Kvika á 800 metra dýpi og auknar líkur á eldgosi Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. nóvember 2023 18:50 Samkvæmt Veðurstofunni hafa líkur á eldgosi aukist verulega og er kvika komin á 800 metra dýpra og líklega enn nær. Vísir/Vilhelm/Veðurstofa Veðurstofan greinir frá því að samkvæmt nýjustu gögnum hafa líkur á eldgosi aukist frá því í morgun og gæti það hafist hvenær sem er á næstu dögum. Þá liggur kvika á 800 metra dýpi þar sem hún er grynnst. Einnig eru auknar líkur á eldgosi á hafsbotni og því þurfi að búa sig undir möguleika á sprengigosi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá því klukkan 18:20 á vef Veðurstofunnar. Þar segir að stöðufundi vísindamanna á Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands og Almannavarna hafi lokið 18. Þar var farið yfir túlkun á nýjustu gögnum sem borist hafa frá því á hádegi í dag. Unnin voru líkön út frá gervitunglamyndum og GPS-mælingum. Líkön sýni að umfang kvikugangsins er verulegt og að kvika sé að nálgast yfirborð. Gangurinn nái frá Kálffellsheiði í norðri og liggur rétt vestan Grindavíkur og í sjó fram í suðvestur stefnu. Kvikugangurinn er um fimmtán kílómetra langur og kvikan liggur á um 800 metra dýpi þar sem hún er grynnst. „Það skal tekið fram að líkönin byggja á gervitunglagögnum sem eru um tólf klukkustunda gömul og því þarf að gera ráð fyrir að kvikan hafi færst nær yfirborði en 800 m. Út frá þessu má álykta að verulegar líkur eru á að kvika nái að brjóta sér leið til yfirborðs. Auknar líkur eru einnig á að kvika geti komið upp á hafsbotni,“ segir í færslunni. Líklegt að kvika eigi greiða leið að yfirborði Þá kemur fram að dregið hafi mikið úr jarðskjálftavirkni eftir hádegi í dag og er talið að megin ástæða þess sé mikil spennulosun á svæðinu vegna jarðskjálfta gærdagsins og aflögunar vegna kvikugangsins. „Vegna spennulosunarinnar er líklegt að kvikan eigi greiða leið til yfirborðs og því er ekki hægt að gera ráð fyrir því að gosórói sjáist á mælum áður en eldgos hefst,“ segir í færslunni. Byggt á túlkun nýjustu gagna hefur Veðurstofan sent tilmæli til almannavarna að líkur á eldgosi hafi aukist frá því í morgun og að eldgos geti hafist hvenær sem er á næstu dögum. Líkön bendi einnig til þess að kvika geti komið upp á syðri enda kvikugangsins rétt utan Grindavíkur. Líkur á eldgosi á hafsbotni hafa því aukist og búa þarf sig undir möguleika á sprengigosi. Hættusvæði hefur verið skilgreint út frá legu kvikugangsins. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá því klukkan 18:20 á vef Veðurstofunnar. Þar segir að stöðufundi vísindamanna á Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands og Almannavarna hafi lokið 18. Þar var farið yfir túlkun á nýjustu gögnum sem borist hafa frá því á hádegi í dag. Unnin voru líkön út frá gervitunglamyndum og GPS-mælingum. Líkön sýni að umfang kvikugangsins er verulegt og að kvika sé að nálgast yfirborð. Gangurinn nái frá Kálffellsheiði í norðri og liggur rétt vestan Grindavíkur og í sjó fram í suðvestur stefnu. Kvikugangurinn er um fimmtán kílómetra langur og kvikan liggur á um 800 metra dýpi þar sem hún er grynnst. „Það skal tekið fram að líkönin byggja á gervitunglagögnum sem eru um tólf klukkustunda gömul og því þarf að gera ráð fyrir að kvikan hafi færst nær yfirborði en 800 m. Út frá þessu má álykta að verulegar líkur eru á að kvika nái að brjóta sér leið til yfirborðs. Auknar líkur eru einnig á að kvika geti komið upp á hafsbotni,“ segir í færslunni. Líklegt að kvika eigi greiða leið að yfirborði Þá kemur fram að dregið hafi mikið úr jarðskjálftavirkni eftir hádegi í dag og er talið að megin ástæða þess sé mikil spennulosun á svæðinu vegna jarðskjálfta gærdagsins og aflögunar vegna kvikugangsins. „Vegna spennulosunarinnar er líklegt að kvikan eigi greiða leið til yfirborðs og því er ekki hægt að gera ráð fyrir því að gosórói sjáist á mælum áður en eldgos hefst,“ segir í færslunni. Byggt á túlkun nýjustu gagna hefur Veðurstofan sent tilmæli til almannavarna að líkur á eldgosi hafi aukist frá því í morgun og að eldgos geti hafist hvenær sem er á næstu dögum. Líkön bendi einnig til þess að kvika geti komið upp á syðri enda kvikugangsins rétt utan Grindavíkur. Líkur á eldgosi á hafsbotni hafa því aukist og búa þarf sig undir möguleika á sprengigosi. Hættusvæði hefur verið skilgreint út frá legu kvikugangsins.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Sjá meira