Með hendur í vösum? Árni Guðmundsson skrifar 20. nóvember 2023 12:30 Opið bréf til Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins: Ágæta Halla. Íslendingar skilja út á hvað lýðheilsa gengur. Skilja mikilvægi þess að hafa regluverk sem hefur verndandi áhrif. Ekki síst í þágu barna og ungmenna. Íslendingar flestir vita að áfengi, tóbak og nikótín eru heilsuspillandi vörur sem geta undir engum kringumstæðum flokkast sem venjulegar vörur. Þess vegna höfum við sérstaka löggjöf þar um sem tekur mið af og lýtur þeim sjónarmiðum og ekki síst lýðheilsumarkmiðum. Ólögleg sala áfengis Það stefnir í lýðheilsuslys. Allir vita að einkaréttur ríkisins til smásölu áfengis byggir á lýðheilsusjónarmiðum. Slysið, fyrirséða, snýst um einarðan ásetning áfengisiðnaðarins/sala til brjóta niður núverandi áfengisstefnu og kerfi. Áfengisiðnaðurinn skeytir í engu um afleiðingar, hin ítrustu gróðasjónarmið ráða alfarið för. Allt gert eftir bókinni Aðferðin felst m.a. í að taka eitt skref í einu og gefa helst aldrei eftir. Eitt skrefið er kostaður ólöglegur áfengisáróður (áfengisauglýsingar). Annað skrefið að laumast af stað með ólöglega smásölu áfengis og kalla það „erlenda netsölu“ og vona að hún verði látin óáreitt. Næsta skref sala áfengis í matvöruverslunum, sjoppum og víðar 24/7 alla daga ársins . Lýðheilsusjónarmið, sem ESS hefur fallist á sem grundvöll þess sölufyrirkomulags sem hér er, eru þannig að engu gerð. Ráðherra veit Dómsmálaráðherra núverandi og fyrrverandi vita að áfengissalan sem nú fer fram, þar sem áfengi af innlendum sölustað er selt í smásölu og jafnvel afhent einstaklingum heim á 30-90 mínútum, er ólögleg. Sala sem fram fer allan sólarhringinn, líka á sunnudögum, sem er einnig ólöglegt. Ekki er um innflutning að ræða til einkanota erlendis frá eins og leyfilegt er og ýmsir hafa nýtt sér, hér er einfaldlega um smásölu að ræða. Fyrrverandi dómsmálaráðherra freistaði þess á síðasta þingi að gera söluna löglega með framlagningu frumvarps í samráðsgátt þar sem sagði í greinagerð: „Með frumvarpinu er heimilað að starfrækja vefverslun með áfengi í smásölu til neytenda.“ Frumvarpið náði ekki fram að ganga sem betur fer. Lögin hafa því ekki breyst. Dómsmálaráðherra leggur til atlögu við lýðheilsusjónarmið enn á ný og boðar skv. nýjustu þingmálaskrá að flytjaþetta þreyttasta þingmál íslenskar þingsögu (tilraun 12 eða 13, í einni eða annarri mynd). Allir, þ.m.t. þáverandi dómsmálaráðherra, vita að ofangreind netsala er smásala á áfengi og algerlega augljós brot á skýrum lögum. Í sumar féll dómur í hæstarétti í Svíþjóð sem skýrði vel að þar sem einkasala ríkir, eins og í Svíþjóð á Íslandi og í fleiri norrænum ríkjum, mega aðrir ekki selja af innlendum lager. Samt viðgengst það hér enn? Hvar er Lögreglan? Þá er ég komin að erindinu með þessu greinarkorni. ÁTVR kærði, eins og vera ber, hina ólöglegu netsölu til lögreglu í júní 2021, Lögreglan á að hafa eftirlit samkvæmt áfengislögum. Fjöldi ábendinga hefur auk þess borist bæði frá einstaklingum og samtökum til Lögregluembættisins. Síðan eru liðin rúm tvö ár. Ekkert bólar á viðbrögðum Lögreglu? Hvers vegna hefur Lögreglan ekki brugðist við þeim fjölda ábendinga um ólöglega áfengissölu sem henni hefur borist? Hvernig í ósköpunum stendur á því að ekki er búið að stoppa þessa ólöglegu smásölu áfengis? Við sem þetta land byggjum verðum að geta treyst því lögreglan sinni sínu hlutverki. Við almenningur verðum að geta treyst því að lögreglan og ákæruvaldið sýni frumkvæði í máli eins og þessu sem varðar fyrst og fremst velferð almennings. Sá sem þetta ritar trúir því ekki að viðhorf dómsmálaráðherra, fyrr og nú, hafi þessi stórkostlega lamandi áhrif á embættið. Þó svo að síðustu dómsmálaráðherrar hafi viljað breyta lögunum þá er ekki slíku að skipta. Salan er ólögleg. Óskhyggja dómsmálaráðherra breytir ekki þeirri staðreynd. Um fyrirkomulag áfengissölu hefur verið nokkuð almenn sátt í samfélaginu og lögin eru kýrskýr. Að þessu rituðu, þá hvet ég þig ágæti lögreglustjóri, og mæli örugglega fyrir hönd fjölmargra, til þessa að taka hendur úr vösum og taka á þessum málum af þeirri einurð, festu og myndugleika sem embættinu er samboðið, sæmandi og ber að gera. Að öðru leyti óska ég þér og þínu fólki velfarnaðar í mikilvægum störfum. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Áfengi og tóbak Verslun Lögreglan Netverslun með áfengi Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Opið bréf til Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins: Ágæta Halla. Íslendingar skilja út á hvað lýðheilsa gengur. Skilja mikilvægi þess að hafa regluverk sem hefur verndandi áhrif. Ekki síst í þágu barna og ungmenna. Íslendingar flestir vita að áfengi, tóbak og nikótín eru heilsuspillandi vörur sem geta undir engum kringumstæðum flokkast sem venjulegar vörur. Þess vegna höfum við sérstaka löggjöf þar um sem tekur mið af og lýtur þeim sjónarmiðum og ekki síst lýðheilsumarkmiðum. Ólögleg sala áfengis Það stefnir í lýðheilsuslys. Allir vita að einkaréttur ríkisins til smásölu áfengis byggir á lýðheilsusjónarmiðum. Slysið, fyrirséða, snýst um einarðan ásetning áfengisiðnaðarins/sala til brjóta niður núverandi áfengisstefnu og kerfi. Áfengisiðnaðurinn skeytir í engu um afleiðingar, hin ítrustu gróðasjónarmið ráða alfarið för. Allt gert eftir bókinni Aðferðin felst m.a. í að taka eitt skref í einu og gefa helst aldrei eftir. Eitt skrefið er kostaður ólöglegur áfengisáróður (áfengisauglýsingar). Annað skrefið að laumast af stað með ólöglega smásölu áfengis og kalla það „erlenda netsölu“ og vona að hún verði látin óáreitt. Næsta skref sala áfengis í matvöruverslunum, sjoppum og víðar 24/7 alla daga ársins . Lýðheilsusjónarmið, sem ESS hefur fallist á sem grundvöll þess sölufyrirkomulags sem hér er, eru þannig að engu gerð. Ráðherra veit Dómsmálaráðherra núverandi og fyrrverandi vita að áfengissalan sem nú fer fram, þar sem áfengi af innlendum sölustað er selt í smásölu og jafnvel afhent einstaklingum heim á 30-90 mínútum, er ólögleg. Sala sem fram fer allan sólarhringinn, líka á sunnudögum, sem er einnig ólöglegt. Ekki er um innflutning að ræða til einkanota erlendis frá eins og leyfilegt er og ýmsir hafa nýtt sér, hér er einfaldlega um smásölu að ræða. Fyrrverandi dómsmálaráðherra freistaði þess á síðasta þingi að gera söluna löglega með framlagningu frumvarps í samráðsgátt þar sem sagði í greinagerð: „Með frumvarpinu er heimilað að starfrækja vefverslun með áfengi í smásölu til neytenda.“ Frumvarpið náði ekki fram að ganga sem betur fer. Lögin hafa því ekki breyst. Dómsmálaráðherra leggur til atlögu við lýðheilsusjónarmið enn á ný og boðar skv. nýjustu þingmálaskrá að flytjaþetta þreyttasta þingmál íslenskar þingsögu (tilraun 12 eða 13, í einni eða annarri mynd). Allir, þ.m.t. þáverandi dómsmálaráðherra, vita að ofangreind netsala er smásala á áfengi og algerlega augljós brot á skýrum lögum. Í sumar féll dómur í hæstarétti í Svíþjóð sem skýrði vel að þar sem einkasala ríkir, eins og í Svíþjóð á Íslandi og í fleiri norrænum ríkjum, mega aðrir ekki selja af innlendum lager. Samt viðgengst það hér enn? Hvar er Lögreglan? Þá er ég komin að erindinu með þessu greinarkorni. ÁTVR kærði, eins og vera ber, hina ólöglegu netsölu til lögreglu í júní 2021, Lögreglan á að hafa eftirlit samkvæmt áfengislögum. Fjöldi ábendinga hefur auk þess borist bæði frá einstaklingum og samtökum til Lögregluembættisins. Síðan eru liðin rúm tvö ár. Ekkert bólar á viðbrögðum Lögreglu? Hvers vegna hefur Lögreglan ekki brugðist við þeim fjölda ábendinga um ólöglega áfengissölu sem henni hefur borist? Hvernig í ósköpunum stendur á því að ekki er búið að stoppa þessa ólöglegu smásölu áfengis? Við sem þetta land byggjum verðum að geta treyst því lögreglan sinni sínu hlutverki. Við almenningur verðum að geta treyst því að lögreglan og ákæruvaldið sýni frumkvæði í máli eins og þessu sem varðar fyrst og fremst velferð almennings. Sá sem þetta ritar trúir því ekki að viðhorf dómsmálaráðherra, fyrr og nú, hafi þessi stórkostlega lamandi áhrif á embættið. Þó svo að síðustu dómsmálaráðherrar hafi viljað breyta lögunum þá er ekki slíku að skipta. Salan er ólögleg. Óskhyggja dómsmálaráðherra breytir ekki þeirri staðreynd. Um fyrirkomulag áfengissölu hefur verið nokkuð almenn sátt í samfélaginu og lögin eru kýrskýr. Að þessu rituðu, þá hvet ég þig ágæti lögreglustjóri, og mæli örugglega fyrir hönd fjölmargra, til þessa að taka hendur úr vösum og taka á þessum málum af þeirri einurð, festu og myndugleika sem embættinu er samboðið, sæmandi og ber að gera. Að öðru leyti óska ég þér og þínu fólki velfarnaðar í mikilvægum störfum. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun