Sigdalur hefur myndast í Grindavík og hefur hann valdið töluverðum skemmdum í bænum. Gliðnun virðist hafa tekið hitaveitulagnir í sundur og myndað stóra skurði á lóðum og undir götum og jafnvel húsum.
Skjálftavirkni hefur þó verið minni í dag en hún var um helgina.
Hér að neðan má sjá myndir sem Vegagerðin birti í morgun.
Hér má sjá myndefni frá Landhelgisgæslunni, sem sýnir sprunguna í Grindavík úr lofti.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók svo meðfylgjandi myndir í og við Grindavík í morgun og í dag.



































