Skora á íslensk stjórnvöld að bregðast við krísunni á Gasa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. nóvember 2023 13:47 Palestínskir flóttamenn sem flúðu suðurhluta Gasa strandar í dag. Vísir/AP Íslenskir læknar og hjúkrunarfræðingar hafa sent íslenskum stjórnvöldum sitthvort opinbera bréfið vegna ástandsins á Gasa. Undirrituð krefjast þess að íslensk stjórnvöld bregðist við atburðunum og krefjist þar vopnahlés og þrýsti á Ísrael um að stöðva árásir. Um er að ræða opinbert bréf 408 lækna til íslenskra stjórnvalda annars vegar og svo opið bréf frá hjúkrunarfræðingum hins vegar. Þar er þess getið að árásirnar hafi valdið gríðarlegri eyðileggingu á innviðum Palestínu sem séu nú algjörlega að hruni komnir. Fram kemur í bréfi lækna að árásirnar undanfarna 32 daga hafi haft gríðarleg áhrif á alla heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Þar kemur fram að minnsta kosti 193 heilbrigðisstarfsmenn hafi verið drepnir, átján sjúkrahús af 35 séu óstarfhæf ásamt 51 heilsugæslu. Hjúkrunarfræðingar hafa eftir palestínska hjúkrunarfræðingnum Mohammad Hawajreh að hann hafi séð áður óséða djúpa brunaáverka meðal barna sem þekji 40 til 70 prósent af líkamsyfirborði þeirra auk alvarlegs skorts á hjúkrunarvörum. Þá er haft eftir bandaríska hjúkrunarfræðingnum Emily Callahan að heilbrigðisstarfsfólk neyðist til að útskrifa börn með alvarlega áverka og brunasár af yfirfullum sjúkrahúsum allt of snemma í aðstæðum þar sem sé ekkert rennandi vatn og tugir þúsunda deili hverju salerni. Læknar benda á að Læknar án landamæra (MSF) hafi gefið út ákall um vopnahlé þegar í stað til að koma í veg fyrir fleiri dauðsföll á Gasa og til að hleypa mannúðargögnum inn á svæðið. Þeir segja ljóst að alvarleg krísa sé í gangi vegna árása Ísraela og heilbrigðiskerfi á Gasa sé löngu hrunið. Lesa má bréf lækna og hjúkrunarfræðinga til stjórnvalda í heild sinni hér fyrir neðan. Opinbert_bréf_408_lækna_til_íslenskra_stjórnvaldaPDF158KBSækja skjal Opið_bréf_hjúkrunarfræðinga_til_íslenskra_stjórnvaldaPDF101KBSækja skjal Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Sjá meira
Um er að ræða opinbert bréf 408 lækna til íslenskra stjórnvalda annars vegar og svo opið bréf frá hjúkrunarfræðingum hins vegar. Þar er þess getið að árásirnar hafi valdið gríðarlegri eyðileggingu á innviðum Palestínu sem séu nú algjörlega að hruni komnir. Fram kemur í bréfi lækna að árásirnar undanfarna 32 daga hafi haft gríðarleg áhrif á alla heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Þar kemur fram að minnsta kosti 193 heilbrigðisstarfsmenn hafi verið drepnir, átján sjúkrahús af 35 séu óstarfhæf ásamt 51 heilsugæslu. Hjúkrunarfræðingar hafa eftir palestínska hjúkrunarfræðingnum Mohammad Hawajreh að hann hafi séð áður óséða djúpa brunaáverka meðal barna sem þekji 40 til 70 prósent af líkamsyfirborði þeirra auk alvarlegs skorts á hjúkrunarvörum. Þá er haft eftir bandaríska hjúkrunarfræðingnum Emily Callahan að heilbrigðisstarfsfólk neyðist til að útskrifa börn með alvarlega áverka og brunasár af yfirfullum sjúkrahúsum allt of snemma í aðstæðum þar sem sé ekkert rennandi vatn og tugir þúsunda deili hverju salerni. Læknar benda á að Læknar án landamæra (MSF) hafi gefið út ákall um vopnahlé þegar í stað til að koma í veg fyrir fleiri dauðsföll á Gasa og til að hleypa mannúðargögnum inn á svæðið. Þeir segja ljóst að alvarleg krísa sé í gangi vegna árása Ísraela og heilbrigðiskerfi á Gasa sé löngu hrunið. Lesa má bréf lækna og hjúkrunarfræðinga til stjórnvalda í heild sinni hér fyrir neðan. Opinbert_bréf_408_lækna_til_íslenskra_stjórnvaldaPDF158KBSækja skjal Opið_bréf_hjúkrunarfræðinga_til_íslenskra_stjórnvaldaPDF101KBSækja skjal
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Sjá meira