Bær rýmdur eftir enn eitt lestarslysið Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2023 09:56 Íbúar Livingston þurftu að yfirgefa heimili sín á þakkagjörðarhátíðinni. Nú hafa þau fengið að snúa aftur. AP/WTVQ Íbúum lítils þorps í Rockcastle-sýslu í Kentucky í Bandaríkjunum hefur verið leyft að snúa aftur til síns heima, eftir að bæirnir voru rýmdir í kjölfar lestarslyss. Minnst sextán lestarvagnar fóru af sporinu nærri Livingston og var þorpið rýmt í kjölfarið. Annar tveggja úr áhöfn lestarinnar særðist lítillega. Andy Beshear, ríkisstjóri Kentucky, lýsti yfir neyðarástandi í sýslunni á miðvikudagskvöld, þar sem lestin bar efni eins og brennistein og eldur kviknaði í brakinu eftir að hún fór af sporinu. Nú er hins vegar búið að slökkva eldinn og gasmælingar sýna að íbúar geta snúið aftur, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Verið er að hreinsa svæðið og laga lestarteinana, samkvæmt forsvarsmönnum fyrirtækisins CSX, sem rekur lestarteinana. Ástæður þess að lesti fór af sporinu eru til rannsóknar. Fyrr á árinu fór lest sem bar meðal annars eiturefni út af sporinu við bæinn Austur-Palestínu í Ohio. Þann bæ þurfti einnig að rýma þar sem eldur kviknaði í brakinu. Ellefu af lestarvögnunum fimmtíu sem fóru af sporinu innihéldu eiturefni og lak hluti þeirra út í andrúmsloftið. Eiturefni brunnu einnig í eldi sem kviknaði í kjölfar slyssins. Um fimmtán hundrað íbúum Austur-Palestínu var gert að yfirgefa heimili sín í nokkra daga. Slökkviliðsmenn komust ekki að eldinum til að slökkva í hann í nokkra daga. Lestarslysum sem þessu hefur farið fjölgandi í Bandaríkjunum. Hefur það að miklu leyti verið rakið til skorts á fjárfestingum og uppihaldi á samgönguinnviðum eins og lestarteinum. National League of Cities, sem eru nokkurs konar Samtök sveitarfélaga í Bandaríkjunum, birtu í sumar gagnvirkt kort sem sýnir tíðni lestaslysa frá árinu 2012. Framkvæmdastjóri samtakanna sagði þá að lestaslys væru allt of tíð. Á hverjum degi færu þrjár lestir af sporinu, að meðaltali. Um helmingur þeirra bæri hættuleg efni. Tíðust eru slysin í Texas, Illinois, Kaliforníu, Pennsylvaníu og Ohio. Bandaríkin Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Annar tveggja úr áhöfn lestarinnar særðist lítillega. Andy Beshear, ríkisstjóri Kentucky, lýsti yfir neyðarástandi í sýslunni á miðvikudagskvöld, þar sem lestin bar efni eins og brennistein og eldur kviknaði í brakinu eftir að hún fór af sporinu. Nú er hins vegar búið að slökkva eldinn og gasmælingar sýna að íbúar geta snúið aftur, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Verið er að hreinsa svæðið og laga lestarteinana, samkvæmt forsvarsmönnum fyrirtækisins CSX, sem rekur lestarteinana. Ástæður þess að lesti fór af sporinu eru til rannsóknar. Fyrr á árinu fór lest sem bar meðal annars eiturefni út af sporinu við bæinn Austur-Palestínu í Ohio. Þann bæ þurfti einnig að rýma þar sem eldur kviknaði í brakinu. Ellefu af lestarvögnunum fimmtíu sem fóru af sporinu innihéldu eiturefni og lak hluti þeirra út í andrúmsloftið. Eiturefni brunnu einnig í eldi sem kviknaði í kjölfar slyssins. Um fimmtán hundrað íbúum Austur-Palestínu var gert að yfirgefa heimili sín í nokkra daga. Slökkviliðsmenn komust ekki að eldinum til að slökkva í hann í nokkra daga. Lestarslysum sem þessu hefur farið fjölgandi í Bandaríkjunum. Hefur það að miklu leyti verið rakið til skorts á fjárfestingum og uppihaldi á samgönguinnviðum eins og lestarteinum. National League of Cities, sem eru nokkurs konar Samtök sveitarfélaga í Bandaríkjunum, birtu í sumar gagnvirkt kort sem sýnir tíðni lestaslysa frá árinu 2012. Framkvæmdastjóri samtakanna sagði þá að lestaslys væru allt of tíð. Á hverjum degi færu þrjár lestir af sporinu, að meðaltali. Um helmingur þeirra bæri hættuleg efni. Tíðust eru slysin í Texas, Illinois, Kaliforníu, Pennsylvaníu og Ohio.
Bandaríkin Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira