtíðina og standa vörð um trausta fjárhagsstöðu bæjarins. Í því samhengi vil ég árétta að enn eru stór mál óútkljáð milli ríkis og sveitarfélaga, þar með Garðabæjar, um fjármögnun mikilvægra verkefna. Þó Garðabær standi vel þá er það skylda okkar að laga reksturinn að breyttum forsendum og þeim efnahagsaðstæðum sem blasa við. Það höfum við áður gert með góðum árangri, og staðið þannig vörð um hátt þjónustustig og lífsgæði fyrir íbúa í bænum. Með þessu getum við staðið vörð um þjónustuna okkar. Við erum framúrskarandi á því sviði og ætlum að vera það áfram. Áherslan er áfram á mikilvæga innviðauppbyggingu og endurbætur á skólahúsnæði. Við vitum líka að þetta eru tímabundnar aðstæður en við þeim þarf samt að bregðast. Álögur eru enn lágar í Garðabæ, lægstar af stærstu sveitarfélögunum og þó víðar væri leitað. Með framlagðri fjárhagsáætlun erum við að sýna ábyrgð í rekstri en erum samt enn að sækja fram með grandvörum og traustum hætti. Höfundur er bæjarstjóri Garðabæjar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun