„Ég fór að gráta með henni“ Oddur Ævar Gunnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 15. nóvember 2023 15:18 Cynthia hélt í hendurnar á ókunnugri konu sem hún hjálpaði að ná í nauðsynjar og grét með henni. Vísir Cynthia Pétursdóttir fékk að fara heim til Grindavíkur í miklu stress í dag og sækja dót. Þar á meðal myndir af fjölskyldunni og nokkrar flíkur. Hún var tíu mínútur á svæðinu og fékk aðstoð frá björgunarsveitarfólki. Ein hélt í höndina á henni á meðan hún grét á leiðinni út úr íbúðinni. Eins og fram hefur komið hafa Grindvíkingar fengið að sækja nauðsynjar til síns heima í dag, þriðja daginn í röð. Einhverjir íbúar hafa kvartað undan skipulagsleysi og hafa margir þurft að bíða lengi. Titrar ennþá Cynthia var nýbúin að ná í nauðsynjar heim til sín og var á leið út úr Grindavík þegar fréttastofa náði af henni tali. Hún segir það hafa tekið um fimm tíma frá því að hún mætti við lokunarpóst. Hvernig var ástandið heima? „Bara, leit vel út. Engar skemmdir eða neitt. Þetta var bara stressandi. Ég titra ennþá sko. Ég er að fara að grenja sko,“ segir Cynthia og ljóst að það er erfitt að rifja föstudagskvöldið upp þegar skipun var gefin til íbúa um að rýma bæinn. „Pabbi var bara: „Ég er ekki að fara neitt, ég er ekki að fara neitt,“ Gamli kall sko....ég sagði bara: „Jú við verðum að fara.“ Ég tók eina litla tösku fyrir mig og hann,“ segir Cynthia. „En núna var ég að ná í allt sem hann á. Myndir af fyrrverandi konunni hans, barnamyndir af mér og systkinum mínum og svona. Nokkrar flíkur á mig þú veist. En já, vonandi komumst við aftur heim.“ Héldust í hendur alla leiðina Varstu lengi á svæðinu? „Ég var tíu mínútur. Ekki meira. Inn og út. Björgunarsveitarfólkið hjálpaði, kona sem var með mér í bíl hjálpaði líka og við hjálpuðum henni líka heima hjá henni. Þetta gekk bara rosa vel.“ Hvernig leið þér á svæðinu? „Þetta var bara mjög stressandi. Bara allt tómt. Um leið og ég kom út þá byrjaði ég bara að skjálfa, ég fór að gráta með henni. Við héldumst í hendur alla leiðina aftur niður á bílaplan. Frábær kona. Ég man ekki hvað hún heitir samt, en já. Þetta er ógeðslega stressandi.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
Eins og fram hefur komið hafa Grindvíkingar fengið að sækja nauðsynjar til síns heima í dag, þriðja daginn í röð. Einhverjir íbúar hafa kvartað undan skipulagsleysi og hafa margir þurft að bíða lengi. Titrar ennþá Cynthia var nýbúin að ná í nauðsynjar heim til sín og var á leið út úr Grindavík þegar fréttastofa náði af henni tali. Hún segir það hafa tekið um fimm tíma frá því að hún mætti við lokunarpóst. Hvernig var ástandið heima? „Bara, leit vel út. Engar skemmdir eða neitt. Þetta var bara stressandi. Ég titra ennþá sko. Ég er að fara að grenja sko,“ segir Cynthia og ljóst að það er erfitt að rifja föstudagskvöldið upp þegar skipun var gefin til íbúa um að rýma bæinn. „Pabbi var bara: „Ég er ekki að fara neitt, ég er ekki að fara neitt,“ Gamli kall sko....ég sagði bara: „Jú við verðum að fara.“ Ég tók eina litla tösku fyrir mig og hann,“ segir Cynthia. „En núna var ég að ná í allt sem hann á. Myndir af fyrrverandi konunni hans, barnamyndir af mér og systkinum mínum og svona. Nokkrar flíkur á mig þú veist. En já, vonandi komumst við aftur heim.“ Héldust í hendur alla leiðina Varstu lengi á svæðinu? „Ég var tíu mínútur. Ekki meira. Inn og út. Björgunarsveitarfólkið hjálpaði, kona sem var með mér í bíl hjálpaði líka og við hjálpuðum henni líka heima hjá henni. Þetta gekk bara rosa vel.“ Hvernig leið þér á svæðinu? „Þetta var bara mjög stressandi. Bara allt tómt. Um leið og ég kom út þá byrjaði ég bara að skjálfa, ég fór að gráta með henni. Við héldumst í hendur alla leiðina aftur niður á bílaplan. Frábær kona. Ég man ekki hvað hún heitir samt, en já. Þetta er ógeðslega stressandi.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira