Kolbeinn berst við Bosníumann í Vínarborg í jólamánuðinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2023 16:00 Kolbeinn Kristinsson hefur aldrei tapað bardaga á atvinnumannaferli sínum. theicebearkristinsson Íslenski hnefaleikakappinn Kolbeinn Kristinsson er búinn að fá bardaga í næsta mánuði en sá bardagi kemur fljótt eftir þann síðasta þar sem okkar maður vann frábæran sigur. Kolbeinn vann yfirburðasigur á Englendingnum Michael Bassett í Vínarborg í september og fær nú annan átta lotu bardaga á sama stað 2. desember næstkomandi. Kolbeinn er ósigraður á ferlinum með fjórtán bardaga að baki og hann hefur endað átta þeirra með rothöggi. Andstæðingur Kolbeins verður að þessu sinni Mirko Tintor, 36 ára gamall Bosníumaður, en hann er örvhentur hnefaleikakappi. Tintor hefur unnið sextán bardaga á ferlinum og tapað átta. Báðir eru þekktir fyrir að klára bardagana sína snemma og því verður þetta æsispennandi viðeign í byrjun desember. „Ég er spenntur að fara aftur til Vínarborgar og skila frábærri frammistöðu og highlight reel rothöggi. Svo í kjölfarið að halda áfram að vinna mig í átt að því að verða heimsmeistari,“ sagði Kolbeinn Kristinsson kokhraustur í fréttatilkynningu. Kolbeinn hefur stundað hnefaleika í fimmtán ár og hann keppti líka lengi í ólympískum hnefaleikum. Hann hefur verið okkar fremsti hnefaleikakappi í mörg ár ásamt því að vera eini íslenski atvinnumaðurinn í sportinu. Kolli eins og hann er kallaður er 35 ára gamall og á tvö börn og unnustu hér á landi og leggur mikið á sig til að vera til staðar fyrir þau ásamt því að stunda atvinnumennskuna. Eftir að hafa ekki fengið að keppa í tvö ár er það kærkomið að fá að stíga í hringinn og gera það sem hann hefur ástríðu fyrir, að kýla menn í klessu inni í boxhring þó að flestir sem þekkja Kolla sjá hann sem rólyndis dreng og frábæran náunga þá breytist það þegar inn í hringinn er komið. View this post on Instagram A post shared by Kolbeinn Kristinsson (@theicebearkristinsson) Box Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Hákon: Þú vilt spila þessa leik Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Sjá meira
Kolbeinn vann yfirburðasigur á Englendingnum Michael Bassett í Vínarborg í september og fær nú annan átta lotu bardaga á sama stað 2. desember næstkomandi. Kolbeinn er ósigraður á ferlinum með fjórtán bardaga að baki og hann hefur endað átta þeirra með rothöggi. Andstæðingur Kolbeins verður að þessu sinni Mirko Tintor, 36 ára gamall Bosníumaður, en hann er örvhentur hnefaleikakappi. Tintor hefur unnið sextán bardaga á ferlinum og tapað átta. Báðir eru þekktir fyrir að klára bardagana sína snemma og því verður þetta æsispennandi viðeign í byrjun desember. „Ég er spenntur að fara aftur til Vínarborgar og skila frábærri frammistöðu og highlight reel rothöggi. Svo í kjölfarið að halda áfram að vinna mig í átt að því að verða heimsmeistari,“ sagði Kolbeinn Kristinsson kokhraustur í fréttatilkynningu. Kolbeinn hefur stundað hnefaleika í fimmtán ár og hann keppti líka lengi í ólympískum hnefaleikum. Hann hefur verið okkar fremsti hnefaleikakappi í mörg ár ásamt því að vera eini íslenski atvinnumaðurinn í sportinu. Kolli eins og hann er kallaður er 35 ára gamall og á tvö börn og unnustu hér á landi og leggur mikið á sig til að vera til staðar fyrir þau ásamt því að stunda atvinnumennskuna. Eftir að hafa ekki fengið að keppa í tvö ár er það kærkomið að fá að stíga í hringinn og gera það sem hann hefur ástríðu fyrir, að kýla menn í klessu inni í boxhring þó að flestir sem þekkja Kolla sjá hann sem rólyndis dreng og frábæran náunga þá breytist það þegar inn í hringinn er komið. View this post on Instagram A post shared by Kolbeinn Kristinsson (@theicebearkristinsson)
Box Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Hákon: Þú vilt spila þessa leik Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Sjá meira