Sagður nota hvert tækifæri til að auðgast persónulega Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2023 13:01 George Santos er kallaður „lygni þingmaðurinn“ vegna umfangsmikilla ósanninda hans. AP/J. Scott Applewhite Bandaríski þingmaðurinn George Santos, sem gjarnan er kallaður „lygni þingmaðurinn“ vegna ítrekaðra og umfangsmikilla lyga hans, tilkynnti í gær að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri í forsetakosningunum á næsta ári. Það gerði hann í kjölfar þess að siðferðisnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings birti harðorða skýrslu um hann. Í skýrslunni, sem finna má hér, segir að nefndin hafi safnað umfangsmiklum vísbendingum um að Santos hafi brotið lög og að þau gögn hefðu verið send til dómsmálaráðuneytisins. Í skýrslunni segir einnig berum orðum að Santos sé ekki treystandi. Nefndin segir Santos, sem er þingmaður fyrir Repúblikanaflokkin frá New York, hafa vísvitandi sent rangar upplýsingar til kosningastjórnar Bandaríkjanna, notað kosningasjóði sína í einkaþágu og brotið siðferðisreglur þingsins varðandi hagsmunaskrá. Meðal þess sem nefndin tók til skoðunar var það að Santos varði 2.281 dal í hótelgistingar í Atlantic City og í einu tilfelli varði hann 1.400 dölum á snyrtistofu þar sem útgjaldaliðurinn var merktur sem „Botox“. Nefndin segir einnig að margvísleg fjárútlát úr kosningasjóðum hans hafi verið skráð á dögum sem hann var í fríi frá kosningabaráttunni og í einu tilfelli þegar hann var í brúðkaupsferð. Þá var tekið til skoðunar hvernig dularfullt félag frá Flórída sme heitir RedStone Strategies LLC hafi verið notað til að flytja peninga sem aflað var til kosningabaráttu, í persónulega sjóði Santos. Hann notaði þessa peninga meðal annars til að greiða kredikortaskuldir og á Only Fans, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Dularfullt félag safnaði fúlgum fjár fyrir lygarann á þingi „Santos notaði hvert tækifæri til að nýta framboð sitt til þings til að auðgast persónulega," segir í skýrslunni. Þar segir einni að hann hafi verið ósamvinnufús og neitað að svara spurningum. Þess vegna hafi reynst erfitt að sannreyna hvort fjárútlát úr kosningasjóðum hafi verið réttmæt eða ekki. Ákærður fyrir svik Santos var ákærður fyrr á árinu fyrir að nota kosningasjóði sína í einkaþágu og fyrir að ljúga að þinginu, svo eitthvað sé nefnt. Hann var upprunalega ákærður í þrettán liðum. Sjö ákæruliðir snúa að fjársvikum, þrír af fjárþvætti, einn af stuldi úr opinberum sjóðum og tveir að lygum að þinginu. Ákæruliðunum var svo fjölgað seinna. Í grófum dráttum er hann sakaður um að svíkja fé frá bakhjörlum sínum, nota það fé í einkaþágu, fengið atvinnuleysisbætur á sama tíma og hann vann hjá fjárfestingafélagi með 120 þúsund dali í laun á ári (um sautján milljónir króna) og fyrir að hafa logið að þinginu varðandi fjármál hans og kosningasjóði. Konan sem hélt utan um bókhald Santos játaði nýverið að hafa framið fjársvik og aðra glæpi. Þá játaði aðstoðarmaður Santos einnig nýverið að hafa framið fjársvik og að hafa þóst vera innanbúðarmaður í Repúblikanaflokknum til að plata fólk til að gefa peninga í kosningasjóði Santos. Sjá einnig: Aðstoðarmaður lynga þingmannsins ákærður fyrir svik og pretti Santos sjálfur fordæmdi skýrsluna á samfélagsmiðlum í gær. Í langri færslu á X (áður Twitter) skrifaði hann að ef meðlimir siðferðisnefndarinnar hefðu vott af siðferðiskennd, hefðu þeir ekki birt skýrsluna. Þingmaðurinn kallaði skýrsluna hlutdræga og sagði meðlimi nefndarinnar hafa lagt mikið á sig til að sverta mannorð sitt. „Þetta er viðbjóðsleg pólitísk árás sem sýnir hversu lágt yfirvöld okkar hafa sokkið,“ skrifaði Santos. Hann sagði alla sem komu að skýrslunni eiga að skammast sín. Í annarri færslu sagði Santos að undanfarið ár hefði líf hans verið algjört helvíti en hann ætlaði þó ekki að hætta að berjast fyrir því sem hann trúi á. Hann sagði pólitíkina í Bandaríkjunum vera viðbjóðslega og sakaði siðferðisnefndina um að hafa gert sér mikinn óleik og haft mikil áhrif á mögulega kviðdómendur í komandi réttarhöldum gegn honum. Réttindi hans hefði verið tröðkuð. My year from Hell.Running for office was never a dream or goal, but when the opportunity to do so came I felt the time to serve my country was now.Looking back today I know one thing, politics is indeed dirty, dirty from the very bottom up. Consultants, operatives, the — George Santos (@MrSantosNY) November 17, 2023 Eftir að hann var ákærður, lögðu aðrir þingmenn fram tillögu um að vísa Santos af þingi. Sú tillaga var þó ekki samþykkt þegar þingmenn greiddi atkvæði um hana. Nú hafa aðrir þingmenn þó lagt fram nýja tillögu um að víkja honum af þingi. Sú tillaga verður ekki tekin fyrir á þingi fyrr en eftir að þingmenn snúa aftur úr fríi eftir þakkargjörðarhátíðina, sem haldin er þann 23. nóvember. