Dropinn holar steininn Alexandra Briem skrifar 20. nóvember 2023 17:30 20. nóvember er dagur þar sem við minnumst þess trans fólks sem við höfum misst. Fólk sem hefur orðið ofbeldi að bráð eða hefur fallið fyrir eigin hendi í kjölfar útskúfunar samfélagsins eða vegna þeirrar vanlíðunar sem það veldur að fá ekki viðeigandi þjónustu. Því miður er sá listi langur. Og því miður er þróunin í heiminum á þann veg að við eigum í vök að verjast. Víða í Bandaríkjunum og Evrópu eru miklir peningar settir í ófrægingarherferðir gegn trans fólki, við sökuð um að vilja innræta börnum að vera trans, eða þaðan af verra. Við erum bersýnilega orðin megin skotspónn afturhaldsafla í heiminum. Við sjáum það í harðari orðræðu og innfluttum áróðri, og við sjáum það í afturförum í löggjöf. Bæði í mörgum fylkjum Bandaríkjanna og í löndum evrópu hafa reglur um meðferð vegna kynleiðréttingar verðir hertar og í sumum tilfellum hafa þær verið bannaðar alfarið. Þetta leiðir óhjákvæmilega til þess að við missum fleiri. Fleiri verða fórnarlömb ofbeldis, færri fá þá læknisþjónustu sem þau þarfnast. Fleiri verða áfram meiri neikvæðni og þunglyndi að bráð. Þess vegna er mikilvægara en nokkru sinni að láta ekki undan. Því meir sem á móti blæs, þeim mun meira munar um allan stuðning. Hjá Reykjavíkurborg höfum við viljað standa eins og við getum með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu. Við erum með samning um hinseginfræðslu við Samtökin 78, við rekum hinsegin félagsmiðstöð sem er gífurlega mikið notuð og til marks um þörfina fyrir sams konar félagsmiðstöðvar víðar. Við erum eina sveitarfélagið á landinu sem er með sérfræðing í hinsegin málefnum og við höfum í hvívetna beitt okkur fyrir því að auka jafnrétti og bæta sýnileika. Nýlega vorum við gestgjafar ráðstefnu Regnbogaborga (e. Rainbow cities) og sá viðburður gekk einstaklega vel. Við höfum þar að auki staðið fyrir regnbogavottun starfsstaða og í dag eru 62 starfsstaðir borgarinnar regnbogavottaðir og þeim fer fjölgandi. Auðvitað er meira sem þarf að gera, en þess þá heldur skiptir máli að halda áfram og gera það. Við þurfum að minnast þeirra sem við höfum misst, en við þurfum líka að einsetja okkur að berjast gegn bakslaginu sem er í gangi. Við þurfum að muna að okkar ábyrgð er að búa til samfélag þar sem fólk glatar ekki lífinu vegna þess hvert kyn þeirra eða kynferði er. Það tekur tíma, en skilar árangri. Íslenskt samfélag hefur sýnt mikla samstöðu í nýlegum stormum og ég hef fulla trú á því að við munum halda áfram á þeirri braut að búa hér til fjölbreytt og öflugt samfélag sem við getum verið stolt af! Höfundur er borgarfulltrúi Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Alexandra Briem Málefni trans fólks Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
20. nóvember er dagur þar sem við minnumst þess trans fólks sem við höfum misst. Fólk sem hefur orðið ofbeldi að bráð eða hefur fallið fyrir eigin hendi í kjölfar útskúfunar samfélagsins eða vegna þeirrar vanlíðunar sem það veldur að fá ekki viðeigandi þjónustu. Því miður er sá listi langur. Og því miður er þróunin í heiminum á þann veg að við eigum í vök að verjast. Víða í Bandaríkjunum og Evrópu eru miklir peningar settir í ófrægingarherferðir gegn trans fólki, við sökuð um að vilja innræta börnum að vera trans, eða þaðan af verra. Við erum bersýnilega orðin megin skotspónn afturhaldsafla í heiminum. Við sjáum það í harðari orðræðu og innfluttum áróðri, og við sjáum það í afturförum í löggjöf. Bæði í mörgum fylkjum Bandaríkjanna og í löndum evrópu hafa reglur um meðferð vegna kynleiðréttingar verðir hertar og í sumum tilfellum hafa þær verið bannaðar alfarið. Þetta leiðir óhjákvæmilega til þess að við missum fleiri. Fleiri verða fórnarlömb ofbeldis, færri fá þá læknisþjónustu sem þau þarfnast. Fleiri verða áfram meiri neikvæðni og þunglyndi að bráð. Þess vegna er mikilvægara en nokkru sinni að láta ekki undan. Því meir sem á móti blæs, þeim mun meira munar um allan stuðning. Hjá Reykjavíkurborg höfum við viljað standa eins og við getum með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu. Við erum með samning um hinseginfræðslu við Samtökin 78, við rekum hinsegin félagsmiðstöð sem er gífurlega mikið notuð og til marks um þörfina fyrir sams konar félagsmiðstöðvar víðar. Við erum eina sveitarfélagið á landinu sem er með sérfræðing í hinsegin málefnum og við höfum í hvívetna beitt okkur fyrir því að auka jafnrétti og bæta sýnileika. Nýlega vorum við gestgjafar ráðstefnu Regnbogaborga (e. Rainbow cities) og sá viðburður gekk einstaklega vel. Við höfum þar að auki staðið fyrir regnbogavottun starfsstaða og í dag eru 62 starfsstaðir borgarinnar regnbogavottaðir og þeim fer fjölgandi. Auðvitað er meira sem þarf að gera, en þess þá heldur skiptir máli að halda áfram og gera það. Við þurfum að minnast þeirra sem við höfum misst, en við þurfum líka að einsetja okkur að berjast gegn bakslaginu sem er í gangi. Við þurfum að muna að okkar ábyrgð er að búa til samfélag þar sem fólk glatar ekki lífinu vegna þess hvert kyn þeirra eða kynferði er. Það tekur tíma, en skilar árangri. Íslenskt samfélag hefur sýnt mikla samstöðu í nýlegum stormum og ég hef fulla trú á því að við munum halda áfram á þeirri braut að búa hér til fjölbreytt og öflugt samfélag sem við getum verið stolt af! Höfundur er borgarfulltrúi Pírata.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun