Svíar syrgja unga frjálsíþróttakonu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2023 07:31 Emilia Brangefält var í fremstu röð í sinni íþróttagrein en á bak við tjöldin upplifði hún mikla erfiðleika. @emiliabrangefalt Sænska frjálsíþróttagoðsögnin Kajsa Bergqvist er ein af þeim sem hefur minnst Emiliu Brangefält eftir að tilkynnt var um andlát hennar í gær. Emilia var aðeins 21 ára gömul og sænskur meistari í utanvegahlaupi. Hún vann bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu í fyrra og var því í fremstu röð í sinni grein. „Þetta er svo voðalega sorglegt. Ég á erfitt með að finna réttu orðin,“ sagði Kajsa Bergqvist við Aftonbladet. Kajsa varð sjálf heimsmeistari í hástökki á sínum tíma en núna er hún yfirþjálfari sænska frjálsíþróttalandsliðsins. View this post on Instagram A post shared by SportExpressen.se (@sportexpressen) Brangefält var að gera góða hluti í sinni íþrótt. Á síðasta varð hún sænskur meistari og vann bronsverðlaun á HM í Tælandi. Hún tók sitt eigið líf 13. nóvember síðastliðinn eftir að hafa liðið mjög illa bæði líkamlega og andlega í marga mánuði eins og fram kemur í frétt á heimasíðu sænska frjálsíþróttasambandsins. „Ég þekkti ekki Emiliu persónulega en ég hef fengið að vita að hún var mjög góð manneskja, yndisleg og hæfileikarík ung kona sem átti allt lífið fram undan. Fyrir hönd sænska sambandsins þá sendi ég okkar hlýjustu samúðarkveðjur til hennar fólks,“ sagði Kajsa Bergqvist við Aftonbladet. Kajsa varð sjálf heimsmeistari í hástökki á sínum tíma. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport) Emilia Brangefält keppti fyrir Västerås FK félagið og þar er mikil sorg eftir þessar hræðilegu fréttir. „Okkar félag upplifir nú mikla sorg en við sendum alla okkar ást, samhug og styrk til fjölskyldu Emiliu,“ segir í frétt á heimasíðu Västerås. Ef þú sérð ekki Instagram færslurnar hér fyrir ofan þá mælum við með að endurhlaða fréttina. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Frjálsar íþróttir Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Fleiri fréttir Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Sjá meira
Emilia var aðeins 21 ára gömul og sænskur meistari í utanvegahlaupi. Hún vann bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu í fyrra og var því í fremstu röð í sinni grein. „Þetta er svo voðalega sorglegt. Ég á erfitt með að finna réttu orðin,“ sagði Kajsa Bergqvist við Aftonbladet. Kajsa varð sjálf heimsmeistari í hástökki á sínum tíma en núna er hún yfirþjálfari sænska frjálsíþróttalandsliðsins. View this post on Instagram A post shared by SportExpressen.se (@sportexpressen) Brangefält var að gera góða hluti í sinni íþrótt. Á síðasta varð hún sænskur meistari og vann bronsverðlaun á HM í Tælandi. Hún tók sitt eigið líf 13. nóvember síðastliðinn eftir að hafa liðið mjög illa bæði líkamlega og andlega í marga mánuði eins og fram kemur í frétt á heimasíðu sænska frjálsíþróttasambandsins. „Ég þekkti ekki Emiliu persónulega en ég hef fengið að vita að hún var mjög góð manneskja, yndisleg og hæfileikarík ung kona sem átti allt lífið fram undan. Fyrir hönd sænska sambandsins þá sendi ég okkar hlýjustu samúðarkveðjur til hennar fólks,“ sagði Kajsa Bergqvist við Aftonbladet. Kajsa varð sjálf heimsmeistari í hástökki á sínum tíma. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport) Emilia Brangefält keppti fyrir Västerås FK félagið og þar er mikil sorg eftir þessar hræðilegu fréttir. „Okkar félag upplifir nú mikla sorg en við sendum alla okkar ást, samhug og styrk til fjölskyldu Emiliu,“ segir í frétt á heimasíðu Västerås. Ef þú sérð ekki Instagram færslurnar hér fyrir ofan þá mælum við með að endurhlaða fréttina. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Fleiri fréttir Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Sjá meira