Segir orðræðu og stefnu Trump enduróma ris nasismans Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. nóvember 2023 08:33 Pritzker sagðist ekki hafa of miklar áhyggjur af niðurstöðum skoðanakannana; kjósendur myndu gera upp hug sinn þegar valkostirnir lægju ljósir fyrir eftir landsþing flokkanna. AP/Paul Beaty „Orðræðan sem notuð er af Trump og sumum MAGA-öfgahyggjumönnum er orðræða sem var notuð upp úr 1930 í Þýskalandi og ég hef verulegar áhyggjur af stefnu landsins ef stefna á borð við þá sem Donald Trump talar fyrir verður ofan á.“ Þetta sagði JB Pritzker, ríkisstjóri Illinois, í viðtali á MSNBC um helgina. Pritzker, sem er gyðingur og Demókrati, segir orðræðu Trump um innflytjendur, fyrirætlanir hans ef hann kemst aftur til valda og lýsingar á pólitískum óvinum sem „meindýrum“ enduróma ris nasismans upp úr 1930. „Upp úr 1930 í Þýskalandi fóru þeir að kalla þá sem þeir vildu ekki að hefðu völd, þá sem þeir vildu aðgreina og aðskilja, „innflytjendur“... jafnvel fólk sem hafði verið í Þýskalandi margar kynslóðir. Þetta er byrjunin á því að aðgreina fólk og að lokum... afmennska og myrða fólk,“ sagði Pritzker. Pritzker sagðist ekki átta sig á því að hverju Trump stefndi; það sem hann gæti sagt væri að orðræða hans hræddi hann og aðra sem þekktu sögu Evrópu. Hann hefði verulegar áhyggjur af því hversu upptekinn Trump væri af hefnd og hvað það þýddi fyrir hópa sem styðja hann ekki í forsetakosningunum á næsta ári. „Ég endurtek það hvert sem ég fer; Donald Trump er hættulegur lýðræðinu. Hann er hættulegur ákveðnum minnihlutahópum í Bandaríkjunum. Og ég held að við sem höfum tækifæri til þess að varpa ljósi á það verðum að gera það,“ sagði Pritzker. Andrew Bates, einn talsmanna Hvíta hússins, tjáði sig einnig um ummæli Trump í síðustu viku og sagði sagði það að nota orð á borð við „meindýr“ um þá sem gagnrýndu stjórnvöld endurómaði einræðisherra á borð við Hitler og Mussolini. „Að nota hugtök á borð við það um gagnrýnisraddir væri óhugsandi fyrir landsfeður okkar en óhugnanlega kunnuglegt fyrir bandaríska hermenn sem klæddust herklæðum landsins síns upp úr 1940,“ sagði Bates. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Aðalstjórn segir málið þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma það Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Fleiri fréttir Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Sjá meira
Þetta sagði JB Pritzker, ríkisstjóri Illinois, í viðtali á MSNBC um helgina. Pritzker, sem er gyðingur og Demókrati, segir orðræðu Trump um innflytjendur, fyrirætlanir hans ef hann kemst aftur til valda og lýsingar á pólitískum óvinum sem „meindýrum“ enduróma ris nasismans upp úr 1930. „Upp úr 1930 í Þýskalandi fóru þeir að kalla þá sem þeir vildu ekki að hefðu völd, þá sem þeir vildu aðgreina og aðskilja, „innflytjendur“... jafnvel fólk sem hafði verið í Þýskalandi margar kynslóðir. Þetta er byrjunin á því að aðgreina fólk og að lokum... afmennska og myrða fólk,“ sagði Pritzker. Pritzker sagðist ekki átta sig á því að hverju Trump stefndi; það sem hann gæti sagt væri að orðræða hans hræddi hann og aðra sem þekktu sögu Evrópu. Hann hefði verulegar áhyggjur af því hversu upptekinn Trump væri af hefnd og hvað það þýddi fyrir hópa sem styðja hann ekki í forsetakosningunum á næsta ári. „Ég endurtek það hvert sem ég fer; Donald Trump er hættulegur lýðræðinu. Hann er hættulegur ákveðnum minnihlutahópum í Bandaríkjunum. Og ég held að við sem höfum tækifæri til þess að varpa ljósi á það verðum að gera það,“ sagði Pritzker. Andrew Bates, einn talsmanna Hvíta hússins, tjáði sig einnig um ummæli Trump í síðustu viku og sagði sagði það að nota orð á borð við „meindýr“ um þá sem gagnrýndu stjórnvöld endurómaði einræðisherra á borð við Hitler og Mussolini. „Að nota hugtök á borð við það um gagnrýnisraddir væri óhugsandi fyrir landsfeður okkar en óhugnanlega kunnuglegt fyrir bandaríska hermenn sem klæddust herklæðum landsins síns upp úr 1940,“ sagði Bates.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Aðalstjórn segir málið þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma það Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Fleiri fréttir Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Sjá meira