Þingkona sakar kollega um byrlun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. nóvember 2023 22:16 Málið hefur vakið mikla athygli í Frakklandi. Vincent Koebel/Getty Sandrine Josso, þingkona á franska þinginu hefur sakað öldungardeildarþingmanninn Joël Guerriau um að hafa byrlað sér þar sem hún var gestur á heimili hans í síðustu viku. Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að Sandrine hafi óttast að hún fengi hjartaáfall eftir byrlunina. Hún segir öldungardeildarþingmanninn, sem hún hefur þekkt í tíu ár, hafa laumað E-töflu ofan í kampavínsglas sitt. Hann neitar sök. Sandrine, sem er þingkona miðjuflokksins MoDem, segir Joël hafa boðið sér síðasta þriðjudag að fagna með sér endurkjöri sínu til öldungadeildarinnar. Hann hafi fyrst boðið henni á veitingastað en síðan farið fram á að hún mætti heim til sín. Fiktaði stöðugt í ljósarofum Hann hafi borið fyrir sig að þar yrði minni hávaði, færra fólk og að hann myndi elda fajitas. Hann hafi þá hellt kampavíni í glas inni í eldhúsi á meðan hún var inni í stofu og segir Sandrine að hegðun hans hafi verið öll hin einkennilegasta. Öldungardeildarþingmaðurinn hafi stöðugt fiktað í ljósarofum og fært birtustigið í herberginu ýmist upp eða niður og ítrekað skálað við hana eins og til þess að fá hana til að drekka vínið alveg örugglega. „Ég leit fram í eldhús og sá hann setja lítinn poka ofan í skúffu. Á þeim tímapunkti fann ég fyrir einkennum og áttaði mig á því að hann hefði verið með eiturlyf í höndunum. Ég fann fyrir hjartsláttartruflunum og sagði við sjálfa mig að ég yrði að flýja.“ Þingkonan segist hafa nýtt sér smáforrit í hvelli til þess að panta sér leigubíl á heimili öldungardeildarþingmannsins. Hún hafi sagt honum að hún þyrfti að fara aftur í vinnuna. Við hafi tekið hryllilegar tíu mínútur þar sem hann hafi fylgt henni niður í lyftunni þar sem hún hafi átt erfitt með að halda sér á fótum. Sandrine var hjálpað af leigubílstjóra og öðrum kollegum sem hringdu á sjúkrabíl. Þá segir Guardian að blóðprufur á spítalanum hafi leitt í ljós að þingkonan hafi sannanlega innbyrt E-töflur. Segist hafa farið glasavillt Sandrine hefur rætt atvikið opinskátt og segist með því vonast til þess að vekja konur til umhugsunar um byrlanir, sem hefði fjölgað til muna í Frakklandi. Hún segir hvern sem er geta lent í slíku, hvenær sem er og á hvaða aldri sem er. Joël Guerriau hefur verið vikið úr flokki sínum, miðjuflokknum Horizons, vegna málsins. Þá hafa kollegar hans kallað eftir því að hann segi af sér þingmennsku. Hann var handtekinn vegna málsins og einnig fyrir að hafa í fórum sínum fíkniefni. Lögmaður hans hefur fullyrt að öldungardeildarþingmaðurinn hafi ekki ætlað sér að byrla þingkonunni. Hann hafi ekki vitað hvernig efni væri um að ræða og þá hafi hann farið glasavillt þegar hann rétti þingkonunni glasið. Frakkland Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að Sandrine hafi óttast að hún fengi hjartaáfall eftir byrlunina. Hún segir öldungardeildarþingmanninn, sem hún hefur þekkt í tíu ár, hafa laumað E-töflu ofan í kampavínsglas sitt. Hann neitar sök. Sandrine, sem er þingkona miðjuflokksins MoDem, segir Joël hafa boðið sér síðasta þriðjudag að fagna með sér endurkjöri sínu til öldungadeildarinnar. Hann hafi fyrst boðið henni á veitingastað en síðan farið fram á að hún mætti heim til sín. Fiktaði stöðugt í ljósarofum Hann hafi borið fyrir sig að þar yrði minni hávaði, færra fólk og að hann myndi elda fajitas. Hann hafi þá hellt kampavíni í glas inni í eldhúsi á meðan hún var inni í stofu og segir Sandrine að hegðun hans hafi verið öll hin einkennilegasta. Öldungardeildarþingmaðurinn hafi stöðugt fiktað í ljósarofum og fært birtustigið í herberginu ýmist upp eða niður og ítrekað skálað við hana eins og til þess að fá hana til að drekka vínið alveg örugglega. „Ég leit fram í eldhús og sá hann setja lítinn poka ofan í skúffu. Á þeim tímapunkti fann ég fyrir einkennum og áttaði mig á því að hann hefði verið með eiturlyf í höndunum. Ég fann fyrir hjartsláttartruflunum og sagði við sjálfa mig að ég yrði að flýja.“ Þingkonan segist hafa nýtt sér smáforrit í hvelli til þess að panta sér leigubíl á heimili öldungardeildarþingmannsins. Hún hafi sagt honum að hún þyrfti að fara aftur í vinnuna. Við hafi tekið hryllilegar tíu mínútur þar sem hann hafi fylgt henni niður í lyftunni þar sem hún hafi átt erfitt með að halda sér á fótum. Sandrine var hjálpað af leigubílstjóra og öðrum kollegum sem hringdu á sjúkrabíl. Þá segir Guardian að blóðprufur á spítalanum hafi leitt í ljós að þingkonan hafi sannanlega innbyrt E-töflur. Segist hafa farið glasavillt Sandrine hefur rætt atvikið opinskátt og segist með því vonast til þess að vekja konur til umhugsunar um byrlanir, sem hefði fjölgað til muna í Frakklandi. Hún segir hvern sem er geta lent í slíku, hvenær sem er og á hvaða aldri sem er. Joël Guerriau hefur verið vikið úr flokki sínum, miðjuflokknum Horizons, vegna málsins. Þá hafa kollegar hans kallað eftir því að hann segi af sér þingmennsku. Hann var handtekinn vegna málsins og einnig fyrir að hafa í fórum sínum fíkniefni. Lögmaður hans hefur fullyrt að öldungardeildarþingmaðurinn hafi ekki ætlað sér að byrla þingkonunni. Hann hafi ekki vitað hvernig efni væri um að ræða og þá hafi hann farið glasavillt þegar hann rétti þingkonunni glasið.
Frakkland Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“