„Þetta er bara rétt að byrja“ Ólafur Björn Sverrisson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 24. nóvember 2023 20:05 Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu. vísir/vilhelm Formaður Afstöðu telur að skuggaleg ofbeldishrina innan fangelsa sé „rétt að byrja“. Úrbóta sé þörf í fangelsismálum áður en nýtt fangelsi rís á Litla-Hrauni. Fjórir voru handteknir í tengslum við hnífaárás sem framin var snemma í morgun í Grafarholti í Reykjavík. Árásin er talin tengjast annarri árás á Litla-Hrauni í gær. Sú árás átti sér stað á alræmdu torgi innan fangelsisins sem fangelsismálayfirvöld hafa varað við árum saman. Hvorugur mannanna er í lífshættu en ljóst er að báðar árásir voru mjög alvarlegar. Sá sem varð fyrir árásinni á Litla-Hrauni var stunginn ítrekað og gekkst undir aðgerð við komu á sjúkrahús. Minna er vitað um líðan mannsins sem varð fyrir árásinni í Grafarholti í morgun. Búist er við ákvörðun lögreglu um gæsluvarðhaldskröfu yfir hinum handteknu í kvöld. Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, félags fanga, ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann sagði að ljóst væri að nýr veruleiki væri runninn upp í fangelsismálum. „Þetta kemur okkur ekki á óvart, almennt séð. En þó þetta komi okkur ekki á óvart þá bregður okkur alltaf þegar svona hlutir gerast. Ég held að það sé alveg ljóst að það þarf að kanna hvað fór úrskeiðis, hvað hefði átt að gera og hvað sé hægt að gera til að koma í veg fyrir að svona eigi sér stað,“ segir Guðmundur. „Rétt að byrja“ Til stendur að byggja nýtt fangelsi á Litla-Hrauni til að bæta öryggi fanga og starfsfólks. Guðmundur segir ýmislegt hægt að gera til bóta, áður en nýtt fangelsi rís. „Við getum farið í vinnu við ný lög um fullnustu [refsinga], það er eitthvað sem var gefið út fyrir mörgum vikum en það hefur ekkert gerst í því enn þá. Ég tel að dómsmálaráðherra hafi gert alveg rétt í að hætta við breytingar á Litla-Hrauni og byggja nýtt. Við þurfum að fara í það miklu fyrr, það er sá veruleiki sem við búum við. Þessir hlutir sem hafa verið að gerast eru hlutir sem við höfum varað við.“ Spurður hvort það megi búast við fleiri sambærilegum atvikum segir Guðmundur: „Við höfum sloppið mjög vel síðustu ár. Þannig ég er alveg viss um að þetta sé bara rétt að byrja. Við þurfum að skoða hverjir það eru sem eru að fara í fangelsi. Eiga sjúklingar að vera í fangelsum? Er fangelsi betri heilbrigðisstofnun en aðrar heilbrigðisstofnanir?“ segir Guðmundur að lokum. Varað við torginu Vísir fjallaði um það fyrr í dag að árásin á Litla-Hrauni hafi átt sér stað á alræmdu torgi fangelsisins, sem fangelsismálayfirvöld hafa gert grein fyrir árum saman. Fjallað var um torgið í kvöldfréttum fyrr á þessu ári. „Þetta er staðurinn þar sem allir fangar geta hist,“ sagði Páll Winkel fangelsismálastjóri. „Þetta torg er staðurinn sem er hættulegastur, þannig að það komi til árekstra. Það gerist reglulega.“ Heimildir fréttastofu herma að árásármaðurinn á Litla hrauni sé Ingólfur Kjartansson, rúmlega tvítugur maður sem hlaut átta ára fangelsisdóm í lok síðasta árs vegna skotárásar í miðbæ Reykjavíkur. Fangelsismál Lögreglumál Reykjavík Árborg Tengdar fréttir Fjórir handteknir í tengslum við líkamsárás Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust þrjár tilkynningar um líkamsárásir í nótt. Í einu tilvikinu voru fjórir handteknir og málið í rannsókn fram eftir kvöldi og nóttu. Kært fyrir líkamsárás, vopnalagabrot og vörslu fíkniefna, segir í yfirliti lögreglu. 13. júní 2023 06:38 Fjórir handteknir í tengslum við hnífaárás Fjórir hafa verið handteknir í tengslum við hnífaárás í Reykjavík í nótt. Til skoðunar er hvort árásin tengist annarri árás á Litla hrauni í gær. Sú árás átti sér stað á alræmdu torgi innan fangelsisins sem fangelsismálayfirvöld hafa varað við árum saman. 24. nóvember 2023 11:32 Hnífstunguárás í nótt sögð tengjast árásinni á Litla-Hrauni Hnífstunguárás sem framin var í nótt tengist annarri árás á Litla-Hrauni í gær. Þetta herma heimildir Ríkisútvarpsins. Eggvopni var sömuleiðis beitt í árásinni á Litla-Hrauni og sú árás er sögð tengjast skotárásinni í Úlfarsárdal í byrjun mánaðar. 24. nóvember 2023 09:21 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Fjórir voru handteknir í tengslum við hnífaárás sem framin var snemma í morgun í Grafarholti í Reykjavík. Árásin er talin tengjast annarri árás á Litla-Hrauni í gær. Sú árás átti sér stað á alræmdu torgi innan fangelsisins sem fangelsismálayfirvöld hafa varað við árum saman. Hvorugur mannanna er í lífshættu en ljóst er að báðar árásir voru mjög alvarlegar. Sá sem varð fyrir árásinni á Litla-Hrauni var stunginn ítrekað og gekkst undir aðgerð við komu á sjúkrahús. Minna er vitað um líðan mannsins sem varð fyrir árásinni í Grafarholti í morgun. Búist er við ákvörðun lögreglu um gæsluvarðhaldskröfu yfir hinum handteknu í kvöld. Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, félags fanga, ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann sagði að ljóst væri að nýr veruleiki væri runninn upp í fangelsismálum. „Þetta kemur okkur ekki á óvart, almennt séð. En þó þetta komi okkur ekki á óvart þá bregður okkur alltaf þegar svona hlutir gerast. Ég held að það sé alveg ljóst að það þarf að kanna hvað fór úrskeiðis, hvað hefði átt að gera og hvað sé hægt að gera til að koma í veg fyrir að svona eigi sér stað,“ segir Guðmundur. „Rétt að byrja“ Til stendur að byggja nýtt fangelsi á Litla-Hrauni til að bæta öryggi fanga og starfsfólks. Guðmundur segir ýmislegt hægt að gera til bóta, áður en nýtt fangelsi rís. „Við getum farið í vinnu við ný lög um fullnustu [refsinga], það er eitthvað sem var gefið út fyrir mörgum vikum en það hefur ekkert gerst í því enn þá. Ég tel að dómsmálaráðherra hafi gert alveg rétt í að hætta við breytingar á Litla-Hrauni og byggja nýtt. Við þurfum að fara í það miklu fyrr, það er sá veruleiki sem við búum við. Þessir hlutir sem hafa verið að gerast eru hlutir sem við höfum varað við.“ Spurður hvort það megi búast við fleiri sambærilegum atvikum segir Guðmundur: „Við höfum sloppið mjög vel síðustu ár. Þannig ég er alveg viss um að þetta sé bara rétt að byrja. Við þurfum að skoða hverjir það eru sem eru að fara í fangelsi. Eiga sjúklingar að vera í fangelsum? Er fangelsi betri heilbrigðisstofnun en aðrar heilbrigðisstofnanir?“ segir Guðmundur að lokum. Varað við torginu Vísir fjallaði um það fyrr í dag að árásin á Litla-Hrauni hafi átt sér stað á alræmdu torgi fangelsisins, sem fangelsismálayfirvöld hafa gert grein fyrir árum saman. Fjallað var um torgið í kvöldfréttum fyrr á þessu ári. „Þetta er staðurinn þar sem allir fangar geta hist,“ sagði Páll Winkel fangelsismálastjóri. „Þetta torg er staðurinn sem er hættulegastur, þannig að það komi til árekstra. Það gerist reglulega.“ Heimildir fréttastofu herma að árásármaðurinn á Litla hrauni sé Ingólfur Kjartansson, rúmlega tvítugur maður sem hlaut átta ára fangelsisdóm í lok síðasta árs vegna skotárásar í miðbæ Reykjavíkur.
Fangelsismál Lögreglumál Reykjavík Árborg Tengdar fréttir Fjórir handteknir í tengslum við líkamsárás Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust þrjár tilkynningar um líkamsárásir í nótt. Í einu tilvikinu voru fjórir handteknir og málið í rannsókn fram eftir kvöldi og nóttu. Kært fyrir líkamsárás, vopnalagabrot og vörslu fíkniefna, segir í yfirliti lögreglu. 13. júní 2023 06:38 Fjórir handteknir í tengslum við hnífaárás Fjórir hafa verið handteknir í tengslum við hnífaárás í Reykjavík í nótt. Til skoðunar er hvort árásin tengist annarri árás á Litla hrauni í gær. Sú árás átti sér stað á alræmdu torgi innan fangelsisins sem fangelsismálayfirvöld hafa varað við árum saman. 24. nóvember 2023 11:32 Hnífstunguárás í nótt sögð tengjast árásinni á Litla-Hrauni Hnífstunguárás sem framin var í nótt tengist annarri árás á Litla-Hrauni í gær. Þetta herma heimildir Ríkisútvarpsins. Eggvopni var sömuleiðis beitt í árásinni á Litla-Hrauni og sú árás er sögð tengjast skotárásinni í Úlfarsárdal í byrjun mánaðar. 24. nóvember 2023 09:21 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Fjórir handteknir í tengslum við líkamsárás Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust þrjár tilkynningar um líkamsárásir í nótt. Í einu tilvikinu voru fjórir handteknir og málið í rannsókn fram eftir kvöldi og nóttu. Kært fyrir líkamsárás, vopnalagabrot og vörslu fíkniefna, segir í yfirliti lögreglu. 13. júní 2023 06:38
Fjórir handteknir í tengslum við hnífaárás Fjórir hafa verið handteknir í tengslum við hnífaárás í Reykjavík í nótt. Til skoðunar er hvort árásin tengist annarri árás á Litla hrauni í gær. Sú árás átti sér stað á alræmdu torgi innan fangelsisins sem fangelsismálayfirvöld hafa varað við árum saman. 24. nóvember 2023 11:32
Hnífstunguárás í nótt sögð tengjast árásinni á Litla-Hrauni Hnífstunguárás sem framin var í nótt tengist annarri árás á Litla-Hrauni í gær. Þetta herma heimildir Ríkisútvarpsins. Eggvopni var sömuleiðis beitt í árásinni á Litla-Hrauni og sú árás er sögð tengjast skotárásinni í Úlfarsárdal í byrjun mánaðar. 24. nóvember 2023 09:21