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Í skýrslunni, sem finna má hér, segir að nefndin hafi safnað umfangsmiklum vísbendingum um að Santos hafi brotið lög og að þau gögn hefðu verið send til dómsmálaráðuneytisins. Í skýrslunni segir einnig berum orðum að Santos sé ekki treystandi. Nefndin segir Santos, sem er þingmaður fyrir Repúblikanaflokkin frá New York, hafa vísvitandi sent rangar upplýsingar til kosningastjórnar Bandaríkjanna, notað kosningasjóði sína í einkaþágu og brotið siðferðisreglur þingsins varðandi hagsmunaskrá. Meðal þess sem nefndin tók til skoðunar var það að Santos varði 2.281 dal í hótelgistingar í Atlantic City og í einu tilfelli varði hann 1.400 dölum á snyrtistofu þar sem útgjaldaliðurinn var merktur sem „Botox“. Nefndin segir einnig að margvísleg fjárútlát úr kosningasjóðum hans hafi verið skráð á dögum sem hann var í fríi frá kosningabaráttunni og í einu tilfelli þegar hann var í brúðkaupsferð. Þá var tekið til skoðunar hvernig dularfullt félag frá Flórída sme heitir RedStone Strategies LLC hafi verið notað til að flytja peninga sem aflað var til kosningabaráttu, í persónulega sjóði Santos. Hann notaði þessa peninga meðal annars til að greiða kredikortaskuldir og á Only Fans, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Dularfullt félag safnaði fúlgum fjár fyrir lygarann á þingi „Santos notaði hvert tækifæri til að nýta framboð sitt til þings til að auðgast persónulega," segir í skýrslunni. Þar segir einni að hann hafi verið ósamvinnufús og neitað að svara spurningum. Þess vegna hafi reynst erfitt að sannreyna hvort fjárútlát úr kosningasjóðum hafi verið réttmæt eða ekki. Ákærður fyrir svik Santos var ákærður fyrr á árinu fyrir að nota kosningasjóði sína í einkaþágu og fyrir að ljúga að þinginu, svo eitthvað sé nefnt. Hann var upprunalega ákærður í þrettán liðum. Sjö ákæruliðir snúa að fjársvikum, þrír af fjárþvætti, einn af stuldi úr opinberum sjóðum og tveir að lygum að þinginu. Ákæruliðunum var svo fjölgað seinna. Í grófum dráttum er hann sakaður um að svíkja fé frá bakhjörlum sínum, nota það fé í einkaþágu, fengið atvinnuleysisbætur á sama tíma og hann vann hjá fjárfestingafélagi með 120 þúsund dali í laun á ári (um sautján milljónir króna) og fyrir að hafa logið að þinginu varðandi fjármál hans og kosningasjóði. Konan sem hélt utan um bókhald Santos játaði nýverið að hafa framið fjársvik og aðra glæpi. Þá játaði aðstoðarmaður Santos einnig nýverið að hafa framið fjársvik og að hafa þóst vera innanbúðarmaður í Repúblikanaflokknum til að plata fólk til að gefa peninga í kosningasjóði Santos. Sjá einnig: Aðstoðarmaður lynga þingmannsins ákærður fyrir svik og pretti Santos sjálfur fordæmdi skýrsluna á samfélagsmiðlum í gær. Í langri færslu á X (áður Twitter) skrifaði hann að ef meðlimir siðferðisnefndarinnar hefðu vott af siðferðiskennd, hefðu þeir ekki birt skýrsluna. Þingmaðurinn kallaði skýrsluna hlutdræga og sagði meðlimi nefndarinnar hafa lagt mikið á sig til að sverta mannorð sitt. „Þetta er viðbjóðsleg pólitísk árás sem sýnir hversu lágt yfirvöld okkar hafa sokkið,“ skrifaði Santos. Hann sagði alla sem komu að skýrslunni eiga að skammast sín. Í annarri færslu sagði Santos að undanfarið ár hefði líf hans verið algjört helvíti en hann ætlaði þó ekki að hætta að berjast fyrir því sem hann trúi á. Hann sagði pólitíkina í Bandaríkjunum vera viðbjóðslega og sakaði siðferðisnefndina um að hafa gert sér mikinn óleik og haft mikil áhrif á mögulega kviðdómendur í komandi réttarhöldum gegn honum. Réttindi hans hefði verið tröðkuð. My year from Hell.Running for office was never a dream or goal, but when the opportunity to do so came I felt the time to serve my country was now.Looking back today I know one thing, politics is indeed dirty, dirty from the very bottom up. Consultants, operatives, the — George Santos (@MrSantosNY) November 17, 2023 Eftir að hann var ákærður, lögðu aðrir þingmenn fram tillögu um að vísa Santos af þingi. Sú tillaga var þó ekki samþykkt þegar þingmenn greiddi atkvæði um hana. Nú hafa aðrir þingmenn þó lagt fram nýja tillögu um að víkja honum af þingi. Sú tillaga verður ekki tekin fyrir á þingi fyrr en eftir að þingmenn snúa aftur úr fríi eftir þakkargjörðarhátíðina, sem haldin er þann 23. nóvember.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira