Allt bendi til þess að það verði ekki haldin venjuleg jól í Grindavík Árni Sæberg skrifar 18. nóvember 2023 13:53 Víðir segir langt í að Grindvíkingar geti flutt aftur heim. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Almannavarna, segir að Grindvíkingar þurfi að búa sig undir það að búa annars staðar en heima hjá sér næstu mánuðina. „Því miður bendir allt til þess að það verði ekki haldin venjuleg jól í Grindavík.“ Þetta sagði Víðir á upplýsingafundi Almannavarna, sem hófst klukkan 13. Fylgst var með fundinum í vaktinni, sem lesa má í fréttinni hér að neðan: Víðir sagði að viðbragðsaðilar heyri hátt og skýrt það sem Grindvíkingar hafa sagt síðustu daga og að unnið sé að því að verða við óskum þeirra. Það sé meðal annars gert með skilvirkari skráningu á þeim sem þurfa að komast inn til Grindavíkur. Hann biðlaði til fólks, sem nú þegar hefur sent tölvupóst eða hringt með ósk um aðgengi og ekki fengið svar að nota nýja skráningarformið á Ísland.is. Hér eftir verði ekki hringt í fólk sem má fara inn í bæinn. Tjónamat hafið Tjónamat sé hafið á húsum sem vitað er að orðið hafa fyrir verulegu tjóni í Grindavík, Náttúruhamfaratrygging Íslands sé búin að skanna þau svæði þar sem útlit er fyrir að mesta tjónið hafi orðið. Í dag fari starfsmenn hennar til frekari skoðunar ásamt eigendum þeirra húsa sem talið er að hægt sé að skoða í dag. Þetta muni halda áfram næstu daga. „Ljóst er að mikið tjón hefur orðið á fjölmörgum húsum og í samráði við eigendur voru búslóðir fluttar úr tveimur húsum, samtals fjórum íbúðum, í gær. Þar lágu innanstokksmunir undir skemmdum.“ Þá segir hann að vinna sé hafin við að leita leiða til þess að tæma heimili í Grindavík, bæði þau sem talið er að séu of skemmd til þess að búa í og önnur sem íbúar óska eftir að verði tæmd. Langt í að unnt verði að búa í bænum „Ljóst er að umfang þegar orðinna atburða er slíkt að mjög langur tími mun líða þangað til að öruggt verður að flytja til Grindavíkur. Miklar skemmdir hafa orðið á húsum og mannvirkjum, lagnir hafa farið víða í sundur. Þar er meðal annars undir vatnsveitan, hitaveitan, rafmagnið og ekki síst skolplagnir. Þetta auk þeirrar óvissu sem ríkir um þróun jarðhræringa og hætta á eldgosi nærri Grindavík segir okkur að Grindvíkingar þurfa að undirbúa sig undir það að búa annars staðar næstu mánuðina. Það eru bara sex vikur til jóla og því miður bendir allt til þess að það verði ekki haldin venjuleg jól í Grindavík.“ Þá segir hann alla hlutaðeigand finna það sterkt að hugur Grindvíkinga leitar heim. Það verði sameiginlegt verkefna allra að vinna að því að það verði hægt. „En það mun taka tíma. Þangað til þurfum við að standa saman með Grindavík, finna leiðir til að gera lífið bærilegt og það þarf að hugsa í lausnum.“ Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Jól Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Sjá meira
Þetta sagði Víðir á upplýsingafundi Almannavarna, sem hófst klukkan 13. Fylgst var með fundinum í vaktinni, sem lesa má í fréttinni hér að neðan: Víðir sagði að viðbragðsaðilar heyri hátt og skýrt það sem Grindvíkingar hafa sagt síðustu daga og að unnið sé að því að verða við óskum þeirra. Það sé meðal annars gert með skilvirkari skráningu á þeim sem þurfa að komast inn til Grindavíkur. Hann biðlaði til fólks, sem nú þegar hefur sent tölvupóst eða hringt með ósk um aðgengi og ekki fengið svar að nota nýja skráningarformið á Ísland.is. Hér eftir verði ekki hringt í fólk sem má fara inn í bæinn. Tjónamat hafið Tjónamat sé hafið á húsum sem vitað er að orðið hafa fyrir verulegu tjóni í Grindavík, Náttúruhamfaratrygging Íslands sé búin að skanna þau svæði þar sem útlit er fyrir að mesta tjónið hafi orðið. Í dag fari starfsmenn hennar til frekari skoðunar ásamt eigendum þeirra húsa sem talið er að hægt sé að skoða í dag. Þetta muni halda áfram næstu daga. „Ljóst er að mikið tjón hefur orðið á fjölmörgum húsum og í samráði við eigendur voru búslóðir fluttar úr tveimur húsum, samtals fjórum íbúðum, í gær. Þar lágu innanstokksmunir undir skemmdum.“ Þá segir hann að vinna sé hafin við að leita leiða til þess að tæma heimili í Grindavík, bæði þau sem talið er að séu of skemmd til þess að búa í og önnur sem íbúar óska eftir að verði tæmd. Langt í að unnt verði að búa í bænum „Ljóst er að umfang þegar orðinna atburða er slíkt að mjög langur tími mun líða þangað til að öruggt verður að flytja til Grindavíkur. Miklar skemmdir hafa orðið á húsum og mannvirkjum, lagnir hafa farið víða í sundur. Þar er meðal annars undir vatnsveitan, hitaveitan, rafmagnið og ekki síst skolplagnir. Þetta auk þeirrar óvissu sem ríkir um þróun jarðhræringa og hætta á eldgosi nærri Grindavík segir okkur að Grindvíkingar þurfa að undirbúa sig undir það að búa annars staðar næstu mánuðina. Það eru bara sex vikur til jóla og því miður bendir allt til þess að það verði ekki haldin venjuleg jól í Grindavík.“ Þá segir hann alla hlutaðeigand finna það sterkt að hugur Grindvíkinga leitar heim. Það verði sameiginlegt verkefna allra að vinna að því að það verði hægt. „En það mun taka tíma. Þangað til þurfum við að standa saman með Grindavík, finna leiðir til að gera lífið bærilegt og það þarf að hugsa í lausnum.“
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Jól Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent