Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - FH 29-32 | FH-ingar unnu Hafnarfjarðarslaginn Þorsteinn Hjálmsson skrifar 9. nóvember 2023 22:28 Aron Pálmarsson var sáttur með sigurinn. Vísir/Vilhelm Í kvöld fór fram Hafnarfjarðarslagur í Olís-deild karla. Fór leikurinn fram að Ásvöllum og var leikurinn hluti af 9. umferð deildarinnar. Sigruðu gestirnir í FH en stýrðu þeir leiknum frá upphafi til enda. Lokatölur 29-32. Haukar skoruðu fyrsta mark leiksins en gestirnir voru þó fljótir að ná forystunni í leiknum. Liðin skiptust svo á að skora og var jafnt lengi vel. Vísir/Vilhelm Línuspil beggja liða var frábært í fyrri hálfleik, sérstaklega hjá FH. Sönnun þess er að Jón Bjarni Ólafsson, línumaður FH, skoraði sex mörk úr jafn mörgum skotum í fyrri hálfleik en Aron Pálmarsson var duglegur að mata línuna og var með sjö stoðsendingar í fyrri hálfleik. Á hinum enda vallarins var Þráinn Orri Jónsson, línumaður Hauka, með hundrað prósent nýtingu úr sínum fjórum skotum. Á 25. mínútu leiksins komust FH-ingar í þriggja marka forystu sem var mesti munurinn sem hafði verið á milli liðanna, staðan 11-14 fyrir FH. Þá tók Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, leikhlé. Vísir/Vilhelm Heimamenn náðu eftir leikhléið að minnka muninn niður í eitt mark. Einar Örn Sindrason, leikmaður FH, skoraði þó síðasta mark fyrri hálfleiksins úr víti og staðan því 14-16 fyrir FH í hálfleik. Gott línuspil einkenndi einnig síðari hálfleikinn en tvö fyrstu mörkin í síðari hálfleik komu frá línumönnum í sitt hvoru liðinu. Héldu FH-ingar Haukum frá sér í tveggja til þriggja marka fjarlægð fyrstu tíu mínútur síðari hálfleiksins. Þegar um stundarfjórðungur lifði leiks þá náðu gestirnir að skora tvö mörk í röð og komu sér í fimm marka forystu og útlitið svart fyrir heimamenn. Vísir/Vilhelm Tóku Haukar þá leikhlé og reyndu að bíta í skjaldarrendur eftir það. Þeim tókst að minnka muninn niður í tvö mörk á loka mínútu leiksins. FH-ingar skulfu þó ekkert á beinunum og skoruðu tvö mörk á síðustu mínútunni á móti einu marki Hauka. Af hverju vann FH? Uppstilltur sóknarleikur FH gekk smurt á löngum köflum í leiknum ásamt því að vörnin hjá þeim stóð ágætlega og markvarslan var stöðug. Tíu mörk af línunni er einnig mikill kostur til þess að vinna handboltaleiki enda allt dauðafæri. Hverjir stóðu upp úr? Jón Bjarni Ólafsson var maður leiksins með tíu mörk úr ellefu skotum og var ill viðráðanlegur inn á línunni. Aron Pálmarsson stýrði svo leik síns liðs með mikill prýði og átti flest allar stoðsendingarnar á Jón Bjarna inn á línunni en Aron endaði með 13 stoðsendingar í kvöld. Hjá Haukum var Þráinn Orri Jónsson sömuleiðis öflugur inn á línunni með fimm mörk. Hvað gekk illa? Varnarleikur Hauka var ekki jafn sterkur og hann hefur verið megin þorra tímabils. Að línumaður mótherjans fái ellefu færi er ekki tölfræði sem miðjublokk Hauka varnarinnar getur verið stolt af. Hvað gerist næst? FH mætir Gróttu næsta miðvikudag í Kaplakrika klukkan 19:30 og sólarhring síðar mæta Haukar Selfyssingum á Selfossi. Sigursteinn Arndal: Það var alltaf orka Sigursteinn Arndal var eðlilega sáttur með sigur kvöldsins.Vísir/Vilhelm Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var sáttur að leik loknum í dag. Þetta hafði hann að segja um fyrri hálfleik leiksins. „Hann var jafn en mér fannst við samt alltaf vera skrefi framar. Stóra myndin var í lagi en það vantaði þetta extra, mér fannst það koma í seinni hálfleik.“ FH náði fimm marka forystu um miðbik síðari hálfleiksins og fannst Sigursteini það koma út frá því að vörnin small. „Það tók okkur smá tíma að smella aftur varnarlega, svo kom það. Ég held líka bara að við náðum að spila á mörgum mönnum, það var alltaf orka á bak við það sem við vorum að gera. Náðum að dreifa þessu vel í dag. Varnarleikurinn varð betri og betri og Daníel Freyr var frábær í markinu en svo vernduðum við boltann nokkuð vel og náðum að enda flestar sóknir með skoti, sem endaði oftast í markinu.“ Jón Bjarni Ólafsson var stórkostlegur í leiknum í kvöld með tíu mörk. Sigursteinn jós hann lofi eftir leikinn. „Jón Bjarni var stórkostlegur. Ótrúlega auðvelt að samgleðjast með honum. Þetta er strákur sem leggur sig alltaf ótrúlega mikið fram á hverjum einasta degi og er bara að uppskera í dag. Þetta er einn af bestu leikjunum sem ég hef séð hann sóknarlega. Hann er búinn að vera í mikilli bætingu, hann er viljugur til að læra. Halldór Þórðarson hefur verið að hjálpa honum mikið, gamli línumaðurinn okkar, og bara mikill stígandi í hans leik.“ Mikið línuspil var í leiknum hjá báðum liðum og hafði Sigursteinn sína útskýringu á því. „Fyrst og síðast tvö góð handboltalið sem eru góð í að velja réttu hlutina og í dag voru það línumennirnir sem voru mikið lausir og pláss í kringum þá og menn voru bara að velja rétt,“ sagði Sigursteinn að lokum. Olís-deild karla Haukar FH
Í kvöld fór fram Hafnarfjarðarslagur í Olís-deild karla. Fór leikurinn fram að Ásvöllum og var leikurinn hluti af 9. umferð deildarinnar. Sigruðu gestirnir í FH en stýrðu þeir leiknum frá upphafi til enda. Lokatölur 29-32. Haukar skoruðu fyrsta mark leiksins en gestirnir voru þó fljótir að ná forystunni í leiknum. Liðin skiptust svo á að skora og var jafnt lengi vel. Vísir/Vilhelm Línuspil beggja liða var frábært í fyrri hálfleik, sérstaklega hjá FH. Sönnun þess er að Jón Bjarni Ólafsson, línumaður FH, skoraði sex mörk úr jafn mörgum skotum í fyrri hálfleik en Aron Pálmarsson var duglegur að mata línuna og var með sjö stoðsendingar í fyrri hálfleik. Á hinum enda vallarins var Þráinn Orri Jónsson, línumaður Hauka, með hundrað prósent nýtingu úr sínum fjórum skotum. Á 25. mínútu leiksins komust FH-ingar í þriggja marka forystu sem var mesti munurinn sem hafði verið á milli liðanna, staðan 11-14 fyrir FH. Þá tók Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, leikhlé. Vísir/Vilhelm Heimamenn náðu eftir leikhléið að minnka muninn niður í eitt mark. Einar Örn Sindrason, leikmaður FH, skoraði þó síðasta mark fyrri hálfleiksins úr víti og staðan því 14-16 fyrir FH í hálfleik. Gott línuspil einkenndi einnig síðari hálfleikinn en tvö fyrstu mörkin í síðari hálfleik komu frá línumönnum í sitt hvoru liðinu. Héldu FH-ingar Haukum frá sér í tveggja til þriggja marka fjarlægð fyrstu tíu mínútur síðari hálfleiksins. Þegar um stundarfjórðungur lifði leiks þá náðu gestirnir að skora tvö mörk í röð og komu sér í fimm marka forystu og útlitið svart fyrir heimamenn. Vísir/Vilhelm Tóku Haukar þá leikhlé og reyndu að bíta í skjaldarrendur eftir það. Þeim tókst að minnka muninn niður í tvö mörk á loka mínútu leiksins. FH-ingar skulfu þó ekkert á beinunum og skoruðu tvö mörk á síðustu mínútunni á móti einu marki Hauka. Af hverju vann FH? Uppstilltur sóknarleikur FH gekk smurt á löngum köflum í leiknum ásamt því að vörnin hjá þeim stóð ágætlega og markvarslan var stöðug. Tíu mörk af línunni er einnig mikill kostur til þess að vinna handboltaleiki enda allt dauðafæri. Hverjir stóðu upp úr? Jón Bjarni Ólafsson var maður leiksins með tíu mörk úr ellefu skotum og var ill viðráðanlegur inn á línunni. Aron Pálmarsson stýrði svo leik síns liðs með mikill prýði og átti flest allar stoðsendingarnar á Jón Bjarna inn á línunni en Aron endaði með 13 stoðsendingar í kvöld. Hjá Haukum var Þráinn Orri Jónsson sömuleiðis öflugur inn á línunni með fimm mörk. Hvað gekk illa? Varnarleikur Hauka var ekki jafn sterkur og hann hefur verið megin þorra tímabils. Að línumaður mótherjans fái ellefu færi er ekki tölfræði sem miðjublokk Hauka varnarinnar getur verið stolt af. Hvað gerist næst? FH mætir Gróttu næsta miðvikudag í Kaplakrika klukkan 19:30 og sólarhring síðar mæta Haukar Selfyssingum á Selfossi. Sigursteinn Arndal: Það var alltaf orka Sigursteinn Arndal var eðlilega sáttur með sigur kvöldsins.Vísir/Vilhelm Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var sáttur að leik loknum í dag. Þetta hafði hann að segja um fyrri hálfleik leiksins. „Hann var jafn en mér fannst við samt alltaf vera skrefi framar. Stóra myndin var í lagi en það vantaði þetta extra, mér fannst það koma í seinni hálfleik.“ FH náði fimm marka forystu um miðbik síðari hálfleiksins og fannst Sigursteini það koma út frá því að vörnin small. „Það tók okkur smá tíma að smella aftur varnarlega, svo kom það. Ég held líka bara að við náðum að spila á mörgum mönnum, það var alltaf orka á bak við það sem við vorum að gera. Náðum að dreifa þessu vel í dag. Varnarleikurinn varð betri og betri og Daníel Freyr var frábær í markinu en svo vernduðum við boltann nokkuð vel og náðum að enda flestar sóknir með skoti, sem endaði oftast í markinu.“ Jón Bjarni Ólafsson var stórkostlegur í leiknum í kvöld með tíu mörk. Sigursteinn jós hann lofi eftir leikinn. „Jón Bjarni var stórkostlegur. Ótrúlega auðvelt að samgleðjast með honum. Þetta er strákur sem leggur sig alltaf ótrúlega mikið fram á hverjum einasta degi og er bara að uppskera í dag. Þetta er einn af bestu leikjunum sem ég hef séð hann sóknarlega. Hann er búinn að vera í mikilli bætingu, hann er viljugur til að læra. Halldór Þórðarson hefur verið að hjálpa honum mikið, gamli línumaðurinn okkar, og bara mikill stígandi í hans leik.“ Mikið línuspil var í leiknum hjá báðum liðum og hafði Sigursteinn sína útskýringu á því. „Fyrst og síðast tvö góð handboltalið sem eru góð í að velja réttu hlutina og í dag voru það línumennirnir sem voru mikið lausir og pláss í kringum þá og menn voru bara að velja rétt,“ sagði Sigursteinn að lokum.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti