Olíufélögin fjarlægjast Costco Bjarki Sigurðsson skrifar 13. nóvember 2023 22:33 Runólfur Ólafsson er framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB. Vísir/Ívar Fannar Það munar fimmtán krónum á bensínlítranum hjá ódýrustu bensínstöðinni og þeirri næstódýrustu. Formaður félags íslenskra bifreiðaeigenda segir fákeppni á markaði skýra aukinn verðmun. Dýrasti bensínlítrinn á höfuðborgarsvæðinu fæst á um það bil 327 krónur en ódýrasta bensínið hefur alla jafna mátt finna á bensínstöð Costco. Þú þarft þó að vera Costco meðlimur til að taka þar bensín. Aukist um fjórtán krónur á einu ári Afsláttarstöðvar bensínstöðvanna hafa haldið í við Costco síðustu ár þegar kemur að því að halda bensínverðinu lágu. Munurinn hefur þó aukist upp á síðkastið og er nú tæpar fimmtán krónur samkvæmt gögnum frá Gasvaktinni. Í byrjun síðasta árs munaði tæpri krónu á verði ódýrustu afsláttarstöðvarinnar og Costco. Saman hækkuðu allar bensínstöðvarnar verðið í byrjun þess árs og náði verðið hámarki í júlí en rætt hefur verið um að innrás Rússa í Úkraínu í febrúar í fyrra hafi valdið þessari hækkun á þessu tímabili. Munurinn milli Costco og ódýrustu afsláttarstöðvarinnar var þá tæpar fimm krónur. Síðan fór verðið á bensínlítranum að lækka hjá öllum stöðvum. Í nóvember á síðasta ári verða hins vegar einhver skil milli stöðvanna og fer munurinn úr tveimur krónum í átta krónur. Munurinn hefur síðan haldið áfram að aukast á þessu ári, farið í tíu krónur, tólf og er nú í nýjum hæðum, tæpar fimmtán krónur. Landsbyggðin í verri málum En hvað gæti skýrt þessa aukningu? Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að mögulega sé það skortur á samkeppni á markaðinum. „Hin félögin hafa auðvitað sömu burði til þess að lækka. Þau hafa verið að fjölga þessum lággjaldastöðvum sínum en eftir sem áður erum við með stóran hluta landsins sem ekki býður nema upp á hæstu verð. Og þá er munurinn miklu meira en fimmtán krónur, þá getur hann verið fimmtíu krónur,“ segir Runólfur. Hann segir bensínverð ekki á niðurleið á komandi árum. „Stjórnvöld eru með áform um að hækka skatta á eldsneyti um komandi áramót. Þannig það á ekki að hætta heldur halda áfram á meðan nágrannalöndin stefna í aðrar áttir, til dæmis til að sporna gegn verðbólgu,“ segir Runólfur. Bensín og olía Neytendur Skattar og tollar Costco Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Dýrasti bensínlítrinn á höfuðborgarsvæðinu fæst á um það bil 327 krónur en ódýrasta bensínið hefur alla jafna mátt finna á bensínstöð Costco. Þú þarft þó að vera Costco meðlimur til að taka þar bensín. Aukist um fjórtán krónur á einu ári Afsláttarstöðvar bensínstöðvanna hafa haldið í við Costco síðustu ár þegar kemur að því að halda bensínverðinu lágu. Munurinn hefur þó aukist upp á síðkastið og er nú tæpar fimmtán krónur samkvæmt gögnum frá Gasvaktinni. Í byrjun síðasta árs munaði tæpri krónu á verði ódýrustu afsláttarstöðvarinnar og Costco. Saman hækkuðu allar bensínstöðvarnar verðið í byrjun þess árs og náði verðið hámarki í júlí en rætt hefur verið um að innrás Rússa í Úkraínu í febrúar í fyrra hafi valdið þessari hækkun á þessu tímabili. Munurinn milli Costco og ódýrustu afsláttarstöðvarinnar var þá tæpar fimm krónur. Síðan fór verðið á bensínlítranum að lækka hjá öllum stöðvum. Í nóvember á síðasta ári verða hins vegar einhver skil milli stöðvanna og fer munurinn úr tveimur krónum í átta krónur. Munurinn hefur síðan haldið áfram að aukast á þessu ári, farið í tíu krónur, tólf og er nú í nýjum hæðum, tæpar fimmtán krónur. Landsbyggðin í verri málum En hvað gæti skýrt þessa aukningu? Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að mögulega sé það skortur á samkeppni á markaðinum. „Hin félögin hafa auðvitað sömu burði til þess að lækka. Þau hafa verið að fjölga þessum lággjaldastöðvum sínum en eftir sem áður erum við með stóran hluta landsins sem ekki býður nema upp á hæstu verð. Og þá er munurinn miklu meira en fimmtán krónur, þá getur hann verið fimmtíu krónur,“ segir Runólfur. Hann segir bensínverð ekki á niðurleið á komandi árum. „Stjórnvöld eru með áform um að hækka skatta á eldsneyti um komandi áramót. Þannig það á ekki að hætta heldur halda áfram á meðan nágrannalöndin stefna í aðrar áttir, til dæmis til að sporna gegn verðbólgu,“ segir Runólfur.
Bensín og olía Neytendur Skattar og tollar Costco Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira