Krefst tafarlausrar frystingar lána Grindvíkinga vaxtalaust Jakob Bjarnar skrifar 15. nóvember 2023 13:44 Þó Sigríður María sé brosmild á þessari mynd er henni ekki skemmt. Hún krefst aðgerða og það strax; tilboð bankanna um að frysta húsnæðislán Grindvíkinga sé falsörlæti. vísir/vilhelm/aðsend Grindvíkingurinn Sigríður María Eyþórsdóttir, kirkjuvörður í Grindavíkurkirkju, skrifar viðhorfspistil þar sem hún krefur meðal annarra lánastofnanir og Alþingi til að nýta sér ekki neyð Grindvíkinga. „Krafan hlýtur að vera tafarlaus frysting á lán Grindvíkinga, án vaxta og verðbótasöfnunar, um umsaminn tíma. Ég kalla á alþingi Íslendinga og samfélagsins alls til þess að koma í veg fyrir að tæplega 4 þúsund manns missi heimili sín og framtíð í kjaft auðvaldsins,“ segir í pistli Sigríðar Maríu sem hún birtir á Vísi. Blekking bankanna Þetta ákall Sigríðar Maríu, sem lokar pistli sínum á því að spyrja hvort einhver vilji ekki kaupa snoturt tvílyft steinhús með auka íbúð í bílskúrnum á besta stað í Grindavík, er sannkallaður reiðilestur. Tilefnið er augljóst, jarðhræringar á Reykjanesi sem þegar hefur kostað ómælanlegt tjón í Grindavík. Eins og Vísir greindi frá hafa lánastofnanir þegar lofað frystingu á lánum Grindvíkinga. En það er langt í frá nóg að mati Sigríðar Maríu sem talar um það sem „falsörlæti“; tilboð bankanna um að frysta húsnæðislán Grindvíkinga sé gagnsæ blekking til að nýta sér hörmungar sem nú dynja yfir heilt sveitarfélag og skara eld að sinni köku. „Ég skora á stjórnaraðstöðuna, ég skora á alþingismenn alla, ég skora á kirkjuna, ég skora á verkalýðshreyfinguna, ég skora á félagasamtök, ég skora á almenning, ég skora á alla sem telja sig hafa sóma sem manneskjur að stöðva þetta ferli með öllu móti, hvort sem heldur er með mótmælum eða lagasetningum,“ segir í pistli Sigríðar Maríu. Kaldar kveðjur og svívirða Sigríður María segir nú ekki aðeins ríkja ófremdarástand, heldur neyðarástand. „Og það er með öllu ósamrýmanlegt félagslegum gildum og manngildum að fjármálastofnanir geti makað krókinn og fitað svínið á þennan hátt fyrir það sem má kalla augljósa og fyrirsjáanlega slátrun.“ Hún segir Grindvíkinga nú heimilislausa og í framtíðarótta, eins og hún kallar það. „Að sjá fram á atvinnumissi, fjárhagslegt hrun og þurfa á sama tíma að framfleyta fjölskyldum á óöruggum og hagnaðardrifnum húsaleigumarkaði um ófyrirsjáanlega framtíð. Þetta eru ekki kaldar kveðju til okkar sem horfum inn í óvissuna, þetta er svívirða.“ Grindavík Húsnæðismál Íslenskir bankar Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fjármál heimilisins Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
„Krafan hlýtur að vera tafarlaus frysting á lán Grindvíkinga, án vaxta og verðbótasöfnunar, um umsaminn tíma. Ég kalla á alþingi Íslendinga og samfélagsins alls til þess að koma í veg fyrir að tæplega 4 þúsund manns missi heimili sín og framtíð í kjaft auðvaldsins,“ segir í pistli Sigríðar Maríu sem hún birtir á Vísi. Blekking bankanna Þetta ákall Sigríðar Maríu, sem lokar pistli sínum á því að spyrja hvort einhver vilji ekki kaupa snoturt tvílyft steinhús með auka íbúð í bílskúrnum á besta stað í Grindavík, er sannkallaður reiðilestur. Tilefnið er augljóst, jarðhræringar á Reykjanesi sem þegar hefur kostað ómælanlegt tjón í Grindavík. Eins og Vísir greindi frá hafa lánastofnanir þegar lofað frystingu á lánum Grindvíkinga. En það er langt í frá nóg að mati Sigríðar Maríu sem talar um það sem „falsörlæti“; tilboð bankanna um að frysta húsnæðislán Grindvíkinga sé gagnsæ blekking til að nýta sér hörmungar sem nú dynja yfir heilt sveitarfélag og skara eld að sinni köku. „Ég skora á stjórnaraðstöðuna, ég skora á alþingismenn alla, ég skora á kirkjuna, ég skora á verkalýðshreyfinguna, ég skora á félagasamtök, ég skora á almenning, ég skora á alla sem telja sig hafa sóma sem manneskjur að stöðva þetta ferli með öllu móti, hvort sem heldur er með mótmælum eða lagasetningum,“ segir í pistli Sigríðar Maríu. Kaldar kveðjur og svívirða Sigríður María segir nú ekki aðeins ríkja ófremdarástand, heldur neyðarástand. „Og það er með öllu ósamrýmanlegt félagslegum gildum og manngildum að fjármálastofnanir geti makað krókinn og fitað svínið á þennan hátt fyrir það sem má kalla augljósa og fyrirsjáanlega slátrun.“ Hún segir Grindvíkinga nú heimilislausa og í framtíðarótta, eins og hún kallar það. „Að sjá fram á atvinnumissi, fjárhagslegt hrun og þurfa á sama tíma að framfleyta fjölskyldum á óöruggum og hagnaðardrifnum húsaleigumarkaði um ófyrirsjáanlega framtíð. Þetta eru ekki kaldar kveðju til okkar sem horfum inn í óvissuna, þetta er svívirða.“
Grindavík Húsnæðismál Íslenskir bankar Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fjármál heimilisins Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira