170 þúsund manns mótmæla í Madríd Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 18. nóvember 2023 15:54 Um 170 þúsundir manna marseruðu um Madríd í dag til að mótmæla sakaruppgjöf og nýrri ríkisstjórn. AP/Alicia Leon Um 170 þúsund manns marseruðu um Madrídarborg í dag og mótmæltu sakaruppgjöf katalónskra aðskilnaðarsinna. Mótmælin eru ein í röð mótmæla sem koma í kjölfar þess að Pedro Sánchez tryggði sér nægan stuðning til að vera áfram forsætisráðherra Spánar með aðstoð katalónskra og baskneskra aðskilnaðarflokka á spænska þinginu. „Embætti forsætisráðherra Spánar má ekki kaupa og selja,“ segir Alberto Núñez Feijóo, leiðtogi hins íhaldssama Lýðflokks á mótmælafundi í dag sem tugir þúsunda sóttu. Reuters greinir frá. Mikill fjöldi mótmælenda safnaðist saman á Puerta del Sol-torgi með líkneski af forsætisráðherranum. Þar kölluðu margir eftir því að Sánchez yrði fangelsaður og kölluðu hann svikara og meðvirkan hryðjuverkum. „Valdarán með stórum stöfum“ Leiðtogi öfgahægriflokksins Vox, Santiago Abascal, lýsti samkomulagi forsætisráðherrans við katalónska aðskilnaðarflokka sem „valdaráni með stórum stöfum“ og sagði stöðuna sem upp er komin vera þá „viðkvæmustu í sögu spænskra stjórnmála síðustu fjörutíu árin.“ Sánchez hefur hvatt til „almennrar skynsemi“ og hefur beðið forsvarsmenn Lýðflokksins um að vera ekki að ýta undir frekari óeirðir. Biður stjórnarandstöðu virða niðurstöður kosninga „Ég bið þau að virða niðurstöður kosninga og réttmæti þeirrar ríkisstjórnar sem við munum brátt mynda. Ég bið þau vera hugrökk og hrinda frá sér öfgamönnum til hægri og beygja af braut þeirra í átt að tóminu. Við munum stjórna fyrir alla Spánverja, fyrir fjögur ár í viðbót af framförum og samkennd,“ sagði Sánchez í færslu á samfélagsmiðlinum X í dag. Pido cordura y mesura al PP.Que acepte el resultado de las urnas y la legitimidad del Gobierno que muy pronto formaremos. Que sea valiente y diga no al abrazo del oso de la ultraderecha y abandone la senda reaccionaria por la que hoy avanzan hacia el abismo.Gobernaremos para pic.twitter.com/5ax4VsZo6P— Pedro Sánchez (@sanchezcastejon) November 11, 2023 Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
Mótmælin eru ein í röð mótmæla sem koma í kjölfar þess að Pedro Sánchez tryggði sér nægan stuðning til að vera áfram forsætisráðherra Spánar með aðstoð katalónskra og baskneskra aðskilnaðarflokka á spænska þinginu. „Embætti forsætisráðherra Spánar má ekki kaupa og selja,“ segir Alberto Núñez Feijóo, leiðtogi hins íhaldssama Lýðflokks á mótmælafundi í dag sem tugir þúsunda sóttu. Reuters greinir frá. Mikill fjöldi mótmælenda safnaðist saman á Puerta del Sol-torgi með líkneski af forsætisráðherranum. Þar kölluðu margir eftir því að Sánchez yrði fangelsaður og kölluðu hann svikara og meðvirkan hryðjuverkum. „Valdarán með stórum stöfum“ Leiðtogi öfgahægriflokksins Vox, Santiago Abascal, lýsti samkomulagi forsætisráðherrans við katalónska aðskilnaðarflokka sem „valdaráni með stórum stöfum“ og sagði stöðuna sem upp er komin vera þá „viðkvæmustu í sögu spænskra stjórnmála síðustu fjörutíu árin.“ Sánchez hefur hvatt til „almennrar skynsemi“ og hefur beðið forsvarsmenn Lýðflokksins um að vera ekki að ýta undir frekari óeirðir. Biður stjórnarandstöðu virða niðurstöður kosninga „Ég bið þau að virða niðurstöður kosninga og réttmæti þeirrar ríkisstjórnar sem við munum brátt mynda. Ég bið þau vera hugrökk og hrinda frá sér öfgamönnum til hægri og beygja af braut þeirra í átt að tóminu. Við munum stjórna fyrir alla Spánverja, fyrir fjögur ár í viðbót af framförum og samkennd,“ sagði Sánchez í færslu á samfélagsmiðlinum X í dag. Pido cordura y mesura al PP.Que acepte el resultado de las urnas y la legitimidad del Gobierno que muy pronto formaremos. Que sea valiente y diga no al abrazo del oso de la ultraderecha y abandone la senda reaccionaria por la que hoy avanzan hacia el abismo.Gobernaremos para pic.twitter.com/5ax4VsZo6P— Pedro Sánchez (@sanchezcastejon) November 11, 2023
Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira