Verða sængur og koddar viðriðin næsta Met Gala? Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 13. nóvember 2023 13:30 Fyrirsæta á sýningu Viktor & Rolf árið 2005 klæðist tískulegum svefnpoka með kodda fasta við hárið. Ætli stjörnurnar skarti einhverju svipuðu á næsta Met Gala? Michel Dufour/WireImage Fyrsta mánudag maí mánaðar koma stjörnurnar árlega saman í glæsilegum klæðnaði í tilefni af viðburðinum Met Gala, sem er gjarnan talinn stærsti tískuviðburður ársins. Met Gala verður haldið á Metropolitan safninu í New York 6. maí næstkomandi og árlega er gefið út ákveðið þema. Viðburðurinn virkar sem svo að stærstu tískuhönnuðir heimsins bjóða stjörnunum að klæðast flíkum eftir sig. Í kjölfar viðburðarins opnar sýning á safninu sem einkennist af þemanu en nýlega gáfu skipuleggjendur viðburðarins út að árið 2024 einkennist hann af einhvers konar endurvakningu á sofandi fegurð, þar sem titillinn er Sleeping Beauties: Reawakening Fashion. View this post on Instagram A post shared by Vogue (@voguemagazine) Má gera ráð fyrir að einhver tískutrend verði endurvakin í tilefni af þessu en netverjar hafa leikið sér að því að hugsa hvernig klæðnaður einkennir þemað og velta meðal annars fyrir sér hvort tískurisarnir bjóði stjörnum upp á flíkur sem minna á sæng og kodda. Tónlistarmaðurinn Tommy Ca$h skartaði einmitt slíkum klæðaburði á tískusýningu fyrr á árinu. View this post on Instagram A post shared by TOMM¥ A$H (@tommycashworld) Forsvarsmenn þessarar tískuhátíðar eiga þó eftir að útskýra þemað og bíða tískuunnendur eflaust spenntir eftir að sjá fjölbreyttar útfærslur stærstu hönnuða heims á þemanu. Það verður forvitnilegt að sjá hvort þessi klæðnaður Viktor & Rolf frá árinu 2005 verði endurvakinn á Met Gala næstkomandi vor.Michel Dufour/WireImage Tíska og hönnun Hollywood Menning Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira
Met Gala verður haldið á Metropolitan safninu í New York 6. maí næstkomandi og árlega er gefið út ákveðið þema. Viðburðurinn virkar sem svo að stærstu tískuhönnuðir heimsins bjóða stjörnunum að klæðast flíkum eftir sig. Í kjölfar viðburðarins opnar sýning á safninu sem einkennist af þemanu en nýlega gáfu skipuleggjendur viðburðarins út að árið 2024 einkennist hann af einhvers konar endurvakningu á sofandi fegurð, þar sem titillinn er Sleeping Beauties: Reawakening Fashion. View this post on Instagram A post shared by Vogue (@voguemagazine) Má gera ráð fyrir að einhver tískutrend verði endurvakin í tilefni af þessu en netverjar hafa leikið sér að því að hugsa hvernig klæðnaður einkennir þemað og velta meðal annars fyrir sér hvort tískurisarnir bjóði stjörnum upp á flíkur sem minna á sæng og kodda. Tónlistarmaðurinn Tommy Ca$h skartaði einmitt slíkum klæðaburði á tískusýningu fyrr á árinu. View this post on Instagram A post shared by TOMM¥ A$H (@tommycashworld) Forsvarsmenn þessarar tískuhátíðar eiga þó eftir að útskýra þemað og bíða tískuunnendur eflaust spenntir eftir að sjá fjölbreyttar útfærslur stærstu hönnuða heims á þemanu. Það verður forvitnilegt að sjá hvort þessi klæðnaður Viktor & Rolf frá árinu 2005 verði endurvakinn á Met Gala næstkomandi vor.Michel Dufour/WireImage
Tíska og hönnun Hollywood Menning Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira