„Svo heppin að hafa átt tvo pabba“ Stefán Árni Pálsson skrifar 17. nóvember 2023 10:35 Eva starfar í dag hjá Hagkaup. Ein vinsælasta sjónvarpskona landsins undanfarin ár Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir hvarf af skjánum í fyrra. En hvað er hún að gera þessa dagana? Vala Matt hitti hana á dögunum og ræddi við hana um allt milli himins og jarðar í Íslandi í dag sem sýnt var á Stöð 2 í gærkvöldi. Eva var bæði í mikilli sjónvarps og útvarps vinnu ásamt því að gefa út metsölubækur og halda úti gríðarlega vinsælum samfélagsmiðlum og heimasíðu. En nú er Eva komin í nýtt starf og ný ævintýri. Hún starfar í dag sem markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaups. Eva talaði fallega um foreldra sína í viðtalinu en móðir hennar stýrir eldhúsinu hjá verktakafyrirtækinu Ístaki. „Það var eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert var að vinna hjá henni í eldhúsinu þegar ég var unglingur,“ segir Eva og heldur áfram. „Ég smitaðist af henni og hún kenndi mér allt sem ég kann, hún er náttúrlega bara snillingur. Foreldrar mínir eru mér miklar fyrirmyndir. Ég er svo heppin að hafa átt tvo pabba. Pabbi minn Steindór vinnur hjá Ístak líka og stýrir verkefnum þar, göngum og öðru slíku. Þetta er harðduglegt fólk og ég er ótrúlega stolt og glöð að eiga þessa foreldra.“ Eins og margir vita er faðir hennar Evu þjóðargersemin Hermann Gunnarsson sem lést árið 2013 66 ára að aldri. „Ég gæti ekki verið ríkari manneskja að vera með þau þrjú, það er þvílíkur happafengur,“ segir Eva sem fer næst yfir það hversu mikið jólabarn hún er. Hér að neðan má sjá brot úr innslaginu en áskrifendur geta séð það í heild sinni á Stöð 2+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2. Klippa: Svo heppin að hafa átt tvo pabba Ísland í dag Jól Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira
En hvað er hún að gera þessa dagana? Vala Matt hitti hana á dögunum og ræddi við hana um allt milli himins og jarðar í Íslandi í dag sem sýnt var á Stöð 2 í gærkvöldi. Eva var bæði í mikilli sjónvarps og útvarps vinnu ásamt því að gefa út metsölubækur og halda úti gríðarlega vinsælum samfélagsmiðlum og heimasíðu. En nú er Eva komin í nýtt starf og ný ævintýri. Hún starfar í dag sem markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaups. Eva talaði fallega um foreldra sína í viðtalinu en móðir hennar stýrir eldhúsinu hjá verktakafyrirtækinu Ístaki. „Það var eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert var að vinna hjá henni í eldhúsinu þegar ég var unglingur,“ segir Eva og heldur áfram. „Ég smitaðist af henni og hún kenndi mér allt sem ég kann, hún er náttúrlega bara snillingur. Foreldrar mínir eru mér miklar fyrirmyndir. Ég er svo heppin að hafa átt tvo pabba. Pabbi minn Steindór vinnur hjá Ístak líka og stýrir verkefnum þar, göngum og öðru slíku. Þetta er harðduglegt fólk og ég er ótrúlega stolt og glöð að eiga þessa foreldra.“ Eins og margir vita er faðir hennar Evu þjóðargersemin Hermann Gunnarsson sem lést árið 2013 66 ára að aldri. „Ég gæti ekki verið ríkari manneskja að vera með þau þrjú, það er þvílíkur happafengur,“ segir Eva sem fer næst yfir það hversu mikið jólabarn hún er. Hér að neðan má sjá brot úr innslaginu en áskrifendur geta séð það í heild sinni á Stöð 2+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2. Klippa: Svo heppin að hafa átt tvo pabba
Ísland í dag Jól Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira