Varðskipið Þór á leiðinni til Grindavíkur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. nóvember 2023 20:22 Varðskipið Þór er á leiðinni til Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Þór, varðskip Landhelgisgæslunnar, siglir í kvöld frá Reykjavík og er væntanlegt til Grindavíkur í nótt að ósk almannavarna. Þá er verið að opna fjöldahjálparstöðvar á fjórum stöðum. Fjöldahjálparstöðvar verða opnaðar á næsta klukkustundum í Íþróttahúsinu í Grindavík, Vallarskóla á Selfossi, Íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og í Kórnum í Kópavogi. Í Grindavík er stöðin aðeins til söfnunar og upplýsinga og ef fólk þarf aðstoð við að fara annað. Þar mun þeim sem þangað leita standa til boða hressing, upplýsingar og gisting ef á þarf að halda. Athygli er vakin á að Grindavíkurvegur er lokaður að sinni vegna skemmda. Fólki er bent á að fara um Suðurstrandarveg á leið á Selfoss og Reykjavíkur eða Nesveg ef það velur að fara í Reykjanesbæ. Viðgerðir á Grindavíkurvegi standa yfir og upplýst verður ef og þegar Grindavíkurvegur verður opnaður á ný. Almannavarnir létu keyra hraunflæðilíkan í kvöld, miðað við líklegasta stað fyrir uppkomu kviku. Það líkan bendir ekki til að hraun muni renna í átt að Grindavík. Í kjölfar aukinnar skjálftavirkni í dag sendi Veðurstofan í kvöld frá sér eftirfarandi stöðumat: „Þau merki sem sjást núna við Sundhnúka eru sambærileg þeim sem sáust í aðdraganda fyrsta gossins við Fagradalsfjall 2021 og svipar mjög til skjálftavirkninnar sem mældist um mánuði fyrir gos. Ef sú atburðarrás er skoðuð sem endaði í eldgosinu sem hófst 19. mars og á meðan að skjálftvirknin grynnkar ekki verulega úr því sem komið er þá erum við líklega að horfa til nokkura daga áður frekar en klukkustunda áður en kvika nær til yfirborðs. Ef sprunga kæmi upp þar sem skjálftavirknin er hvað mest núna, myndi hraun renna til suðausturs og til vesturs en ekki í átt til Grindavíkur. “ Landhelgisgæslan Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira
Fjöldahjálparstöðvar verða opnaðar á næsta klukkustundum í Íþróttahúsinu í Grindavík, Vallarskóla á Selfossi, Íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og í Kórnum í Kópavogi. Í Grindavík er stöðin aðeins til söfnunar og upplýsinga og ef fólk þarf aðstoð við að fara annað. Þar mun þeim sem þangað leita standa til boða hressing, upplýsingar og gisting ef á þarf að halda. Athygli er vakin á að Grindavíkurvegur er lokaður að sinni vegna skemmda. Fólki er bent á að fara um Suðurstrandarveg á leið á Selfoss og Reykjavíkur eða Nesveg ef það velur að fara í Reykjanesbæ. Viðgerðir á Grindavíkurvegi standa yfir og upplýst verður ef og þegar Grindavíkurvegur verður opnaður á ný. Almannavarnir létu keyra hraunflæðilíkan í kvöld, miðað við líklegasta stað fyrir uppkomu kviku. Það líkan bendir ekki til að hraun muni renna í átt að Grindavík. Í kjölfar aukinnar skjálftavirkni í dag sendi Veðurstofan í kvöld frá sér eftirfarandi stöðumat: „Þau merki sem sjást núna við Sundhnúka eru sambærileg þeim sem sáust í aðdraganda fyrsta gossins við Fagradalsfjall 2021 og svipar mjög til skjálftavirkninnar sem mældist um mánuði fyrir gos. Ef sú atburðarrás er skoðuð sem endaði í eldgosinu sem hófst 19. mars og á meðan að skjálftvirknin grynnkar ekki verulega úr því sem komið er þá erum við líklega að horfa til nokkura daga áður frekar en klukkustunda áður en kvika nær til yfirborðs. Ef sprunga kæmi upp þar sem skjálftavirknin er hvað mest núna, myndi hraun renna til suðausturs og til vesturs en ekki í átt til Grindavíkur. “
Landhelgisgæslan Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira