„Hún er það góð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2023 16:30 Caitlin Clark er frábær leikmaður og algjör lykilleikmaður hjá Iowa Hawkeyes. Getty/G Fiume Caitlin Clark er fyrir löngu orðin stórstjarna í bandarísku íþróttalífi eftir frammistöðu sína í bandaríska háskólakörfuboltanum síðustu ár. NBA stórstjörnur eru meðal þeirra sem hafa dásamað leik hennar og áhuginn á skólaliði hennar er rosalegur sem sést á því að miðar á leiki liðsins fjúka út. Clark hafði leikandi getað komist að í WNBA deildinni en ákvað að klára fjórða árið sitt í Iowa skólanum. Hún er sannkölluð súperstjarna og WNBA liðin vonast til að fá fyrsta valrétt til að geta valið hana. Clark er nú mætt aftur til leiks á lokaári sínu með Iowaa og hún var heldur betur í stuði í leik á móti Virginia Tech. Hún skoraði 44 stig í leiknum auk þess að gefa 6 stoðsendingar og taka 8 fráköst. Hún átti beinan þátt í 19 af 28 körfum Iowa liðsins. 40-point games vs. AP Top 10 opponents, since 2021-22:Caitlin Clark, @IowaWBB: 4All other men & women combined: 0 pic.twitter.com/sxeMEAdFhR— OptaSTATS (@OptaSTATS) November 10, 2023 Iowa þurfti líka á öllum hennar stigum að halda því liðið rétt marði sigur 80-76. Kenny Brooks, þjálfari Virginia Tech, hristi bara hausinn þegar hann var spurður út í hvað hann reyndi til að hægja á Clark. „Ég elska stelpurnar í mínu liði en stundum ertu að spila damm þegar mótherjinn er að spila skák. Hún er það góð,“ sagði Kenny Brooks. Clark hefði getað verið með miklu fleiri stoðsendingar því liðsfélagar hennar fóru oft illa með sniðskot sem hún bjó til fyrir þá. „Hún er einn allra besti leikmaður sinnar kynslóðar og við munum fá að fylgjast lengi með henni spila á mjög háu getustigi,“ sagði Brooks. Eftir að leiknum lauk þá þyrptust að henni ungir krakkar í Iowa treyju númer 22 sem vildu fá eiginhandaráritun frá henni. Hún eyddi nokkrum mínútum í að gefa þær áður en hún var kölluð inn í klefa. Caitlin Clark tonight! 44 Points 13/31 Shooting 13/17 Free Throws 8 Rebounds 6 Assists 5 Threes 1 Turnover Video: @IQfor3 pic.twitter.com/Satjtk9CdK— Ballislife.com (@Ballislife) November 10, 2023 Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Sjá meira
NBA stórstjörnur eru meðal þeirra sem hafa dásamað leik hennar og áhuginn á skólaliði hennar er rosalegur sem sést á því að miðar á leiki liðsins fjúka út. Clark hafði leikandi getað komist að í WNBA deildinni en ákvað að klára fjórða árið sitt í Iowa skólanum. Hún er sannkölluð súperstjarna og WNBA liðin vonast til að fá fyrsta valrétt til að geta valið hana. Clark er nú mætt aftur til leiks á lokaári sínu með Iowaa og hún var heldur betur í stuði í leik á móti Virginia Tech. Hún skoraði 44 stig í leiknum auk þess að gefa 6 stoðsendingar og taka 8 fráköst. Hún átti beinan þátt í 19 af 28 körfum Iowa liðsins. 40-point games vs. AP Top 10 opponents, since 2021-22:Caitlin Clark, @IowaWBB: 4All other men & women combined: 0 pic.twitter.com/sxeMEAdFhR— OptaSTATS (@OptaSTATS) November 10, 2023 Iowa þurfti líka á öllum hennar stigum að halda því liðið rétt marði sigur 80-76. Kenny Brooks, þjálfari Virginia Tech, hristi bara hausinn þegar hann var spurður út í hvað hann reyndi til að hægja á Clark. „Ég elska stelpurnar í mínu liði en stundum ertu að spila damm þegar mótherjinn er að spila skák. Hún er það góð,“ sagði Kenny Brooks. Clark hefði getað verið með miklu fleiri stoðsendingar því liðsfélagar hennar fóru oft illa með sniðskot sem hún bjó til fyrir þá. „Hún er einn allra besti leikmaður sinnar kynslóðar og við munum fá að fylgjast lengi með henni spila á mjög háu getustigi,“ sagði Brooks. Eftir að leiknum lauk þá þyrptust að henni ungir krakkar í Iowa treyju númer 22 sem vildu fá eiginhandaráritun frá henni. Hún eyddi nokkrum mínútum í að gefa þær áður en hún var kölluð inn í klefa. Caitlin Clark tonight! 44 Points 13/31 Shooting 13/17 Free Throws 8 Rebounds 6 Assists 5 Threes 1 Turnover Video: @IQfor3 pic.twitter.com/Satjtk9CdK— Ballislife.com (@Ballislife) November 10, 2023
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum