Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Stjarnan 89 -72 | Höttur stöðvaði sigurgöngu Stjörnunnar Gunnar Gunnarsson skrifar 23. nóvember 2023 21:10 vísir/bára Höttur stöðvaði fimm leikja sigurgöngu Stjörnunnar í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld með öruggum sigri, 89-72 á Egilsstöðum í kvöld. Höttur stjórnaði ferðinni meðan Stjarnan gerði fjölda sóknarmistaka eða hitti alls ekki. Tóninn í leiknum var sleginn strax í fyrstu sókn þegar Stjarnan missti boltann frá sér. Lítið var skorað í byrjun, átta stig fyrstu fimm mínúturnar þegar liðin byggðu á sterkum vörnum. Munurinn var þó að skotin fóru að detta hjá Hetti en ekki Stjörnunni, sem um tíma var með 16% nýtingu. Eftir fyrsta leikhluta voru heimamenn yfir, 21-12. Ekki urðu neinar sveiflur í leiknum í öðrum leikhluta, Höttur var með sex stiga forskot lengst af og 40-33 yfir í hálfleik. Þá var skotnýtingin komin það sem hún var nokkurn vegin í leiknum 50% hjá Hetti en 30% hjá Stjörnunni. Þegar komið var fram í seinni hálfleik fóru tök Hattar að herðast á leiknum. Liðið hafði stjórn á hraðanum í leiknum, leitaði að góðum skotfærum og setti þau niður. Stjarnan fékk færi en hitt illa. Einkum síðar fóru að blandast í sóknarmistök þar sem boltanum var hent út af eða til Hattarmanna. Þetta sást orðið vel í lok þriðja leikhluta. Lítið hefur verið um troðslur frá Hetti í vetur en Gustav Suhr-Jessen átti tvær í lokin og Höttur fór inn með 69-54 forustu inn í fjórða leikhluta. Það hélt áfram. Sæþór Kristjánsson bætti við þeirri þriðju í röð. Stjörnumenn voru úti á þekju og eftir mínútu tók Arnar Guðjónsson leikhlé. Það breytti litlu. Garðbæingar reyndu að hleypa leiknum upp með pressuvörn, náðu sex stigum í röð, en sukku bara dýpra og dýpra. Höttur var kominn með tæplega 20 stiga forustu þegar Ægir Steinarsson lenti í samstuð við Nemanja Knezevic, sem var að bjóða sig til að taka við boltanum úr innkasti. Illindi í kjölfarið þýddu að Ægir var rekinn út úr húsi og Gustav fékk sína fimmtu villu. Eftir þetta tók leikurinn að leysast upp og Höttur sigldi heim öruggum sigri. Matej Karlovic var stigahæstur hjá Hetti með 28 stig en Deontaye Buskey skoraði 20. Ægir Þór skoraði 17 stig fyrir Stjörnuna, þrátt fyrir að vera útilokaður síðustu þrjár og hálfu mínútuna. Eftir það skoraði lið hans fimm stig. James Ellisor var með sama stigafjölda. Hvað gekk vel? Leikur Hattar í heild sinni. Stjarnan jafnaði í 2-2, eftir það var Höttur yfir. Liðið spilaði agað. Varnarleikurinn var ákveðinn, sem kostaði sitt af villum en það tókst að dreifa þeim á leikmenn. Sóknarleikurinn var þolinmóður, liðið leitaði að góðum færum og setti þau niður. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Stjörnunnar. Liðið var með 31 prósent nýtingu utan af velli og 65 prósent í vítum. Þegar leið á þriðja leikhluta missti liðið hausinn og fór að taka slæmar ákvarðanir í vörn og sókn. Hverjir stóðu upp úr? Matej Karlovic var stigahæstur á vellinum með 28 stig. Í öðrum leikhluta skoraði hann 13 af 19 stigum Hattar. Hann var óstöðvandi á þeim kafla, ýmist snéri af sér varnarmenn Stjörnunnar til að komast að körfunni eða var snöggur upp í þriggja stiga skot. Hann hafði áfram ákveðnina í að láta sig vaða í skotin og þótt þau dyttu ekki jafn mikið, einkum ekki þriggja stiga skotin, þá var hann einn af mönnunum sem setti tóninn hjá Hetti í kvöld. Arnar: Vorum teknir í karphúsið Arnar Guðjónsson ræðir við liðið sitt.Vísir/Bára Dröfn Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var óhress með frammistöðu síns liðs í 89-72 tapi fyrir Hetti á Egilsstöðum í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Hann sagði sitt lið ekki hafa mætt til leiks og fyrir vikið fengið það sem það verðskuldaði. „Við vorum teknir í karphúsið. Við vorum ekki góðir á móti góðu liði sem spilaði vel og verðskulduðum þetta tap. Mér fannst varnarleikurinn okkar alls ekki góður. Hann hefur verið okkar einkennismerki í vetur en það var ekki að sjá í kvöld. Síðan þegar við áttum möguleika á að komast inn í leikinn tókum við vondar ákvarðanir í sókninni sem leiddu til þess að þeir skoruðu auðveldar körfur. Við byrjuðum illa, bæði í fyrri og seinni hálfleik, en þó sérstaklega þeim seinni. Þar fá þeir þrjú lay-up eftir mistök okkar. Það dró úr okkur tennurnar.“ Ekkert gekk Höttur átti frábæran kafla síðustu tvær mínútur annars leikhluta, breytti stöðunni úr 58-50 í 69-54. Ef ekki hefði verið svona stutt eftir hefði Arnar trúlega tekið leikhlé þar. En þegar Höttur skoraði fjögur fyrstu stigin í fjórða leikhluta og var þar með kominn með þrjár troðslur í röð hafði Arnar séð nóg og tók leikhlé eftir aðeins 61 sekúndu í leikhlutanum. „Við fórum að reyna að gera eitthvað sem við höfum ekki æft í vetur til að reyna að breyta leiknum. Það skilaði engu, frekar en það sem við ætluðum að gera í upphaf leiks. Það varð að reyna að hrista upp í leiknum og finna einhverja möguleika en þeir voru ekki í boði.“ Þegar þrjár og hálf mínúta var eftir lentu Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði Stjörnunnar og Nemanja Knezevic, miðherji Hattar í samstuði. Ekki var dæmd villa á atvikið en Ægir fékk tvær tæknivillur og þar með brottvísun eftir viðskipti sín við dómarana. „Ég sá ekki hvað gerðist milli Ægis og Knezevic, atvikið varð nær stúkunni. Viðbrögð Ægis verðskulduðu hins vegar tvær tæknivillur. Ég held að pirringurinn hafi frekar beinst að okkar eigin frammistöðu en dómgæslunni. Ég held að dómararnir hafi staðið sig vel í dag en við gerðum það ekki.“ Þrír meiddir Þrjá leikmenn vantaði í lið Stjörnunnar í dag. Hlynur Bæringsson, Ásmundur Múli Ármannsson og Dagur Kár Jónsson voru allir frá vegna meiðsla. „Hlynur verður örugglega með næst og vonandi Múli. Ég veit ekki stöðuna á Degi. Það gæti verið lengra í hann. En þeir hefðu ekki bjargað því sem gekk á hér. Við vorum bara slakir: leikmennirnir, ég Stjarnan.“ Fyrir leikinn hafði Stjarnan unnið fimm leiki í röð. Framundan er innansveitarslagur við Álftanes. „Við verðum að eiga betri æfingaviku og mæta beittari til leiks en í kvöld. Ef þú mætir svona, með skottið hangandi milli lappanna, þá færðu flengingu. Við fengum hana heldur betur og hún var verðskulduð. En ég óska Hetti til hamingju. Þeir voru frábærir og unnu leikinn. Það vorum ekki við sem töpuðum honum.“ Obie Trotter: Vildu bæta upp fyrir tapið gegn Val Obie Trotter, leikmaður Hattar, segir liðsmenn þess hafa viljað bæta upp fyrir að hafa tapað niður góðri stöðu gegn Val í síðustu umferð í seinni hálfleik. „Við vorum pirraðir inni í klefa eftir þann leik og töluðum um að við hefðum látið sigurinn renna okkur úr greipum. Við vorum ákveðnir í að bæta upp fyrir það og sýndum það í kvöld,“ sagði Obie eftir sigurinn á Stjörnunni í kvöld. „Tilfinningin á vellinum var frábær enda sigurinn stór. Við réðum ferðinni í fyrri hálfleik og gerðum það áfram í þeim seinni. Við fengum opin skot og gerðum þeim erfitt fyrir.“ Obie er á sínu öðru tímabili hjá Hetti og liðið er á góðri siglingu með fimm sigra í átta leikjum. Þeir hefðu hæglega getað fleiri að hans mati. „Það hefði ekki munað miklu að sigurhlutfallið væri 7-1 eða 6-2. Það eru leikir sem við hefðum getað unnið. Við verðum betri með hverjum leik og eigum töluvert inni enn þannig ég held við eigum eftir að eflast eftir því sem á líður tímabilið.“ Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, er þekktur fyrir að vera heitur á hliðarlínunni og Obie segir að sá metnaður sé einnig ríkjandi á æfingum. „Hann er ákafur og grípur ákveðið inn í mistök á æfingum. Hann vill að við setjum markið hátt sem ég held að sé gott fyrir okkur. Við erum þá vel undirbúnir þegar við lendum í erfiðri stöðu í leikjum.“ Obie, sem verður fertugur síðar á tímabilinu, hefur spilað víða um heim svo sem í Þýskalandi, Frakklandi, Finnlandi, Rússlandi, Póllandi, Ungverjalandi, Spáni og nú loks á Íslandi. „Deildin hér er góð því hún er mjög jöfn. Þú verður að standa þig í hverjum leik, annars getur hann tapast.“ Subway-deild karla Höttur Stjarnan
Höttur stöðvaði fimm leikja sigurgöngu Stjörnunnar í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld með öruggum sigri, 89-72 á Egilsstöðum í kvöld. Höttur stjórnaði ferðinni meðan Stjarnan gerði fjölda sóknarmistaka eða hitti alls ekki. Tóninn í leiknum var sleginn strax í fyrstu sókn þegar Stjarnan missti boltann frá sér. Lítið var skorað í byrjun, átta stig fyrstu fimm mínúturnar þegar liðin byggðu á sterkum vörnum. Munurinn var þó að skotin fóru að detta hjá Hetti en ekki Stjörnunni, sem um tíma var með 16% nýtingu. Eftir fyrsta leikhluta voru heimamenn yfir, 21-12. Ekki urðu neinar sveiflur í leiknum í öðrum leikhluta, Höttur var með sex stiga forskot lengst af og 40-33 yfir í hálfleik. Þá var skotnýtingin komin það sem hún var nokkurn vegin í leiknum 50% hjá Hetti en 30% hjá Stjörnunni. Þegar komið var fram í seinni hálfleik fóru tök Hattar að herðast á leiknum. Liðið hafði stjórn á hraðanum í leiknum, leitaði að góðum skotfærum og setti þau niður. Stjarnan fékk færi en hitt illa. Einkum síðar fóru að blandast í sóknarmistök þar sem boltanum var hent út af eða til Hattarmanna. Þetta sást orðið vel í lok þriðja leikhluta. Lítið hefur verið um troðslur frá Hetti í vetur en Gustav Suhr-Jessen átti tvær í lokin og Höttur fór inn með 69-54 forustu inn í fjórða leikhluta. Það hélt áfram. Sæþór Kristjánsson bætti við þeirri þriðju í röð. Stjörnumenn voru úti á þekju og eftir mínútu tók Arnar Guðjónsson leikhlé. Það breytti litlu. Garðbæingar reyndu að hleypa leiknum upp með pressuvörn, náðu sex stigum í röð, en sukku bara dýpra og dýpra. Höttur var kominn með tæplega 20 stiga forustu þegar Ægir Steinarsson lenti í samstuð við Nemanja Knezevic, sem var að bjóða sig til að taka við boltanum úr innkasti. Illindi í kjölfarið þýddu að Ægir var rekinn út úr húsi og Gustav fékk sína fimmtu villu. Eftir þetta tók leikurinn að leysast upp og Höttur sigldi heim öruggum sigri. Matej Karlovic var stigahæstur hjá Hetti með 28 stig en Deontaye Buskey skoraði 20. Ægir Þór skoraði 17 stig fyrir Stjörnuna, þrátt fyrir að vera útilokaður síðustu þrjár og hálfu mínútuna. Eftir það skoraði lið hans fimm stig. James Ellisor var með sama stigafjölda. Hvað gekk vel? Leikur Hattar í heild sinni. Stjarnan jafnaði í 2-2, eftir það var Höttur yfir. Liðið spilaði agað. Varnarleikurinn var ákveðinn, sem kostaði sitt af villum en það tókst að dreifa þeim á leikmenn. Sóknarleikurinn var þolinmóður, liðið leitaði að góðum færum og setti þau niður. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Stjörnunnar. Liðið var með 31 prósent nýtingu utan af velli og 65 prósent í vítum. Þegar leið á þriðja leikhluta missti liðið hausinn og fór að taka slæmar ákvarðanir í vörn og sókn. Hverjir stóðu upp úr? Matej Karlovic var stigahæstur á vellinum með 28 stig. Í öðrum leikhluta skoraði hann 13 af 19 stigum Hattar. Hann var óstöðvandi á þeim kafla, ýmist snéri af sér varnarmenn Stjörnunnar til að komast að körfunni eða var snöggur upp í þriggja stiga skot. Hann hafði áfram ákveðnina í að láta sig vaða í skotin og þótt þau dyttu ekki jafn mikið, einkum ekki þriggja stiga skotin, þá var hann einn af mönnunum sem setti tóninn hjá Hetti í kvöld. Arnar: Vorum teknir í karphúsið Arnar Guðjónsson ræðir við liðið sitt.Vísir/Bára Dröfn Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var óhress með frammistöðu síns liðs í 89-72 tapi fyrir Hetti á Egilsstöðum í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Hann sagði sitt lið ekki hafa mætt til leiks og fyrir vikið fengið það sem það verðskuldaði. „Við vorum teknir í karphúsið. Við vorum ekki góðir á móti góðu liði sem spilaði vel og verðskulduðum þetta tap. Mér fannst varnarleikurinn okkar alls ekki góður. Hann hefur verið okkar einkennismerki í vetur en það var ekki að sjá í kvöld. Síðan þegar við áttum möguleika á að komast inn í leikinn tókum við vondar ákvarðanir í sókninni sem leiddu til þess að þeir skoruðu auðveldar körfur. Við byrjuðum illa, bæði í fyrri og seinni hálfleik, en þó sérstaklega þeim seinni. Þar fá þeir þrjú lay-up eftir mistök okkar. Það dró úr okkur tennurnar.“ Ekkert gekk Höttur átti frábæran kafla síðustu tvær mínútur annars leikhluta, breytti stöðunni úr 58-50 í 69-54. Ef ekki hefði verið svona stutt eftir hefði Arnar trúlega tekið leikhlé þar. En þegar Höttur skoraði fjögur fyrstu stigin í fjórða leikhluta og var þar með kominn með þrjár troðslur í röð hafði Arnar séð nóg og tók leikhlé eftir aðeins 61 sekúndu í leikhlutanum. „Við fórum að reyna að gera eitthvað sem við höfum ekki æft í vetur til að reyna að breyta leiknum. Það skilaði engu, frekar en það sem við ætluðum að gera í upphaf leiks. Það varð að reyna að hrista upp í leiknum og finna einhverja möguleika en þeir voru ekki í boði.“ Þegar þrjár og hálf mínúta var eftir lentu Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði Stjörnunnar og Nemanja Knezevic, miðherji Hattar í samstuði. Ekki var dæmd villa á atvikið en Ægir fékk tvær tæknivillur og þar með brottvísun eftir viðskipti sín við dómarana. „Ég sá ekki hvað gerðist milli Ægis og Knezevic, atvikið varð nær stúkunni. Viðbrögð Ægis verðskulduðu hins vegar tvær tæknivillur. Ég held að pirringurinn hafi frekar beinst að okkar eigin frammistöðu en dómgæslunni. Ég held að dómararnir hafi staðið sig vel í dag en við gerðum það ekki.“ Þrír meiddir Þrjá leikmenn vantaði í lið Stjörnunnar í dag. Hlynur Bæringsson, Ásmundur Múli Ármannsson og Dagur Kár Jónsson voru allir frá vegna meiðsla. „Hlynur verður örugglega með næst og vonandi Múli. Ég veit ekki stöðuna á Degi. Það gæti verið lengra í hann. En þeir hefðu ekki bjargað því sem gekk á hér. Við vorum bara slakir: leikmennirnir, ég Stjarnan.“ Fyrir leikinn hafði Stjarnan unnið fimm leiki í röð. Framundan er innansveitarslagur við Álftanes. „Við verðum að eiga betri æfingaviku og mæta beittari til leiks en í kvöld. Ef þú mætir svona, með skottið hangandi milli lappanna, þá færðu flengingu. Við fengum hana heldur betur og hún var verðskulduð. En ég óska Hetti til hamingju. Þeir voru frábærir og unnu leikinn. Það vorum ekki við sem töpuðum honum.“ Obie Trotter: Vildu bæta upp fyrir tapið gegn Val Obie Trotter, leikmaður Hattar, segir liðsmenn þess hafa viljað bæta upp fyrir að hafa tapað niður góðri stöðu gegn Val í síðustu umferð í seinni hálfleik. „Við vorum pirraðir inni í klefa eftir þann leik og töluðum um að við hefðum látið sigurinn renna okkur úr greipum. Við vorum ákveðnir í að bæta upp fyrir það og sýndum það í kvöld,“ sagði Obie eftir sigurinn á Stjörnunni í kvöld. „Tilfinningin á vellinum var frábær enda sigurinn stór. Við réðum ferðinni í fyrri hálfleik og gerðum það áfram í þeim seinni. Við fengum opin skot og gerðum þeim erfitt fyrir.“ Obie er á sínu öðru tímabili hjá Hetti og liðið er á góðri siglingu með fimm sigra í átta leikjum. Þeir hefðu hæglega getað fleiri að hans mati. „Það hefði ekki munað miklu að sigurhlutfallið væri 7-1 eða 6-2. Það eru leikir sem við hefðum getað unnið. Við verðum betri með hverjum leik og eigum töluvert inni enn þannig ég held við eigum eftir að eflast eftir því sem á líður tímabilið.“ Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, er þekktur fyrir að vera heitur á hliðarlínunni og Obie segir að sá metnaður sé einnig ríkjandi á æfingum. „Hann er ákafur og grípur ákveðið inn í mistök á æfingum. Hann vill að við setjum markið hátt sem ég held að sé gott fyrir okkur. Við erum þá vel undirbúnir þegar við lendum í erfiðri stöðu í leikjum.“ Obie, sem verður fertugur síðar á tímabilinu, hefur spilað víða um heim svo sem í Þýskalandi, Frakklandi, Finnlandi, Rússlandi, Póllandi, Ungverjalandi, Spáni og nú loks á Íslandi. „Deildin hér er góð því hún er mjög jöfn. Þú verður að standa þig í hverjum leik, annars getur hann tapast.“
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti