Svíar syrgja unga frjálsíþróttakonu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2023 07:31 Emilia Brangefält var í fremstu röð í sinni íþróttagrein en á bak við tjöldin upplifði hún mikla erfiðleika. @emiliabrangefalt Sænska frjálsíþróttagoðsögnin Kajsa Bergqvist er ein af þeim sem hefur minnst Emiliu Brangefält eftir að tilkynnt var um andlát hennar í gær. Emilia var aðeins 21 ára gömul og sænskur meistari í utanvegahlaupi. Hún vann bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu í fyrra og var því í fremstu röð í sinni grein. „Þetta er svo voðalega sorglegt. Ég á erfitt með að finna réttu orðin,“ sagði Kajsa Bergqvist við Aftonbladet. Kajsa varð sjálf heimsmeistari í hástökki á sínum tíma en núna er hún yfirþjálfari sænska frjálsíþróttalandsliðsins. View this post on Instagram A post shared by SportExpressen.se (@sportexpressen) Brangefält var að gera góða hluti í sinni íþrótt. Á síðasta varð hún sænskur meistari og vann bronsverðlaun á HM í Tælandi. Hún tók sitt eigið líf 13. nóvember síðastliðinn eftir að hafa liðið mjög illa bæði líkamlega og andlega í marga mánuði eins og fram kemur í frétt á heimasíðu sænska frjálsíþróttasambandsins. „Ég þekkti ekki Emiliu persónulega en ég hef fengið að vita að hún var mjög góð manneskja, yndisleg og hæfileikarík ung kona sem átti allt lífið fram undan. Fyrir hönd sænska sambandsins þá sendi ég okkar hlýjustu samúðarkveðjur til hennar fólks,“ sagði Kajsa Bergqvist við Aftonbladet. Kajsa varð sjálf heimsmeistari í hástökki á sínum tíma. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport) Emilia Brangefält keppti fyrir Västerås FK félagið og þar er mikil sorg eftir þessar hræðilegu fréttir. „Okkar félag upplifir nú mikla sorg en við sendum alla okkar ást, samhug og styrk til fjölskyldu Emiliu,“ segir í frétt á heimasíðu Västerås. Ef þú sérð ekki Instagram færslurnar hér fyrir ofan þá mælum við með að endurhlaða fréttina. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Frjálsar íþróttir Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Sjá meira
Emilia var aðeins 21 ára gömul og sænskur meistari í utanvegahlaupi. Hún vann bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu í fyrra og var því í fremstu röð í sinni grein. „Þetta er svo voðalega sorglegt. Ég á erfitt með að finna réttu orðin,“ sagði Kajsa Bergqvist við Aftonbladet. Kajsa varð sjálf heimsmeistari í hástökki á sínum tíma en núna er hún yfirþjálfari sænska frjálsíþróttalandsliðsins. View this post on Instagram A post shared by SportExpressen.se (@sportexpressen) Brangefält var að gera góða hluti í sinni íþrótt. Á síðasta varð hún sænskur meistari og vann bronsverðlaun á HM í Tælandi. Hún tók sitt eigið líf 13. nóvember síðastliðinn eftir að hafa liðið mjög illa bæði líkamlega og andlega í marga mánuði eins og fram kemur í frétt á heimasíðu sænska frjálsíþróttasambandsins. „Ég þekkti ekki Emiliu persónulega en ég hef fengið að vita að hún var mjög góð manneskja, yndisleg og hæfileikarík ung kona sem átti allt lífið fram undan. Fyrir hönd sænska sambandsins þá sendi ég okkar hlýjustu samúðarkveðjur til hennar fólks,“ sagði Kajsa Bergqvist við Aftonbladet. Kajsa varð sjálf heimsmeistari í hástökki á sínum tíma. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport) Emilia Brangefält keppti fyrir Västerås FK félagið og þar er mikil sorg eftir þessar hræðilegu fréttir. „Okkar félag upplifir nú mikla sorg en við sendum alla okkar ást, samhug og styrk til fjölskyldu Emiliu,“ segir í frétt á heimasíðu Västerås. Ef þú sérð ekki Instagram færslurnar hér fyrir ofan þá mælum við með að endurhlaða fréttina. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Sjá meira