„Við bíðum bara eftir gosi“ Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 17. nóvember 2023 18:17 Ólöf Helga segir að það verði að koma betur til móts við Grindvíkinga. Óvissan sé mikil og mjög erfið. Vísir/Ívar Fannar Ólöf Helga Pálsdóttir íbúi í Grindavík segir óvissuna erfiðasta. Fjölskyldan sé örugg og það sé mikilvægast. Hún segir áríðandi að Grindvíkingar fái aðstoð með lán, leigu og afkomu. „Þetta er búið að vera óvissa. Mér lítið breytast dag frá degi nema mér finnst maður fara upp og niður í bjartsýni og svartsýni á móti. Maður er bjartsýnn á að komast heim og svo eftir tíu mínútur er maður farinn að gráta og sakna heimilisins,“ segir Ólöf Helga Pálsdóttir íbúi í Grindavík. Hún segir Grindvíkinga í miklum tilfinningarússíbana og að óvissan sé hvað erfiðust. „Við bíðum bara eftir gosi. Okkur líður bara eins og við séum í bíómynd sem við viljum helst að taki enda.“ Ólöf Helga var í dag á sérstökum upplýsingafundi sem haldinn var í Laugardalshöll um skólamál barna frá Grindavík. Hún segist sjálf vinna fyrir bæinn og hafi verið meðvituð um upplýsingar en að það sé mikilvægt að stefna fólki saman til að geta miðlað helstu upplýsingum til fólks. „Ég hef fundið að fólki hefur þótt óþægilegt að vita ekki hvert krakkarnir eru að fara. En að mínu leyti hef ég ekki einu sinni hugsað út í skólamál strax. Ég er bara að reyna að dreifa huga þeirra. Ég get ekki hugsað mér að senda þau í skóla með ókunnugum börnum og senda þau í enn meiri óvissu,“ segir hún en að gott sé að vita að unnið sé að málinu og að það verði til úrræði þegar þau eru tilbúin. Hvað varðar húsnæðismál fjölskyldunnar segir Ólöf Helga að þau séu fimm í fjölskyldu og þau hafi fengið inn hjá bróður hennar í Vesturbæ Reykjavíkur. „Þar erum við með tvö herbergi. Á meðan við erum örugg erum við ekki að kvarta. Auðvitað þurfum við að minnka töluvert við okkur en í stóra samhenginu skiptir það ekki máli,“ segir hún og að þau séu með allt sem þau þurfi eins og stendur. Horfa til næstu sex mánaða Hún segist á sama tíma meðvituð um það að Grindvíkingar séu ekki að fara heim næstu mánuði. Því séu þau að reyna að finna einhverjar lausnir til langs tíma. „Allir eru að gera sér grein fyrir því. Jafnvel í sex mánuði, ef einhvern tímann,“ segir hún og að fólk vonist til þess að þau verði aðstoðuð. Það sé áríðandi að fá skýr svör hvað varðar lán, leigu og afkomu Grindvíkinga. „Það gerir svo mikið þessi óvissa, að vita ekki um afkomu okkar. Það er það sem veldur mestum kvíða og óöryggi.“ Hún segir frystingu lána bjarnargreiða og að það verði að koma betur til móts við Grindvíkinga þarna. „Við þurfum að fá einhverja hjálp þarna.“ Hún segir að maður hennar og bróðir hafi fengið að fara heim á mánudag að sækja verðmæti en hafi gleymt miklu. Maðurinn hennar hafi fengið að fara aftur inn í dag og hafi verið á heimleið síðdegis í dag. „Við Grindvíkingar erum ótrúlega sterk og samheldin og ég trúi að við getum sigrast á þessu saman.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Íslenskir bankar Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
„Þetta er búið að vera óvissa. Mér lítið breytast dag frá degi nema mér finnst maður fara upp og niður í bjartsýni og svartsýni á móti. Maður er bjartsýnn á að komast heim og svo eftir tíu mínútur er maður farinn að gráta og sakna heimilisins,“ segir Ólöf Helga Pálsdóttir íbúi í Grindavík. Hún segir Grindvíkinga í miklum tilfinningarússíbana og að óvissan sé hvað erfiðust. „Við bíðum bara eftir gosi. Okkur líður bara eins og við séum í bíómynd sem við viljum helst að taki enda.“ Ólöf Helga var í dag á sérstökum upplýsingafundi sem haldinn var í Laugardalshöll um skólamál barna frá Grindavík. Hún segist sjálf vinna fyrir bæinn og hafi verið meðvituð um upplýsingar en að það sé mikilvægt að stefna fólki saman til að geta miðlað helstu upplýsingum til fólks. „Ég hef fundið að fólki hefur þótt óþægilegt að vita ekki hvert krakkarnir eru að fara. En að mínu leyti hef ég ekki einu sinni hugsað út í skólamál strax. Ég er bara að reyna að dreifa huga þeirra. Ég get ekki hugsað mér að senda þau í skóla með ókunnugum börnum og senda þau í enn meiri óvissu,“ segir hún en að gott sé að vita að unnið sé að málinu og að það verði til úrræði þegar þau eru tilbúin. Hvað varðar húsnæðismál fjölskyldunnar segir Ólöf Helga að þau séu fimm í fjölskyldu og þau hafi fengið inn hjá bróður hennar í Vesturbæ Reykjavíkur. „Þar erum við með tvö herbergi. Á meðan við erum örugg erum við ekki að kvarta. Auðvitað þurfum við að minnka töluvert við okkur en í stóra samhenginu skiptir það ekki máli,“ segir hún og að þau séu með allt sem þau þurfi eins og stendur. Horfa til næstu sex mánaða Hún segist á sama tíma meðvituð um það að Grindvíkingar séu ekki að fara heim næstu mánuði. Því séu þau að reyna að finna einhverjar lausnir til langs tíma. „Allir eru að gera sér grein fyrir því. Jafnvel í sex mánuði, ef einhvern tímann,“ segir hún og að fólk vonist til þess að þau verði aðstoðuð. Það sé áríðandi að fá skýr svör hvað varðar lán, leigu og afkomu Grindvíkinga. „Það gerir svo mikið þessi óvissa, að vita ekki um afkomu okkar. Það er það sem veldur mestum kvíða og óöryggi.“ Hún segir frystingu lána bjarnargreiða og að það verði að koma betur til móts við Grindvíkinga þarna. „Við þurfum að fá einhverja hjálp þarna.“ Hún segir að maður hennar og bróðir hafi fengið að fara heim á mánudag að sækja verðmæti en hafi gleymt miklu. Maðurinn hennar hafi fengið að fara aftur inn í dag og hafi verið á heimleið síðdegis í dag. „Við Grindvíkingar erum ótrúlega sterk og samheldin og ég trúi að við getum sigrast á þessu saman.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Íslenskir bankar Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira