Fá ekki óheftan aðgang en hafa náð að bjarga nánast öllu Árni Sæberg skrifar 23. nóvember 2023 11:19 Berglind segir verstu sviðsmyndina alls ekki hafa raungerst. Vísir Forstjóri Orf líftækni segir að rýmri opnun til Grindavíkur gildi ekki fyrir fyrirtækið, sem er nokkuð utan bæjarins. Fólk á vegum fyrirtækisins hafi þó fengið að fara á svæðið þrisvar í fylgd viðbragðsaðila og búið sé að bjarga nánast öllu því sem bjargað verður. Berglind Rán Ólafsdóttir, forstjóri Orf, segir í samtali við Vísi að hún hafi verið í sambandi við yfirvöld í dag og fengið þau svör að aðgangur að gróðurhúsi fyrirtækisins verði óbreyttur að sinni. Greint var frá því í gær að almannavarnastiginu vegna jarðhræringanna við Grindavík yrði breytt í dag klukkan ellefu og það fært af neyðarstigi og niður á hættustig. Berglind Rán segir að samskipti við yfirvöld hafi verið mikil og mjög góð undanfarið. Ljóst sé að reynt sé að gera allt til þess að hjálpa öllum í erfiðri stöðu. Hún treysti lögreglunni til þess að meta það hvenær öruggt verður að athafna sig með venjulegum hætti í gróðurhúsi fyrirtækisins. Versta sviðsmyndin hafi alls ekki raungerst Hún segir að í þremur ferðum í gróðurhúsið hafi tekist að bjarga nánast öllu sem bjargað verður. Fræjum og ýmsum plöntum hafi verið bjargað og vökvunarkerfi gróðurhússins sett í gang einu sinni. Þá hafi nánast öll tæki verið færð af svæðinu. „Versta sviðsmyndin hefur alls ekki raungerst.“ Þó sé ljóst að gróðurhúsið sjálft sé töluvert skemmt. Hún treysti sér ekki til þess að segja til um það hvort það sé ónýtt enda sé hún ekki sérfræðingur í þeim efnum. Þá hafi Náttúruhamfaratrygging Íslands ekki enn lagt mat á tjónið á húsinu. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Bíða þess að komast inn til að vökva og sækja erfðabreyttar plöntur Teymi frá ORF líftæknifyrirtæki vonast til þess að geta sótt verðmætar erfðabreyttar plöntur í gróðurhús þeirra í Grindavík í dag. Einnig þarf að fylla á vökvakerfið en það var gert síðasta á sunnudag. Miklar skemmdir voru þá á gróðurhúsinu sem er beint fyrir ofan sprungusvæðið. 15. nóvember 2023 10:35 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Berglind Rán Ólafsdóttir, forstjóri Orf, segir í samtali við Vísi að hún hafi verið í sambandi við yfirvöld í dag og fengið þau svör að aðgangur að gróðurhúsi fyrirtækisins verði óbreyttur að sinni. Greint var frá því í gær að almannavarnastiginu vegna jarðhræringanna við Grindavík yrði breytt í dag klukkan ellefu og það fært af neyðarstigi og niður á hættustig. Berglind Rán segir að samskipti við yfirvöld hafi verið mikil og mjög góð undanfarið. Ljóst sé að reynt sé að gera allt til þess að hjálpa öllum í erfiðri stöðu. Hún treysti lögreglunni til þess að meta það hvenær öruggt verður að athafna sig með venjulegum hætti í gróðurhúsi fyrirtækisins. Versta sviðsmyndin hafi alls ekki raungerst Hún segir að í þremur ferðum í gróðurhúsið hafi tekist að bjarga nánast öllu sem bjargað verður. Fræjum og ýmsum plöntum hafi verið bjargað og vökvunarkerfi gróðurhússins sett í gang einu sinni. Þá hafi nánast öll tæki verið færð af svæðinu. „Versta sviðsmyndin hefur alls ekki raungerst.“ Þó sé ljóst að gróðurhúsið sjálft sé töluvert skemmt. Hún treysti sér ekki til þess að segja til um það hvort það sé ónýtt enda sé hún ekki sérfræðingur í þeim efnum. Þá hafi Náttúruhamfaratrygging Íslands ekki enn lagt mat á tjónið á húsinu.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Bíða þess að komast inn til að vökva og sækja erfðabreyttar plöntur Teymi frá ORF líftæknifyrirtæki vonast til þess að geta sótt verðmætar erfðabreyttar plöntur í gróðurhús þeirra í Grindavík í dag. Einnig þarf að fylla á vökvakerfið en það var gert síðasta á sunnudag. Miklar skemmdir voru þá á gróðurhúsinu sem er beint fyrir ofan sprungusvæðið. 15. nóvember 2023 10:35 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Bíða þess að komast inn til að vökva og sækja erfðabreyttar plöntur Teymi frá ORF líftæknifyrirtæki vonast til þess að geta sótt verðmætar erfðabreyttar plöntur í gróðurhús þeirra í Grindavík í dag. Einnig þarf að fylla á vökvakerfið en það var gert síðasta á sunnudag. Miklar skemmdir voru þá á gróðurhúsinu sem er beint fyrir ofan sprungusvæðið. 15. nóvember 2023 10:35