Fyrirtækjum hleypt inn í morgun þrátt fyrir skilaboð um annað Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. nóvember 2023 10:55 Einn stór flutningabíll fór inn á svæðið og tveir minni bílar merktir Nettó. Skjáskot „Íbúarnir eru í algjörum forgangi hjá okkur og hafa verið. En síðan erum við með fjöldann allan af fyrirtækjum sem meðal annars eru inni á þessu rauða svæði, á þessu korti sem fór út frá okkur áðan, og þetta er bara svo svakalega stórt og umfangið svo mikið.“ Þetta sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, í samtali rétt í þessu en fréttastofu barst í morgun ábending og myndskeið frá reiðum íbúa í Grindavík, sem varð vitni að því rétt fyrir klukkan 9 að bílum frá fyrirtæki eða fyrirtækjum var hleypt inn í bæinn. Lögregla og Almannavarnir höfðu áður sent út tilkynningar um að þeim íbúum sem aðgerðastjórn hefði haft samband við yrði hleypt inn í bæinn klukkan 9 í dag en fyrirtækjum klukkan 14. Heimild til íbúa næði til 90 fasteigna. „Við erum auðvitað með sértækar aðgerðir í gangi jafnframt,“ sagði Úlfar. „Aðaláherslan er á að sinna íbúum og við komust ekki yfir fleiri eignir í dag en á sama tíma erum við að vinna á öðrum svæðum, þótt að það sé kannski ekki alltaf tekið fram í tilkynningum.“ Úlfar sagði um að ræða gríðarstóra aðgerð. „Við erum að reyna að sinna fyrirtækjunum eins og nokkur kostur er og þetta snýr að verðmætabjörgun en höfuðáherslan og okkar mannskapur, svotil allur, er í því að aðstoða íbúa við að komast í sínar eignir á rauða svæðinu. Það er bara þannig.“ Inntur eftir því hvort hann hefði skilning á því að íbúar upplifðu að það væri ekki mikið gagnsæi í aðgerðunum sagði Úlfar: „Það eru hamfarir í gangi hérna á Reykjanesi, þú áttar þig á því, og við getum ekki sagt frá öllu því sem við gerum. Það er bara ekki þannig. En við segjum auðvitað frá því allra, allra helsta og ég held að við höfum gert það bara nokkuð vel.“ Það sem gefið var út í morgun um tímasetningar sé reglan en „ef við höfum svigrúm til þess að bregðast við beiðnum hvað varðar verðmætabjörgun þá reynum við að nýta tímann eins vel og nokkur kostur er. Það er okkar verklag. Við erum alltaf að reyna að gera eilítið betur en við getum.“ Mannskapurinn sé takmörkuð auðlind en Úlfar ítrekar að íbúar séu í fyrsta sæti. Uppfært klukkan 11:11 Lögreglan á Suðurnesjum hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu. „Vakin er athygli á því að af öryggisástæðum er ekki hægt að taka fleiri íbúa inn á mesta hættusvæðið í dag. Það færi gegn ráðleggingum okkar helstu sérfræðinga hjá Veðurstofu Íslands og samstarfsaðila við Háskóla Íslands. Fyrirtækjum verður sinnt eins og áður segir frá kl. 14. Haft hefur verið samband við þau fyrirtæki. Á sama tíma er unnið að sértækum aðgerðum sem ekki komu fram í fréttatilkynningu lögreglustjóra nú í morgun, m.a. verðmætabjörgun úr verslun Samkaupa í Grindavík ásamt öðrum verkefnum. Verðmætabjörgun sem fyrr er undir eftirliti viðbragðsaðila.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Þetta sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, í samtali rétt í þessu en fréttastofu barst í morgun ábending og myndskeið frá reiðum íbúa í Grindavík, sem varð vitni að því rétt fyrir klukkan 9 að bílum frá fyrirtæki eða fyrirtækjum var hleypt inn í bæinn. Lögregla og Almannavarnir höfðu áður sent út tilkynningar um að þeim íbúum sem aðgerðastjórn hefði haft samband við yrði hleypt inn í bæinn klukkan 9 í dag en fyrirtækjum klukkan 14. Heimild til íbúa næði til 90 fasteigna. „Við erum auðvitað með sértækar aðgerðir í gangi jafnframt,“ sagði Úlfar. „Aðaláherslan er á að sinna íbúum og við komust ekki yfir fleiri eignir í dag en á sama tíma erum við að vinna á öðrum svæðum, þótt að það sé kannski ekki alltaf tekið fram í tilkynningum.“ Úlfar sagði um að ræða gríðarstóra aðgerð. „Við erum að reyna að sinna fyrirtækjunum eins og nokkur kostur er og þetta snýr að verðmætabjörgun en höfuðáherslan og okkar mannskapur, svotil allur, er í því að aðstoða íbúa við að komast í sínar eignir á rauða svæðinu. Það er bara þannig.“ Inntur eftir því hvort hann hefði skilning á því að íbúar upplifðu að það væri ekki mikið gagnsæi í aðgerðunum sagði Úlfar: „Það eru hamfarir í gangi hérna á Reykjanesi, þú áttar þig á því, og við getum ekki sagt frá öllu því sem við gerum. Það er bara ekki þannig. En við segjum auðvitað frá því allra, allra helsta og ég held að við höfum gert það bara nokkuð vel.“ Það sem gefið var út í morgun um tímasetningar sé reglan en „ef við höfum svigrúm til þess að bregðast við beiðnum hvað varðar verðmætabjörgun þá reynum við að nýta tímann eins vel og nokkur kostur er. Það er okkar verklag. Við erum alltaf að reyna að gera eilítið betur en við getum.“ Mannskapurinn sé takmörkuð auðlind en Úlfar ítrekar að íbúar séu í fyrsta sæti. Uppfært klukkan 11:11 Lögreglan á Suðurnesjum hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu. „Vakin er athygli á því að af öryggisástæðum er ekki hægt að taka fleiri íbúa inn á mesta hættusvæðið í dag. Það færi gegn ráðleggingum okkar helstu sérfræðinga hjá Veðurstofu Íslands og samstarfsaðila við Háskóla Íslands. Fyrirtækjum verður sinnt eins og áður segir frá kl. 14. Haft hefur verið samband við þau fyrirtæki. Á sama tíma er unnið að sértækum aðgerðum sem ekki komu fram í fréttatilkynningu lögreglustjóra nú í morgun, m.a. verðmætabjörgun úr verslun Samkaupa í Grindavík ásamt öðrum verkefnum. Verðmætabjörgun sem fyrr er undir eftirliti viðbragðsaðila.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira