Hvetur þá sem þegar hafa farið inn í Grindavík að hleypa öðrum að Lillý Valgerður Pétursdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 16. nóvember 2023 00:05 Víðir Reynisson yfirlögreglustjóri Almannavarna. Vísir/Vilhelm Rafmagn fór af hluta Grindavíkur seinni partinn í dag. Yfirlögreglustjóri Almannavarna segir viðgerðarfólk á vegum HS veitna muni fara inn í Grindavík á morgun ef hættumat leyfir. Þá biðlar hann til íbúa Grindavíkur sem þegar hafa fengið að fara heim að hleypa hinum á undan sér. „HS veitur eru að skoða þetta en það verðu rekki hægt að fara í einhverjar viðgerðir fyrr en það er orðið bjart á morgun. Við vinnum ekkert á þessu svæði á nóttunni eða í myrkrinu,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögreglustjóri Almannavarna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir rafmagnsleysið vera í austasta hluta bæjarins, austan megin við misgengið. „Líklegast er náttúrlega að eitthvað hafi farið í sundur en við vitum það ekki og HS veitur og viðgerðarfólk á þeirra vegum fer á stað í fyrramálið ef hættumatið hefur ekki breyst.“ Voru íbúar á svæðinu ennþá að sækja dót þegar þetta gerðist? „Það var eitthvað orðið lítið af því. Það átti að hætta því fyrir myrkur og þetta gerist ekkert löngu fyrir myrkur þannig að það hafa ekki verið margir eftir þarna inni,“ segir Víðir. Aðspurður út í gagnrýni sem lögregla hefur fengið vegna fyrirkomulags segir hann gagnrýnina líklega réttmæta. „Það kom ítrekað fram í dag, við báðum fólk sem hafði verið búið að fara að fara ekki aftur svo við gætum komið öllum að sem áttu eftir að fara. Það tókst ekki alveg nógu vel í dag og við höldum áfram á morgun.“ Varnargarðar mikilvægir heita vatnsins vegna Víðir segir að vegna hættu megi örfáir fara inn á svæðið í einu. Tryggja þurfi að rýming yrði snögg ef til hennar kæmi. „Þannig að það verður haldið áfram á morgun og vonandi tekst þá að allir geti kíkt heim sem ekki hafa getað það hingað til,“ segir Víðir. „Og aftur hvetjum við þá sem eru búnir að fara að leyfa hinum að hafa forgang,“ bætir hann við. Víðir segir hafa verið sérstakt að koma inn í Grindavík í dag. „Það hafa verið gríðarleg umbrot og það er mikið tjón og mikil vinna fram undan að laga tjón og koma bænum aftur í samt lag.“ Hann segir Almannavarnir hafa lagt áherslu á byggingu varnargarða. „Í fyrsta falli til þess að verja orkuverið í Svartsengi þannig að hitaveituframleiðslan geti haldið áfram. Það er ýmislegt hægt að gera varðandi kalda vatnið og rafmagnið en heita vatnið er veikasti punkturinn og það er áhersluatriði varðandi varnargarðana,“ segir Víðir að lokum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
„HS veitur eru að skoða þetta en það verðu rekki hægt að fara í einhverjar viðgerðir fyrr en það er orðið bjart á morgun. Við vinnum ekkert á þessu svæði á nóttunni eða í myrkrinu,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögreglustjóri Almannavarna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir rafmagnsleysið vera í austasta hluta bæjarins, austan megin við misgengið. „Líklegast er náttúrlega að eitthvað hafi farið í sundur en við vitum það ekki og HS veitur og viðgerðarfólk á þeirra vegum fer á stað í fyrramálið ef hættumatið hefur ekki breyst.“ Voru íbúar á svæðinu ennþá að sækja dót þegar þetta gerðist? „Það var eitthvað orðið lítið af því. Það átti að hætta því fyrir myrkur og þetta gerist ekkert löngu fyrir myrkur þannig að það hafa ekki verið margir eftir þarna inni,“ segir Víðir. Aðspurður út í gagnrýni sem lögregla hefur fengið vegna fyrirkomulags segir hann gagnrýnina líklega réttmæta. „Það kom ítrekað fram í dag, við báðum fólk sem hafði verið búið að fara að fara ekki aftur svo við gætum komið öllum að sem áttu eftir að fara. Það tókst ekki alveg nógu vel í dag og við höldum áfram á morgun.“ Varnargarðar mikilvægir heita vatnsins vegna Víðir segir að vegna hættu megi örfáir fara inn á svæðið í einu. Tryggja þurfi að rýming yrði snögg ef til hennar kæmi. „Þannig að það verður haldið áfram á morgun og vonandi tekst þá að allir geti kíkt heim sem ekki hafa getað það hingað til,“ segir Víðir. „Og aftur hvetjum við þá sem eru búnir að fara að leyfa hinum að hafa forgang,“ bætir hann við. Víðir segir hafa verið sérstakt að koma inn í Grindavík í dag. „Það hafa verið gríðarleg umbrot og það er mikið tjón og mikil vinna fram undan að laga tjón og koma bænum aftur í samt lag.“ Hann segir Almannavarnir hafa lagt áherslu á byggingu varnargarða. „Í fyrsta falli til þess að verja orkuverið í Svartsengi þannig að hitaveituframleiðslan geti haldið áfram. Það er ýmislegt hægt að gera varðandi kalda vatnið og rafmagnið en heita vatnið er veikasti punkturinn og það er áhersluatriði varðandi varnargarðana,“ segir Víðir að lokum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira