Tilbúin með áætlanir fyrir daginn Atli Ísleifsson skrifar 15. nóvember 2023 08:02 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, segir að þeir Grindvíkingar sem ekki hafi enn haft tækifæri til að fara á heimili sín muni fá tækifæri til þess í dag. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, segir nóttina hafa verið nokkuð rólega og tíðindalausa. Dagurinn byrji núna með mati vísindamanna á nýjum gögnum. „Við erum tilbúin með áætlanir um að íbúar geti haldið áfram að fara inn í hús sín. Það eru nokkrir sem hafa ekkert fengið að fara að ráði og við ætlum að reyna að klára það í dag. Það er búið að vera í samskiptum við þá íbúa,“ segir Víðir. Víðir ræddi stöðuna í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Hann segir að einnig verði unnið áfram að verðmætabjörgun hjá fyrirtækjum. „Það hefur gengið vel, eins og hægt er.“ Víðir minnir á að það muni opna þjónustumiðstöð almannavarna í Tollhúsinu í hádeginu í dag. „Þar munu Grindvíkingar hafa aðstöðu til að hittast, en ekki síður ætlum við að safna saman þeim sérfræðingum sem geta svarað spurningum, meðal annars varðandi tjónamálin og slíkt. Þar munum við líka veita sálrænan stuðning fólki og hjálpað fólki að sameinast aðeins,“ segir Víðir. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Hann segir búið að vera gríðarlegt álag á viðbragðsaðilum, sérstaklega þeim sem búa í Grindavík. „Þeir eru náttúrulega á fullu að vinna með sínum samborgurum. Það má nefna það eru nokkrir í stjórnstöðvarvinnu sem höfðu ekki haft tækifæri til að snúa heim til sín. Þeir hafi hins vegar fengið leyfi í gærkvöldi til að gera það,“ segir Víðir. Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Grindavík Lögreglumál Tengdar fréttir Opna þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga í Tollhúsinu Á morgun verður opnuð þjónustumiðstöð í Tollhúsinu við Tryggvagötu, fyrir Grindvíkinga og aðra sem hafa orðið fyrir áhrifum jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Boðið verður upp á samveru, stuðning, ráðgjöf og fræðslu. 14. nóvember 2023 22:50 Vaktin: 500 skjálftar frá miðnætti en allir í minni kantinum Um 500 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Stærsti skjálftinn náði ekki þremur stigum. 15. nóvember 2023 07:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
„Við erum tilbúin með áætlanir um að íbúar geti haldið áfram að fara inn í hús sín. Það eru nokkrir sem hafa ekkert fengið að fara að ráði og við ætlum að reyna að klára það í dag. Það er búið að vera í samskiptum við þá íbúa,“ segir Víðir. Víðir ræddi stöðuna í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Hann segir að einnig verði unnið áfram að verðmætabjörgun hjá fyrirtækjum. „Það hefur gengið vel, eins og hægt er.“ Víðir minnir á að það muni opna þjónustumiðstöð almannavarna í Tollhúsinu í hádeginu í dag. „Þar munu Grindvíkingar hafa aðstöðu til að hittast, en ekki síður ætlum við að safna saman þeim sérfræðingum sem geta svarað spurningum, meðal annars varðandi tjónamálin og slíkt. Þar munum við líka veita sálrænan stuðning fólki og hjálpað fólki að sameinast aðeins,“ segir Víðir. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Hann segir búið að vera gríðarlegt álag á viðbragðsaðilum, sérstaklega þeim sem búa í Grindavík. „Þeir eru náttúrulega á fullu að vinna með sínum samborgurum. Það má nefna það eru nokkrir í stjórnstöðvarvinnu sem höfðu ekki haft tækifæri til að snúa heim til sín. Þeir hafi hins vegar fengið leyfi í gærkvöldi til að gera það,“ segir Víðir.
Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Grindavík Lögreglumál Tengdar fréttir Opna þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga í Tollhúsinu Á morgun verður opnuð þjónustumiðstöð í Tollhúsinu við Tryggvagötu, fyrir Grindvíkinga og aðra sem hafa orðið fyrir áhrifum jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Boðið verður upp á samveru, stuðning, ráðgjöf og fræðslu. 14. nóvember 2023 22:50 Vaktin: 500 skjálftar frá miðnætti en allir í minni kantinum Um 500 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Stærsti skjálftinn náði ekki þremur stigum. 15. nóvember 2023 07:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Opna þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga í Tollhúsinu Á morgun verður opnuð þjónustumiðstöð í Tollhúsinu við Tryggvagötu, fyrir Grindvíkinga og aðra sem hafa orðið fyrir áhrifum jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Boðið verður upp á samveru, stuðning, ráðgjöf og fræðslu. 14. nóvember 2023 22:50
Vaktin: 500 skjálftar frá miðnætti en allir í minni kantinum Um 500 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Stærsti skjálftinn náði ekki þremur stigum. 15. nóvember 2023 07:00