Það er raunhæft að útrýma riðu á Íslandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. nóvember 2023 14:01 Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, sem segir vel raunhæft að útrýma riðu í sauðfé á Íslandi en það það taki tíma. Magnús Hlynur Hreiðarsson Yfirdýralæknir segir það vel raunhæfan möguleika að Ísland verði riðulaust land, ekki síst vegna ræktunar á verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé. Lagt er til í nýrri skýrslu til matvælaráðherra að gefin verði út sameiginleg landsáætlun stjórnvalda, Matvælastofnunar og bænda um riðuveikilaust Ísland. Í vikunni skilaði sérfræðingahópur sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra skipaði í vor af sér skýrslu til ráðherra sem ber heitið „Aðgerðir gegn riðuveiki - ný nálgun með verndandi arfgerðum“. Í skýrslunni er að finna greiningu hópsins á núverandi stöðu og tillögur að útfærslu við ræktun fjár með verndandi arfgerðir. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir þekkir vel innihald skýrslunnar. „Aðal ráðgjöfin er að Íslandi ætti að setja sér áætlun, landsáætlun um hvernig standa á að ræktun með verndandi arfgerðum og að þetta verði í rauninni sameiginlegt plagg, sem ráðuneytið stendur að, Bændasamtökin, sauðfjárbændur og Matvælastofnun þannig að við komum okkur saman um í megindráttum hvernig á að standa að þessu og hver á að gera hvað þannig að við stígum öll í takt og göngum í takt í þessum aðgerðum á næstu árum og áratugum,” segir Sigurborg. Sigurborg segir að nýja arfgerðin muni breyta öllu ef vel tekst til varðandi riðuna. „Já, ef að við ræktum hana upp þá mun hún breyta miklu með það að markmiði að reyna að útrýma riðuveiki á Íslandi.” Hópurinn, sem vann skýrsluna leggur m.a. til að gefin verði út sameiginleg landsáætlun stjórnvalda, Matvælastofnunar og bænda um riðuveikilaust Ísland, þ.m.t arfgerðagreiningar. Einnig að stutt verði við sæðingar með hrútum sem bera verndandi arfgerðir og komið á fót samstarfi við.Aðsend En er raunhæft að útrýma riðuveiki fyrir fullt og allt? „Það er raunhæft en það tekur tíma. Það þarf þolinmæði og við þurfum samhliða ræktun að stöðva að smitefnin nái að dreifa sér og reyna að gera allt sem við getum þar þannig að það sé ekki að dreifa sér frá viðkomandi bæ eða magnist upp á bænum,” segir Sigurborg. Skýrsla hópsins Dýraheilbrigði Landbúnaður Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Sjá meira
Í vikunni skilaði sérfræðingahópur sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra skipaði í vor af sér skýrslu til ráðherra sem ber heitið „Aðgerðir gegn riðuveiki - ný nálgun með verndandi arfgerðum“. Í skýrslunni er að finna greiningu hópsins á núverandi stöðu og tillögur að útfærslu við ræktun fjár með verndandi arfgerðir. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir þekkir vel innihald skýrslunnar. „Aðal ráðgjöfin er að Íslandi ætti að setja sér áætlun, landsáætlun um hvernig standa á að ræktun með verndandi arfgerðum og að þetta verði í rauninni sameiginlegt plagg, sem ráðuneytið stendur að, Bændasamtökin, sauðfjárbændur og Matvælastofnun þannig að við komum okkur saman um í megindráttum hvernig á að standa að þessu og hver á að gera hvað þannig að við stígum öll í takt og göngum í takt í þessum aðgerðum á næstu árum og áratugum,” segir Sigurborg. Sigurborg segir að nýja arfgerðin muni breyta öllu ef vel tekst til varðandi riðuna. „Já, ef að við ræktum hana upp þá mun hún breyta miklu með það að markmiði að reyna að útrýma riðuveiki á Íslandi.” Hópurinn, sem vann skýrsluna leggur m.a. til að gefin verði út sameiginleg landsáætlun stjórnvalda, Matvælastofnunar og bænda um riðuveikilaust Ísland, þ.m.t arfgerðagreiningar. Einnig að stutt verði við sæðingar með hrútum sem bera verndandi arfgerðir og komið á fót samstarfi við.Aðsend En er raunhæft að útrýma riðuveiki fyrir fullt og allt? „Það er raunhæft en það tekur tíma. Það þarf þolinmæði og við þurfum samhliða ræktun að stöðva að smitefnin nái að dreifa sér og reyna að gera allt sem við getum þar þannig að það sé ekki að dreifa sér frá viðkomandi bæ eða magnist upp á bænum,” segir Sigurborg. Skýrsla hópsins
Dýraheilbrigði Landbúnaður Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Sjá meira